Æsileg eftirför á eftir ræningja: „Sturlaður maður inni í apótekinu með exi“ Benedikt Bóas skrifar 19. apríl 2017 06:30 Grafík úr Fréttablaðinu „Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnarfjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir.„Þetta er að verða hættulegur bær. Rán á hverjum degi,“ sagði þessi viðskiptavinur sem kom að lokuðum dyrum Apóteks Garðabæjar.vísir/stefánEftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræninginn fór alltaf styðstu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og framhjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og króaði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmdum á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn, yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Birtist í Fréttablaðinu Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10 Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnarfjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir.„Þetta er að verða hættulegur bær. Rán á hverjum degi,“ sagði þessi viðskiptavinur sem kom að lokuðum dyrum Apóteks Garðabæjar.vísir/stefánEftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræninginn fór alltaf styðstu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og framhjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og króaði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmdum á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn, yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10 Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01
Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10
Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03