Fyrsti þáttur af þriðju seríu Rick and Morty óvænt í loftið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 16:35 Aðdáendur Rick & Morty biðu þriðju þáttaraðarinnar með mikilli eftirvæntingu. IMDB.com Fyrsti þátturinn í nýjustu seríu teiknimyndaþáttanna Rick and Morty, sem hafa farið sigurför um heiminn, var óvænt settur í loftið í gær, fyrsta apríl. Aðdáendur þáttanna höfðu beðið nýju seríunnar með óþreyju en ekki var ljóst hvenær nákvæmlega hún yrði sýnd. Þættirnir eru framleiddir af Adult Swim. Höfundar þáttanna, þeir Dan Harmon og Justin Roiland hafa strítt spenntum aðdáendum án afláts að undanförnu en nýverið þóttust þeir hafa sett í loftið stiklu úr nýjustu seríunni, sem reyndist ekki vera neitt annað en myndband af persónum þáttanna að syngja lagið Never Gonna Give You Up með Rick Astley. Einn aðdáandi þáttanna sendi Dan Harmon orðskeyti á Twitter, þar sem hann rukkaði hann um nýjasta þáttinn í þriðju seríu og kom Dan Harmon honum vel á óvart með því að verða við beiðni hans. Því er ljóst að aðdáendur þáttanna geta tekið gleði sína á ný..@karan_shah99 happy now mother FUCKA pic.twitter.com/nhUY4K90G5— Dan Harmon (@danharmon) April 2, 2017 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrsti þátturinn í nýjustu seríu teiknimyndaþáttanna Rick and Morty, sem hafa farið sigurför um heiminn, var óvænt settur í loftið í gær, fyrsta apríl. Aðdáendur þáttanna höfðu beðið nýju seríunnar með óþreyju en ekki var ljóst hvenær nákvæmlega hún yrði sýnd. Þættirnir eru framleiddir af Adult Swim. Höfundar þáttanna, þeir Dan Harmon og Justin Roiland hafa strítt spenntum aðdáendum án afláts að undanförnu en nýverið þóttust þeir hafa sett í loftið stiklu úr nýjustu seríunni, sem reyndist ekki vera neitt annað en myndband af persónum þáttanna að syngja lagið Never Gonna Give You Up með Rick Astley. Einn aðdáandi þáttanna sendi Dan Harmon orðskeyti á Twitter, þar sem hann rukkaði hann um nýjasta þáttinn í þriðju seríu og kom Dan Harmon honum vel á óvart með því að verða við beiðni hans. Því er ljóst að aðdáendur þáttanna geta tekið gleði sína á ný..@karan_shah99 happy now mother FUCKA pic.twitter.com/nhUY4K90G5— Dan Harmon (@danharmon) April 2, 2017
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira