Jóhann: Langar að prófa KR Smári Jökull Jónsson skrifar 8. apríl 2017 18:43 Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var afar sáttur með sína menn í dag. Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í dag. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík í úrslitum en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í dag. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík í úrslitum en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti