„Þetta var sætt, þetta var gaman“ Telma Tómasson skrifar 8. apríl 2017 12:45 Stjörnur lokakvöldsins í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru án nokkurs vafa Bergur Jónsson og magnaða hryssan hans, Katla frá Ketilsstöðum. Bergur átti mikilli velgengni að fagna í mótaröðinni í vetur og fór heim í gærkvöldi með fangið fullt af verðlaunagripum. Keppt var í tveimur greinum á lokakvöldinu, tölti T1 og flugskeiði. Hápunktur Meistaradeildarinnar er jafnan keppni í tölti, en þar fór Bergur með sigur af hólmi. Yfirburðir hans og Kötlu voru talsverðir eftir forkeppnina, en í A-úrslitunum sóttu fast að honum þeir Jakob Svavar Sigurðsson, á Glóríu frá Skúfslæk, og Guðmundur F. Björgvinsson á Straumi frá Feti. Leikar fóru þó þannig að lokum að yfirferðartöltið skilaði Bergi himinháum einkunum og þar með skaut hann þeim Jakobi Svavari og Guðmundi ref fyrir rass, kom sér vel fyrir á toppnum og hlaut gullið, með einkunnina 8,83. ,,Þetta var sætt, þetta var gaman,“ sagði Bergur þegar sigurinn var í höfn. En kvöldið var rétt að byrja hjá Bergi. Hann var í toppbaráttunni um efsta sætið í einstaklingskeppninni í Meistaradeildinni og því var hvert stig honum mikilvægt. Hlaut hann 12 stig fyrir sigur í tölti og einnig 5 fyrir árangur í flugskeiði, en nokkrir knapar voru um hituna og hélst spennan allt til loka kvöldsins. Þegar allt var samankomið og útreiknað kom í ljós að Bergur og Árni Björn Pálsson voru jafnir að stigum, með 45 stig hvor. Hafði Bergur hins vegar sigrað oftar í einstökum greinum og samkvæmt reglum var hann því réttmætur sigurvegari Meistaradeildarinnar 2017. „Þetta var gaman. Stóð tæpt en hafðist,“ sagði meistarinn þegar niðurstaðan lá fyrir. En þá er ekki allt upptalið enn því lið Bergs, Gangmyllan, var kjörið skemmtilegasta liðið, var í þriðja sæti í liðakeppninni, auk þess sem hann og liðsmaður hans, Elin Holst, voru kjörin fagmannlegustu knaparnir. Magnaður lokasprettur hjá Bergi. Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi:1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Bergur Jónsson 45 stig Árni Björn Pálsson 45 stig Jakob S. Sigurðsson 43.5 stigLiðakeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Top Reiter 439.5 stig Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 367.5 stig Gangmyllan 351 stig Hestar Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Stjörnur lokakvöldsins í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru án nokkurs vafa Bergur Jónsson og magnaða hryssan hans, Katla frá Ketilsstöðum. Bergur átti mikilli velgengni að fagna í mótaröðinni í vetur og fór heim í gærkvöldi með fangið fullt af verðlaunagripum. Keppt var í tveimur greinum á lokakvöldinu, tölti T1 og flugskeiði. Hápunktur Meistaradeildarinnar er jafnan keppni í tölti, en þar fór Bergur með sigur af hólmi. Yfirburðir hans og Kötlu voru talsverðir eftir forkeppnina, en í A-úrslitunum sóttu fast að honum þeir Jakob Svavar Sigurðsson, á Glóríu frá Skúfslæk, og Guðmundur F. Björgvinsson á Straumi frá Feti. Leikar fóru þó þannig að lokum að yfirferðartöltið skilaði Bergi himinháum einkunum og þar með skaut hann þeim Jakobi Svavari og Guðmundi ref fyrir rass, kom sér vel fyrir á toppnum og hlaut gullið, með einkunnina 8,83. ,,Þetta var sætt, þetta var gaman,“ sagði Bergur þegar sigurinn var í höfn. En kvöldið var rétt að byrja hjá Bergi. Hann var í toppbaráttunni um efsta sætið í einstaklingskeppninni í Meistaradeildinni og því var hvert stig honum mikilvægt. Hlaut hann 12 stig fyrir sigur í tölti og einnig 5 fyrir árangur í flugskeiði, en nokkrir knapar voru um hituna og hélst spennan allt til loka kvöldsins. Þegar allt var samankomið og útreiknað kom í ljós að Bergur og Árni Björn Pálsson voru jafnir að stigum, með 45 stig hvor. Hafði Bergur hins vegar sigrað oftar í einstökum greinum og samkvæmt reglum var hann því réttmætur sigurvegari Meistaradeildarinnar 2017. „Þetta var gaman. Stóð tæpt en hafðist,“ sagði meistarinn þegar niðurstaðan lá fyrir. En þá er ekki allt upptalið enn því lið Bergs, Gangmyllan, var kjörið skemmtilegasta liðið, var í þriðja sæti í liðakeppninni, auk þess sem hann og liðsmaður hans, Elin Holst, voru kjörin fagmannlegustu knaparnir. Magnaður lokasprettur hjá Bergi. Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi:1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Bergur Jónsson 45 stig Árni Björn Pálsson 45 stig Jakob S. Sigurðsson 43.5 stigLiðakeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Top Reiter 439.5 stig Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 367.5 stig Gangmyllan 351 stig
Hestar Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira