Fótbolti

Ancelotti vill fá myndbandstækni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ancelotti þakkar Ronaldo fyrir leikinn.
Ancelotti þakkar Ronaldo fyrir leikinn. vísir/getty
Carlo Ancelotti, þjálfari Bayern, var hundfúll eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær og sagði að dómari leiksins, Viktor Kassai, hefði ekki ráðið við verkefnið.

Arturo Vidal, leikmaður Bayern, fékk vafasamt rautt spjald í leiknum og svo skoraði Cristiano Ronaldo mark í framlengingu þar sem hann var rangstæður.

„Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu nema dómaranum. Það er ekki hægt að koma liði í undanúrslit á þennan hátt. Það má ekki gerast,“ sagði Ancelotti svekktur en hann var áður þjálfari Real. Ancelotti sagði að kollegi hans, Zinedine Zidane, hefði verið sammála því að frammistaða Kassai hefði verið slök.

„Dómarinn réð ekki við verkefnið en það var ekki af því Real Madrid hafði einhver áhrif á hann. Dómararnir höfðu einfadlega rangt fyrir sér að þessu sinni. Ég hef aldrei talað fyrir myndbandstækni en sé nú að hún er nauðsynleg.“


Tengdar fréttir

Ronaldo skaut Bæjara úr leik | Sjáðu mörkin

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern München í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×