Ekki fara á 80. mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2017 06:30 Kemur Barcelona aftur til baka úr ómögulegri stöðu? vísir/getty Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vandræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeildarinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dortmund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síðustu viku. Við höfum stjórn á tilfinningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterkari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vandræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeildarinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dortmund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síðustu viku. Við höfum stjórn á tilfinningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterkari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira