Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa 7. apríl 2017 06:00 Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ vísir/eyþór Áhyggjur af nálægð verksmiðju United Silicon í Helguvík við byggðina í Reykjanesbæ komu fram strax þegar skipulagsvinna fyrir verksmiðjuna stóð yfir. Afar lítil mengun var talin myndu stafa frá United Silicon og því ekki nein þörf á þynningarsvæði. Þetta kom meðal annars fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á miðvikudag, en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir opnum fundi nefndarinnar vegna þeirrar umræðu sem hefur verið síðustu misseri um mengun frá fyrirtækinu, ekki síst vegna kröfu íbúa Reykjanesbæjar um aðgerðir. Komu fyrir nefndina umhverfisráðherra, fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og íbúa, forstjóri United Silicon og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, brást við spurningum Bryndísar Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem vildi fræðast um álitaefni vegna nálægðar iðnaðarsvæðis við íbúabyggð, eins og í tilfelli Helguvíkur og Reykjanesbæjar. Spurði Bryndís hvort eitthvað í skipulagslögum tæki á fjarlægðarmörkum og ef það væri óljóst hvort ekki væri ástæða til að skoða það sérstaklega. Þá hvort væri ekki ástæða til að banna að mengandi iðnaður væri svo nálægt íbúabyggð. Sigrún sagði að þær reglur sem um þetta gilda sé að finna í hollustuháttareglugerð, en þar segir að íbúðarhúsnæði „skal ekki vera á þynningarsvæði samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun“.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun„Þarna var ekki talin þörf á þynningarsvæði; þynningarsvæði þýðir að það megi losa mengunarefni umfram mörk. Þarna var ekki talin þörf á því og þau eru ekki til staðar og umhverfismörk gilda. Það er rétt að þetta er umhugsunarefni, hvort það ættu að vera einhverjar fjarlægðarreglur. Þetta var áhyggjuefni í ferlinu og það var bent á það að það væri ansi mikil nálægð. Það er eitthvað fyrir okkur að hugsa um, held ég,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tók undir orð Sigrúnar um návígi íbúabyggðar við iðnaðarsvæðið. „Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði Björt en fram hafði komið á fundinum að aðeins rúmur kílómetri er í beinni loftlínu frá iðnaðarsvæðinu að íbúabyggð í Reykjanesbæ, og þar á meðal til leik- og grunnskóla. Þegar álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat verksmiðju United Silicon er skoðað kemur þetta skýrt fram, og fjallað var um þetta í Fréttablaðinu í apríl 2014. Þar segir að „hafa beri í huga að tiltölulega skammt er í nyrsta hluta þéttbýlisins í Reykjanesbæ og því brýnt að fylgjast vel með styrk helstu mengunarefna á svæðinu sem og mögulegum afleiddum áhrifum þeirra. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að áætlanir um vöktun verði í starfsleyfi frá upphafi.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Reykjanesbær breytt aðalskipulagi sínu sem útilokar frekari uppbyggingu mengandi iðnaðarstarfsemi en þegar hefur verið samið um í Helguvík. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Áhyggjur af nálægð verksmiðju United Silicon í Helguvík við byggðina í Reykjanesbæ komu fram strax þegar skipulagsvinna fyrir verksmiðjuna stóð yfir. Afar lítil mengun var talin myndu stafa frá United Silicon og því ekki nein þörf á þynningarsvæði. Þetta kom meðal annars fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á miðvikudag, en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir opnum fundi nefndarinnar vegna þeirrar umræðu sem hefur verið síðustu misseri um mengun frá fyrirtækinu, ekki síst vegna kröfu íbúa Reykjanesbæjar um aðgerðir. Komu fyrir nefndina umhverfisráðherra, fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og íbúa, forstjóri United Silicon og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, brást við spurningum Bryndísar Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem vildi fræðast um álitaefni vegna nálægðar iðnaðarsvæðis við íbúabyggð, eins og í tilfelli Helguvíkur og Reykjanesbæjar. Spurði Bryndís hvort eitthvað í skipulagslögum tæki á fjarlægðarmörkum og ef það væri óljóst hvort ekki væri ástæða til að skoða það sérstaklega. Þá hvort væri ekki ástæða til að banna að mengandi iðnaður væri svo nálægt íbúabyggð. Sigrún sagði að þær reglur sem um þetta gilda sé að finna í hollustuháttareglugerð, en þar segir að íbúðarhúsnæði „skal ekki vera á þynningarsvæði samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun“.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun„Þarna var ekki talin þörf á þynningarsvæði; þynningarsvæði þýðir að það megi losa mengunarefni umfram mörk. Þarna var ekki talin þörf á því og þau eru ekki til staðar og umhverfismörk gilda. Það er rétt að þetta er umhugsunarefni, hvort það ættu að vera einhverjar fjarlægðarreglur. Þetta var áhyggjuefni í ferlinu og það var bent á það að það væri ansi mikil nálægð. Það er eitthvað fyrir okkur að hugsa um, held ég,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tók undir orð Sigrúnar um návígi íbúabyggðar við iðnaðarsvæðið. „Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði Björt en fram hafði komið á fundinum að aðeins rúmur kílómetri er í beinni loftlínu frá iðnaðarsvæðinu að íbúabyggð í Reykjanesbæ, og þar á meðal til leik- og grunnskóla. Þegar álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat verksmiðju United Silicon er skoðað kemur þetta skýrt fram, og fjallað var um þetta í Fréttablaðinu í apríl 2014. Þar segir að „hafa beri í huga að tiltölulega skammt er í nyrsta hluta þéttbýlisins í Reykjanesbæ og því brýnt að fylgjast vel með styrk helstu mengunarefna á svæðinu sem og mögulegum afleiddum áhrifum þeirra. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að áætlanir um vöktun verði í starfsleyfi frá upphafi.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Reykjanesbær breytt aðalskipulagi sínu sem útilokar frekari uppbyggingu mengandi iðnaðarstarfsemi en þegar hefur verið samið um í Helguvík.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira