Sprenging í bílasölu það sem af er árinu Ásgeir Erlendsson skrifar 9. apríl 2017 13:45 Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Ef fram heldur sem horfir stefnir í metár í bílasölu. Þetta segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins sem bendir á að salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi að mestu leyti verið til almennings og fyrirtækja en ekki bílaleiga. Í vikunni var sagt frá því að sala nýrra bíla hér á landi hefði aukist um 29% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Landsmenn voru sömuleiðis duglegir við að endurnýja bíla sína í fyrra því árið 2016 var annað söluhæsta árið í bílasölu hér á landi frá upphafi. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði þessa árs stefni í metár í bílasölu. „Árið fer vel af stað, það lítur vel út. Miðað við óbreytt ástand þá förum við í sömu tölu og við vorum í árið 2016 og jafnvel gott betur“. Árið 2005 er söluhæsta ár í sölu nýrra bíla á Íslandi frá upphafi en þá voru seldir 20578 nýir bílar. Bílaleigur hafa verið fyrirferðamiklar í kaupum á nýjum bílum undanfarin ár hér á landi og til að mynda er því spáð að í sumar verði einn af hverjum tíu bílum á götum landsins bílaleigubíll. Özur segir að ef miðað er við sölu þessa árs séu bílaleigur ekki eins fyrirferðamiklar og áður. „Aukningin núna á þessum fyrstu þremur mánuðum, hún er að mestu leyti til einstaklinga og fyrirtækja. Bílaleigurnar eru líka, jú, stórar en ekki jafn stór hluti og verið hefur á undanförnum tveimur árum. Þannig að núna eru einstaklingar meira að taka við sér og endurnýja bílinn, þeir hafa verið að halda að sér höndum eiginlega alveg frá hruni. Það er stórt gat sem á eftir að stoppa í, bílasala eftir hrun datt niður í ekki neitt og var þar í nokkur ár. Það er vöntun á markaðnum, við erum með mjög gamlan bílaflota, einn elsta bílaflota í Evrópu. Það er kannski aðalástæðan,“ segir Özur Lárusson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir stefnir í metár í bílasölu. Þetta segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins sem bendir á að salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi að mestu leyti verið til almennings og fyrirtækja en ekki bílaleiga. Í vikunni var sagt frá því að sala nýrra bíla hér á landi hefði aukist um 29% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Landsmenn voru sömuleiðis duglegir við að endurnýja bíla sína í fyrra því árið 2016 var annað söluhæsta árið í bílasölu hér á landi frá upphafi. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði þessa árs stefni í metár í bílasölu. „Árið fer vel af stað, það lítur vel út. Miðað við óbreytt ástand þá förum við í sömu tölu og við vorum í árið 2016 og jafnvel gott betur“. Árið 2005 er söluhæsta ár í sölu nýrra bíla á Íslandi frá upphafi en þá voru seldir 20578 nýir bílar. Bílaleigur hafa verið fyrirferðamiklar í kaupum á nýjum bílum undanfarin ár hér á landi og til að mynda er því spáð að í sumar verði einn af hverjum tíu bílum á götum landsins bílaleigubíll. Özur segir að ef miðað er við sölu þessa árs séu bílaleigur ekki eins fyrirferðamiklar og áður. „Aukningin núna á þessum fyrstu þremur mánuðum, hún er að mestu leyti til einstaklinga og fyrirtækja. Bílaleigurnar eru líka, jú, stórar en ekki jafn stór hluti og verið hefur á undanförnum tveimur árum. Þannig að núna eru einstaklingar meira að taka við sér og endurnýja bílinn, þeir hafa verið að halda að sér höndum eiginlega alveg frá hruni. Það er stórt gat sem á eftir að stoppa í, bílasala eftir hrun datt niður í ekki neitt og var þar í nokkur ár. Það er vöntun á markaðnum, við erum með mjög gamlan bílaflota, einn elsta bílaflota í Evrópu. Það er kannski aðalástæðan,“ segir Özur Lárusson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent