Rannsókn á máli fangavarðar lokið: Talinn hafa sprautað úr slökkvitæki framan í fanga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 13:10 Fangavörðurinn gæti átt yfir höfði sér ákæru. vísir/eyþór Rannsókn á máli fangavarðar á Litla-Hrauni, sem grunaður er um að hafa brotið gegn fanga í upphafi árs, er lokið og komið til ákærusviðs lögreglunnar sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur honum. Fangavörðurinn, sem leystur hefur verið tímabundið undan vinnuskyldu, er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu og farið langt fram úr meðalhófi við störf sín.Kveikti í klæðnaði sínum Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í einangrunarklefa á Litla-Hrauni en fanginn var færður þangað eftir háreysti og stympingar við aðra fanga. Fanganum tókst að koma kveikjara með sér inn í klefann þrátt fyrir að hafa undirgengist leit áður en hann var færður í einangrun, líkt og lög kveða á um. Lögum samkvæmt mega fangar aðeins taka með sér fæði, fatnað og aðrar persónulegar nauðsynjar í einangrunarklefa og ávallt er leitað á þeim áður. Fanganum tókst að kveikja í klæðnaði sínum í klefanum. Fangavörðurinn er sagður hafa slökkt eldinn með slökkvitæki en í framhaldinu sprautað úr tækinu framan í fangann – eftir að hann hafði slökkt eldinn. Eftir því sem Vísir kemst næst var um vatnsslökkvitæki að ræða. Fanginn undirgekkst líkamsleit í kjölfarið og fannst kveikjarinn þá í endaþarmi hans.Þrír aðrir kunna að eiga yfir höfði sér refsingu Atvikið náðist á upptöku og eru þrír aðrir fangaverðir grunaðir um að hafa hylmt yfir með manninum, og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi átti sér ekki stað. Valdbeiting fangavarðarins er hins vegar sögð hafa verið að miklu leyti andleg, særandi og niðurlægjandi fyrir fangann. Rannsókn málsins er sem fyrr segir lokið og verður ákvörðun tekin á næstu vikum um hvort gefin verði út ákæra í málinu. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Sjá meira
Rannsókn á máli fangavarðar á Litla-Hrauni, sem grunaður er um að hafa brotið gegn fanga í upphafi árs, er lokið og komið til ákærusviðs lögreglunnar sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur honum. Fangavörðurinn, sem leystur hefur verið tímabundið undan vinnuskyldu, er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu og farið langt fram úr meðalhófi við störf sín.Kveikti í klæðnaði sínum Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í einangrunarklefa á Litla-Hrauni en fanginn var færður þangað eftir háreysti og stympingar við aðra fanga. Fanganum tókst að koma kveikjara með sér inn í klefann þrátt fyrir að hafa undirgengist leit áður en hann var færður í einangrun, líkt og lög kveða á um. Lögum samkvæmt mega fangar aðeins taka með sér fæði, fatnað og aðrar persónulegar nauðsynjar í einangrunarklefa og ávallt er leitað á þeim áður. Fanganum tókst að kveikja í klæðnaði sínum í klefanum. Fangavörðurinn er sagður hafa slökkt eldinn með slökkvitæki en í framhaldinu sprautað úr tækinu framan í fangann – eftir að hann hafði slökkt eldinn. Eftir því sem Vísir kemst næst var um vatnsslökkvitæki að ræða. Fanginn undirgekkst líkamsleit í kjölfarið og fannst kveikjarinn þá í endaþarmi hans.Þrír aðrir kunna að eiga yfir höfði sér refsingu Atvikið náðist á upptöku og eru þrír aðrir fangaverðir grunaðir um að hafa hylmt yfir með manninum, og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi átti sér ekki stað. Valdbeiting fangavarðarins er hins vegar sögð hafa verið að miklu leyti andleg, særandi og niðurlægjandi fyrir fangann. Rannsókn málsins er sem fyrr segir lokið og verður ákvörðun tekin á næstu vikum um hvort gefin verði út ákæra í málinu.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Sjá meira