Dagar New Girl taldir? Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 18:44 Úr fjórðu seríu New Girl. vísir/getty Allar líkur eru á að dagar gamanþáttanna New Girl séu taldir. Þetta sagði Jake Johnson, einn leikenda þáttanna í samtali við vefmiðilinn The Daily Beast. „Fox [sjónvarpsstöðin sem framleiðir þættina] vill ekki upplýsa okkur um áframhald þáttanna,“ sagði hann í viðtalinu. Johnson tók það jafnframt fram að síðasti þátturinn í nýjustu seríunni sæmdi sér vel sem lokaþáttur og taldi að aðdáendur myndu sætta sig ágætlega við þann endapunkt. Leikkonan Zooey Dechanel leikur aðalhlutverkið í New Girl en seríurnar eru orðnar sex talsins. Fyrsti þátturinn, eða svokallaður pilot, sló öll met í áhorfi en tíu milljónir manna sáu þáttinn. Vinsældirnar fóru svo þverrandi, að meðaltali horfðu fjórar milljónir manna á seríu fimm og aðeins rúmar tvær milljónir á sjöttu seríu. Fox hefur ekki gefið frá sér opinbera yfirlýsingu um málið. Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Allar líkur eru á að dagar gamanþáttanna New Girl séu taldir. Þetta sagði Jake Johnson, einn leikenda þáttanna í samtali við vefmiðilinn The Daily Beast. „Fox [sjónvarpsstöðin sem framleiðir þættina] vill ekki upplýsa okkur um áframhald þáttanna,“ sagði hann í viðtalinu. Johnson tók það jafnframt fram að síðasti þátturinn í nýjustu seríunni sæmdi sér vel sem lokaþáttur og taldi að aðdáendur myndu sætta sig ágætlega við þann endapunkt. Leikkonan Zooey Dechanel leikur aðalhlutverkið í New Girl en seríurnar eru orðnar sex talsins. Fyrsti þátturinn, eða svokallaður pilot, sló öll met í áhorfi en tíu milljónir manna sáu þáttinn. Vinsældirnar fóru svo þverrandi, að meðaltali horfðu fjórar milljónir manna á seríu fimm og aðeins rúmar tvær milljónir á sjöttu seríu. Fox hefur ekki gefið frá sér opinbera yfirlýsingu um málið.
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira