Eyþór Arnalds eignast 26,62% hlut í Árvakri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. apríl 2017 08:01 Eyþór Arnalds. Vísir/Ernir Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og fleiri miðla, en Samherji hefur selt allan hlut sinn til Eyþórs Arnalds. Greint var frá kaupunum í Morgunblaðinu og á mbl.is í morgun. Samherji átti 18,43% hlut í gegnum félagið Kattarnef ehf. og fer með þessu úr hluthafahópnum. Auk þess hefur Eyþór keypt 6,14% hlut Síldarvinnslunnar hf. Og 2,05% hlut Vísis hf. Alls á Eyþór því 26,62% hlut í Þórsmörk ehf. Í tilkynningu segir Eyþór að framtíð fjölmiðlunar felist í samspili hefðbundinna mðila og nýmiðlunar. „Fjölmiðlar og mikilvægi öflugrar sjálfstæðrar fjölmiðlunar hafa lengi verið mér sérstakt hugðarefni. Mér er það því fagnaðarefni að koma með þessum hætti að Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, eins elsta dagblaðs landsins sem gefið hefur verið óslitið út síðan 1913, og fleiri miðla. Ég tel framtíðina felast í samspili hefðbundinna miðla á borð við dagblöð og svo nýmiðlunar, svo sem á netinu. Í hafsjó mis-áreiðanlegra fregna sem beinast að fólki úr öllum áttum verður gildi traustra og ábyggilegra fjölmiðla skýrara og starfsemi þeirra mikilvægari upplýstri umræðu í lýðræðissamfélagi. Með sína fjölbreyttu útgáfustarfsemi er Árvakur í kjörstöðu til að nýta styrk hvers og eins miðils, bæði til afþreyingar og miðlunar ábyggilegra frétta og ítarlegra umfjallana. Árvakur er útgáfufélag með langa sögu og á framtíðina fyrir sér,“ er haft eftir Eyþóri. Þá segist Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs hf., vilja þakka þeim hluthöfum sem hverfi frá félaginu fyrir stuðninginn við starfsemi þess. „Um leið fagna ég því að fá inn nýjan og kraftmikinn aðila að félaginu, sem hefur mikinn áhuga á að starfa með okkur að þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir hjá Árvakri og er framundan á næstu misserum,“ segir Sigurbjörn. Fjölmiðlar Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og fleiri miðla, en Samherji hefur selt allan hlut sinn til Eyþórs Arnalds. Greint var frá kaupunum í Morgunblaðinu og á mbl.is í morgun. Samherji átti 18,43% hlut í gegnum félagið Kattarnef ehf. og fer með þessu úr hluthafahópnum. Auk þess hefur Eyþór keypt 6,14% hlut Síldarvinnslunnar hf. Og 2,05% hlut Vísis hf. Alls á Eyþór því 26,62% hlut í Þórsmörk ehf. Í tilkynningu segir Eyþór að framtíð fjölmiðlunar felist í samspili hefðbundinna mðila og nýmiðlunar. „Fjölmiðlar og mikilvægi öflugrar sjálfstæðrar fjölmiðlunar hafa lengi verið mér sérstakt hugðarefni. Mér er það því fagnaðarefni að koma með þessum hætti að Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, eins elsta dagblaðs landsins sem gefið hefur verið óslitið út síðan 1913, og fleiri miðla. Ég tel framtíðina felast í samspili hefðbundinna miðla á borð við dagblöð og svo nýmiðlunar, svo sem á netinu. Í hafsjó mis-áreiðanlegra fregna sem beinast að fólki úr öllum áttum verður gildi traustra og ábyggilegra fjölmiðla skýrara og starfsemi þeirra mikilvægari upplýstri umræðu í lýðræðissamfélagi. Með sína fjölbreyttu útgáfustarfsemi er Árvakur í kjörstöðu til að nýta styrk hvers og eins miðils, bæði til afþreyingar og miðlunar ábyggilegra frétta og ítarlegra umfjallana. Árvakur er útgáfufélag með langa sögu og á framtíðina fyrir sér,“ er haft eftir Eyþóri. Þá segist Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs hf., vilja þakka þeim hluthöfum sem hverfi frá félaginu fyrir stuðninginn við starfsemi þess. „Um leið fagna ég því að fá inn nýjan og kraftmikinn aðila að félaginu, sem hefur mikinn áhuga á að starfa með okkur að þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir hjá Árvakri og er framundan á næstu misserum,“ segir Sigurbjörn.
Fjölmiðlar Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira