Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhléns. Nordicphotos/AFP Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgaryfirvöld opnuðu skóla og íþróttamannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenninu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæðinu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun hafði maður verið handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af manninum. Ríkislögreglustjórinn Dan Eliasson sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé haldið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lögreglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakonungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. „Við fylgjumst náið með þróun málsins en hugur okkar er nú hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Árásin er ekki fyrsta vöruflutningabílsárásin í Evrópu undanfarið. Í júlí í fyrra féllu 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar vöruflutningabíl var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar. Þá er staðfest að að minnsta kosti átta séu særðir eftir árásina. Eigandi brugghússins Spendrups staðfesti í gær að vöruflutningabíl fyrirtækisins hefði verið stolið um morguninn á meðan bílstjórinn var að afferma bílinn. Honum var svo ekið inn í verslunina klukkan eitt að íslenskum tíma. Við árásina var búðin rýmd. Þá lögðust almenningssamgöngur niður og vegum var lokað. Borgaryfirvöld opnuðu skóla og íþróttamannvirki til að hýsa þá sem ekki komust leiðar sinnar vegna truflana á samgöngum. Var gestum verslana í nágrenninu og starfsfólki gert að halda sig innandyra á meðan öryggi á svæðinu var tryggt. Jafnframt var íbúum í miðbænum sagt að halda sig heima. Skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun hafði maður verið handtekinn. Greindi ríkisútvarp Danmerkur frá því að hinn handtekni passaði við lýsingu af manni sem lögregla hafði lýst eftir. Lögregla birti fyrr um daginn mynd úr öryggismyndavélakerfi af manninum. Á blaðamannafundi sagði lögreglustjórinn Anders Thornberg að lögreglan vildi ná tali af manninum. Ríkislögreglustjórinn Dan Eliasson sagði á blaðamannafundi að lögreglumenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná sökudólgnum. „Eins og þið vitið eru margir særðir. Á þessari stundu getum við ekki staðfest hversu margir eru látnir eða særðir,“ sagði Eliasson. Í yfirlýsingu frá Stefan Löfven forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á Svíþjóð. „Allt bendir til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og hinum særðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að ríkisstjórninni sé haldið upplýstri um framgang mála. Hún geri allt sem hún geti til að aðstoða lögreglu við vinnu sína. „Ég hvet alla til að vera á varðbergi og fylgjast með nýjustu upplýsingum frá lögreglu,“ segir enn fremur. Karl sextándi Gústaf Svíakonungur var í opinberri heimsókn í Brasilíu þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að hann hafi ákveðið að flýta heimferð sinni. „Við fylgjumst náið með þróun málsins en hugur okkar er nú hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Árásin er ekki fyrsta vöruflutningabílsárásin í Evrópu undanfarið. Í júlí í fyrra féllu 86 í sambærilegri árás í Nice í Frakklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira