„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 17:38 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, furðaði sig á Alþingi í dag á misvísandi skilaboðum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í erlendum fjölmiðlum í síðustu viku. Ólíkur málflutningur þeirra sé ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika í íslensku efnahagslífi. Benedikt sagði í Financial Times á dögunum að hann væri þeirrar skoðunar að best væri að fasttengja annan gjaldmiðil við íslensku krónuna til að tryggja gengisstöðugleika. Bjarni sagðist þessu ósammála í viðtali við Bloomberg. „Nú er okkur öllum hér inni kunnugt um afstöðu hæstvirtur ráðherra, sem einnig er formaður í stjórnmálaflokki, hvaða afstöðu sá flokkur og ráðherrann hefur sem stjórnmálamaður gagnvart gjaldmiðlinum. En þegar hæstvirtur ráðherra lýsir því yfir í krafti síns embættis að staða peningamála og gjaldmiðilsins sé óforsvaranleg er það annað mál enda er ráðherra ekki aðeins stjórnmálamaður, hann er líka embættismaður,“ sagði Katrín.Veit að Bjarni hefur ekki sömu áherslur Benedikt sagðist hins vegar hafa verið að útskýra fyrir blaðamanni hvaða möguleikar væru í boði fyrir peningastefnunefnd og að hann hafi nefnt þetta í því samhengi. „Þá nefndi ég meðal annars að Viðreisn hefði bent á myntráð í baráttunni fyrir kosningar. Að hægt væri að tengja íslensku krónuna ýmsum stórum gjaldmiðlum,“ svaraði Benedikt. Evran væri langvænlegasti kosturinn en að afleit hugmynd sé að tengja krónuna við myntir eins og norsku krónuna og Kanadadollar. „Ég geri engar athugasemdir við að forsætisráðherra segi að þetta sé ekki yfirvofandi. Nefndin er ekki búin að skila niðurstöðu. Þegar hún skilar niðurstöðu munum við vinna úr þeim,“ sagði hann. „Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra hefur ekki nákvæmlega sömu áherslur og ég. En það sannar í raun og veru bara það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn eins og sumir virðast halda.“ Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, furðaði sig á Alþingi í dag á misvísandi skilaboðum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í erlendum fjölmiðlum í síðustu viku. Ólíkur málflutningur þeirra sé ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika í íslensku efnahagslífi. Benedikt sagði í Financial Times á dögunum að hann væri þeirrar skoðunar að best væri að fasttengja annan gjaldmiðil við íslensku krónuna til að tryggja gengisstöðugleika. Bjarni sagðist þessu ósammála í viðtali við Bloomberg. „Nú er okkur öllum hér inni kunnugt um afstöðu hæstvirtur ráðherra, sem einnig er formaður í stjórnmálaflokki, hvaða afstöðu sá flokkur og ráðherrann hefur sem stjórnmálamaður gagnvart gjaldmiðlinum. En þegar hæstvirtur ráðherra lýsir því yfir í krafti síns embættis að staða peningamála og gjaldmiðilsins sé óforsvaranleg er það annað mál enda er ráðherra ekki aðeins stjórnmálamaður, hann er líka embættismaður,“ sagði Katrín.Veit að Bjarni hefur ekki sömu áherslur Benedikt sagðist hins vegar hafa verið að útskýra fyrir blaðamanni hvaða möguleikar væru í boði fyrir peningastefnunefnd og að hann hafi nefnt þetta í því samhengi. „Þá nefndi ég meðal annars að Viðreisn hefði bent á myntráð í baráttunni fyrir kosningar. Að hægt væri að tengja íslensku krónuna ýmsum stórum gjaldmiðlum,“ svaraði Benedikt. Evran væri langvænlegasti kosturinn en að afleit hugmynd sé að tengja krónuna við myntir eins og norsku krónuna og Kanadadollar. „Ég geri engar athugasemdir við að forsætisráðherra segi að þetta sé ekki yfirvofandi. Nefndin er ekki búin að skila niðurstöðu. Þegar hún skilar niðurstöðu munum við vinna úr þeim,“ sagði hann. „Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra hefur ekki nákvæmlega sömu áherslur og ég. En það sannar í raun og veru bara það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn eins og sumir virðast halda.“
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira