Top Reiter með yfirburði Telma Tómasson skrifar 8. apríl 2017 22:15 Jakob Svavar Sigurðsson átti góðu gengi að fagna á lokakvöldi Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi, en keppt var í tölti og flugskeiði í Samskipahöllinni í Kópavogi. Úrvalshryssa hans, Gloría frá Skúfslæk, var af mörgum álitin betri en nokkru sinni fyrr og hlaut Jakob Svavar annað sætið í tölti eftir frábæra sýningu. Jakob Svavar var efstur að stigum í einstaklingskeppninni fyrir lokakvöldið og hlaut 10 stig fyrir árangur sinn í töltkeppninni. Hann fór hins vegar stigalaus út úr keppninni í flugskeiði og þurfti því að eftirláta tvö efstu sætin öðrum knöpum, þeim Bergi Jónssyni og Árna Birni Pálssyni, en sjálfur hafnaði hann í þriðja sæti. Keppnisárið byrjar þó með stæl hjá Jakobi Svavari og Gloríu, en hann stefnir með hana á úrtöku fyrir heimsmeistaramót í hestaíþróttum sem fer fram í Hollandi í ágúst. Ekki var síðra árangur liðs Jakobs Svavars, Top Reiter, en það varð stigahæst í liðakeppninni með 439.5 stig og hafði þó nokkra yfirburði. Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi: 1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 1. Bergur Jónsson 45 stig 2. Árni Björn Pálsson 45 stig 3. Jakob S. Sigurðsson 43.5 stigLiðakeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 1. Top Reiter 439.5 stig 2. Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 367.5 stig 3. Gangmyllan 351 stig Hestar Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Jakob Svavar Sigurðsson átti góðu gengi að fagna á lokakvöldi Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi, en keppt var í tölti og flugskeiði í Samskipahöllinni í Kópavogi. Úrvalshryssa hans, Gloría frá Skúfslæk, var af mörgum álitin betri en nokkru sinni fyrr og hlaut Jakob Svavar annað sætið í tölti eftir frábæra sýningu. Jakob Svavar var efstur að stigum í einstaklingskeppninni fyrir lokakvöldið og hlaut 10 stig fyrir árangur sinn í töltkeppninni. Hann fór hins vegar stigalaus út úr keppninni í flugskeiði og þurfti því að eftirláta tvö efstu sætin öðrum knöpum, þeim Bergi Jónssyni og Árna Birni Pálssyni, en sjálfur hafnaði hann í þriðja sæti. Keppnisárið byrjar þó með stæl hjá Jakobi Svavari og Gloríu, en hann stefnir með hana á úrtöku fyrir heimsmeistaramót í hestaíþróttum sem fer fram í Hollandi í ágúst. Ekki var síðra árangur liðs Jakobs Svavars, Top Reiter, en það varð stigahæst í liðakeppninni með 439.5 stig og hafði þó nokkra yfirburði. Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi: 1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 1. Bergur Jónsson 45 stig 2. Árni Björn Pálsson 45 stig 3. Jakob S. Sigurðsson 43.5 stigLiðakeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 1. Top Reiter 439.5 stig 2. Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 367.5 stig 3. Gangmyllan 351 stig
Hestar Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira