Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2017 11:33 Bashar al-Assad Sýrlandsforseti. Vísir/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. Lýsir hann árásinni sem skeytingarlausri og óábyrgri. AP greinir frá þessu. Misvísandi fréttir hafa borist um fjölda látinna, en sýrleskur ríkisfjölmiðinn Sana segir að níu óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni, þar af fjögur börn. Segir að hinir látnu hafi verið íbúar í nálægu þorpi. Sjö til viðbótar hafi særst í árásinni. Ekki er ljóst hvort að þeir sex sem talsmaður Sýrlandshers hafði áður sagt hafa látið lífið í árásinni séu meðal þeirra níu sem Sana segir nú hafa látið lífið. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að fjórir sýrlenskir hermenn hafi farist í árásinni, tveggja væri enn saknað og sex hafi hlotið brunasár. Bandaríkjaher skaut 59 Tomahawk-eldflaugum á herflugvöllinn í Shayrat frá herskipunum USS Porter og USS Ross á Miðjarðarhafi klukkan 00:40 að íslenskum tíma í nótt. Árásin á sér stað hálfum öðrum sólarhring eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi gengið allt of langt með efnavopnaárás Sýrlandshers í bænum Khan Sheikhoun í Idlib-héraði sem varð 83 manns að bana, meðal annars börnum og ungabörnum.Nánar má lesa um árásina hér.BREAKING: Syrian President Bashar Assad's office denounces US strike, describes it as "reckless, irresponsible behavior" .— The Associated Press (@AP) April 7, 2017 Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. Lýsir hann árásinni sem skeytingarlausri og óábyrgri. AP greinir frá þessu. Misvísandi fréttir hafa borist um fjölda látinna, en sýrleskur ríkisfjölmiðinn Sana segir að níu óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni, þar af fjögur börn. Segir að hinir látnu hafi verið íbúar í nálægu þorpi. Sjö til viðbótar hafi særst í árásinni. Ekki er ljóst hvort að þeir sex sem talsmaður Sýrlandshers hafði áður sagt hafa látið lífið í árásinni séu meðal þeirra níu sem Sana segir nú hafa látið lífið. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að fjórir sýrlenskir hermenn hafi farist í árásinni, tveggja væri enn saknað og sex hafi hlotið brunasár. Bandaríkjaher skaut 59 Tomahawk-eldflaugum á herflugvöllinn í Shayrat frá herskipunum USS Porter og USS Ross á Miðjarðarhafi klukkan 00:40 að íslenskum tíma í nótt. Árásin á sér stað hálfum öðrum sólarhring eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi gengið allt of langt með efnavopnaárás Sýrlandshers í bænum Khan Sheikhoun í Idlib-héraði sem varð 83 manns að bana, meðal annars börnum og ungabörnum.Nánar má lesa um árásina hér.BREAKING: Syrian President Bashar Assad's office denounces US strike, describes it as "reckless, irresponsible behavior" .— The Associated Press (@AP) April 7, 2017
Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46