Riise stendur með Lagerbäck: „Ekki hans starf, fjandinn hafi það“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 12:00 Einu sinni var gaman hjá Lars Lagerbäck á Íslandi. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, tók sökina á sig eftir að Noregur tapaði 2-0 fyrir Norður-Írlandi í frumraun norska liðsins undir hans stjórn í síðustu landsleikjaviku. Norsku strákarnir fengu mark á sig snemma leiks og misstu hausinn en eftirleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir þá norðurírsku. Lagerbäck fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir þessa „martröð“ eins og sumir fjölmiðlar uppnefndu leikinn en leikmennirnir hafa einnig verið harkalega gagnrýndir.Sjá einnig:Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool og norska landsliðsins, er á þeirri skoðun að leikmönnunum sé um að kenna en ekki Lagerbäck. „Lagerbäck sagði að það væri hans starf sem þjálfari að passa upp á að leikmenn mættu með rétt viðhorf til leiks. Það er ekki hans starf, fjandinn hafi það,“ segir Riise í hlaðvarpi Top Fotball en Dagbladet greinir frá. „Ef það eitt að bera fánann á brjóstinu fær þig ekki til að mæta gíraður í landsleik áttu bara að koma þér heim. Bara það að bera fánann á að gefa þér auka kraft. Ég elskaði alltaf að standa í göngunum í norsku treyjunni. Mér var alveg sama hvort ég var að fara að spila við Færeyjar eða einhverja aðra þjóð. Það var alltaf sérstakt að spila fyrir Noreg en maður sér þetta ekki í dag.“ Riise á hreinlega erfitt með að horfa á norska landsliðið í dag sem honum finnst ömurlegt og áhugalaust. Það verður í 86. sæti á næsta heimslista en liðið hefur aldrei veri neðar. „Það er enginn alvöru karakter í þessu liði. Það eru allir eins. Þegar það er ekkert að gerast í leiknum reyndu þá að tækla einhvern og kveikja aðeins í þessu. Farðu í 50-50 tæklingu eða skjóttu á markið bara til að fá fólkið með þér. Ég er alltaf í sjokki þegar ég horfi á landsliðið spila í dag,“ segir John Arne Riise. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45 Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, tók sökina á sig eftir að Noregur tapaði 2-0 fyrir Norður-Írlandi í frumraun norska liðsins undir hans stjórn í síðustu landsleikjaviku. Norsku strákarnir fengu mark á sig snemma leiks og misstu hausinn en eftirleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir þá norðurírsku. Lagerbäck fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir þessa „martröð“ eins og sumir fjölmiðlar uppnefndu leikinn en leikmennirnir hafa einnig verið harkalega gagnrýndir.Sjá einnig:Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool og norska landsliðsins, er á þeirri skoðun að leikmönnunum sé um að kenna en ekki Lagerbäck. „Lagerbäck sagði að það væri hans starf sem þjálfari að passa upp á að leikmenn mættu með rétt viðhorf til leiks. Það er ekki hans starf, fjandinn hafi það,“ segir Riise í hlaðvarpi Top Fotball en Dagbladet greinir frá. „Ef það eitt að bera fánann á brjóstinu fær þig ekki til að mæta gíraður í landsleik áttu bara að koma þér heim. Bara það að bera fánann á að gefa þér auka kraft. Ég elskaði alltaf að standa í göngunum í norsku treyjunni. Mér var alveg sama hvort ég var að fara að spila við Færeyjar eða einhverja aðra þjóð. Það var alltaf sérstakt að spila fyrir Noreg en maður sér þetta ekki í dag.“ Riise á hreinlega erfitt með að horfa á norska landsliðið í dag sem honum finnst ömurlegt og áhugalaust. Það verður í 86. sæti á næsta heimslista en liðið hefur aldrei veri neðar. „Það er enginn alvöru karakter í þessu liði. Það eru allir eins. Þegar það er ekkert að gerast í leiknum reyndu þá að tækla einhvern og kveikja aðeins í þessu. Farðu í 50-50 tæklingu eða skjóttu á markið bara til að fá fólkið með þér. Ég er alltaf í sjokki þegar ég horfi á landsliðið spila í dag,“ segir John Arne Riise.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45 Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup Sjá meira
Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45
Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00