Innlent

Búið að loka Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði vegna veðurs

Atli Ísleifsson skrifar
Vetrarástand er á mörgum fjallvegum norðvestanlands.
Vetrarástand er á mörgum fjallvegum norðvestanlands.
Ofsaveður er á Öxnadalsheiði og er hún ófær vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Sömuleiðis er búið að loka Holtavörðuheiði.

Vetrarástand er á mörgum fjallvegum norðvestanlands, svo sem Steingrímsfjarðarheiði, Hálfdán, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði. Reiknað er með suðvestan hvassviðri og stormi og að vindurinn verði 19 til 23 metrar á sekúndu í kvöld og í nótt. Þá má búast við skafrenningi og vaxandi éljagangi.

Fyrr í kvöld voru björgunarsveitir kallaðar út vegna fjölmargra ferðalanga í vandræðum á Holtavörðuheiði. Þar valt einnig flutningabíll og var bílstjóri hans fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.

„Hálkublettir eru á Hellisheiði.

Ófært og stórhríð er á Holtavörðuheiði og opnast hún ekki fyrr en upp úr 7 í fyrramálið 20.04 ef veður leyfir. Hálka og skafrenningur á Bröttubrekku. Á Svínadal er éljagangur og hálkublettir. Hálkublettir eru á Fróðárheiði og Vatnaleið.

Steingrímsfjarðarheiði er ófær. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á fjallvegum á Vestfjörðum og víða él og skafrenningur. Óveður og hálka er á Mikladal. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Á Norðvesturlandi er snjóþekja í Hrútafirði og á Þverárfjalli og hálkublettir og éljagangur á Siglufjarðarvegi og Vatnsskarði. Á Norðausturlandi er óveður og hálka á Öxnadalsheiði og víða hálkublettir og éljagangur.

Það er að mestu greiðfært á Austurlandi en hálkublettir á Öxi og hálkublettir og skafrenningur á Fjarðarheiði.

Greiðfært er með suðausturströndinni,“ segir í tilkynningu frá Vegaferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×