Handbolti

Guðmundur kominn með nýtt starf

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hvert er ég að fara?
Hvert er ég að fara? vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur í handbolta, er kominn með nýtt starf.

Hann lét af störfum hjá danska liðinu eftir að gera það að Ólympíumeisturum í Ríó í ágúst á síðasta ári og hafa margir velt fyrir sér hver verður næsti áfangastaður Guðmundar.

Guðmundur hélt fyrirlestur á súpufundi Handknattleikssambands Íslands í hádeginu í dag og staðfesti í viðtali við Vísi eftir fundinn að fréttir myndu berast af honum í næstu viku. Hann fer út á mánudaginn og skrifar undir samning við nýja vinnuveitendur.

„Þetta verkefni er íþróttatengt en það kemur í ljós hvað það er,“ sagði Guðmundur við Vísi en gaf ekki meira upp að svo stöddu. Orðrómur hefur verið í gangi um að hann ætlaði sér aftur í bankastarf en hann starfaði hjá Arionbanka áður en hann tók aftur við íslenska landsliðinu árið 2008. Þá hefur ráðgjafastarf einnig verið í umræðunni.

Guðmundur er einn eftirsóttasti handboltaþjálfari heims enda búinn að ná svakalegum árangri undanfarin átta ár með íslenska landsliðið, Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi og svo danska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×