Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Kristófer lék síðast með KR tímabilið 2012-13. vísir/vilhelm KR-ingar fengu heldur betur liðsstyrk í morgun þegar landsliðsmaðurinn Kristófer Acox lenti á Íslandi eftir að hafa spilað sinn síðasta leik í bandaríska háskólaboltanum. Kristófer er kominn heim til þess að spila körfubolta með uppeldisfélagi sínu, KR, og verður með Vesturbæingum í leik tvö gegn Keflavík eftir helgi. Deildar- og bikarmeistararnir voru ekki árennilegir fyrir og með Kristófer innanborðs verða þeir enn líklegri en ella til að verða Íslandsmeistarar fjórða árið í röð.Kemur heim í toppformi „Úrslitakeppni Domino’s-deildarinnar verður úrslitakeppni númer tvö hjá mér,“ segir Kristófer léttur en hann var þá staddur í New Jersey að bíða eftir fluginu heim til Íslands. Það leyndi sér ekki að hann var orðinn mjög spenntur að komast heim. „Ég kem auðvitað heim í mjög góðu formi eftir tímabilið hérna úti. Það verður fínt að komast aftur heim í íslenskan körfubolta. Ég get ekki beðið eftir að byrja að spila aftur með KR. Það er mjög svekkjandi að missa af fyrsta leiknum og þurfa að fara beint í Sláturhúsið. Það verður samt mjög gaman líka.“ Það hafa verið sögusagnir ansi lengi um að Kristófer ætlaði sér að reyna að spila í úrslitakeppninni með KR. Hvorki hann né Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, hafa viljað staðfesta þær sögur en alltaf sagt að það sé möguleiki. Kristófer var byrjaður að undirbúa komu sína aftur í KR um síðustu jól.Langur undirbúningur „Ég ræddi þetta við Pál Kolbeinsson um jólin. Upprunalega planið var að ég myndi fljúga degi fyrr heim og næði því fyrsta leiknum gegn Keflavík. Við vorum ekki að reikna með að ég væri enn að spila á þessum tíma með skólanum mínum,“ segir Kristófer en þegar hann fór aftur út um áramótin sá hann til þess, í samráði við kennara sína, að hann gæti farið heim strax eftir körfuboltann og klárað námið sitt frá Íslandi. „Ég fór og hitti alla kennarana sem og námsráðgjafa og við settum upp þá daga sem ég myndi missa af þegar ég færi til Íslands. Það gekk upp að ég gæti farið heim og klárað námið þar. Skólinn var til í að vinna með mér sem var frábært. Þetta er búið að vera mikið plan og ekkert sem var ákveðið í síðustu viku. Við vildum samt ekki gefa neitt út of snemma. Höfum spilað smá póker.“Spilar með KR næsta vetur Þessi gríðarlega öflugi leikmaður er ekki bara að koma heim til þess að spila með KR í úrslitakeppninni núna heldur stefnir hann á að vera áfram í herbúðum KR næsta vetur. Svo ætlar hann að reyna að komast að erlendis. „Mig langar að komast heim og vera í eitt ár heima eftir fjögur ár úti. Mig langar að prófa að vera atvinnumaður í eitt ár heima og fókusera á að spila mína atvinnumannsstöðu áður en ég fer út. Nýta næsta vetur sem undirbúning fyrir atvinnumennskuna. Svo er líka gott að komast heim og vera þar aðeins. Hlaða batteríin áður en ég fer vonandi aftur út,“ segir Kristófer en hann segist vita að mörgum finnist fáránlegt að hann geti hoppað inn í lið KR í miðri úrslitakeppni en þannig séu reglurnar og því eðlilegt að hann nýti sér það. Hann vill spila fyrir KR. „Ég er bara að koma heim til að hjálpa mínu félagi. Ekki að það þurfi neitt sérstaklega hjálp enda liðið mjög sterkt. Ég er bara að koma til að hjálpa en ekki til að taka eitthvað yfir. Ég vil bara spila.“Yfirlýsing KR:Það er svo sannarlega gleðiefni að bjóða Kristófer Acox velkominn aftur heim í KR. Þessi uppaldi KR-ingur hefur heldur betur látið taka til sín í háskólaboltanum undanfarin ár og mun án efa styrkja þrefalda Íslandsmeistara KR.Kristófer lauk keppni í háskólaboltanum á miðvikudagskvöldið og þá var ljóst að hann væri allra ferða frjáls til að koma heim og leika með sínu uppeldisfélagi.Heimkoma Kristófers er svo sannarlega frábær fyrir úrslitakeppni Dominos deildar karla og ljóst að margir munu fylgjast grannt með keppninni. Bæði á leikjunum sjálfum og á Stöð 2 Sport og er þessi viðbót við KR liðið skemmtilegt krydd á frábæra keppni og umgjörð.Fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR og allra KR-inga þá bjóðum við Kristófer hjartanlega velkominn aftur heim.Böðvar E. GuðjónssonFormaður Meistaraflokksráðs KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana KR rúllaði yfir Keflavík, 90-71, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 30. mars 2017 20:45 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
KR-ingar fengu heldur betur liðsstyrk í morgun þegar landsliðsmaðurinn Kristófer Acox lenti á Íslandi eftir að hafa spilað sinn síðasta leik í bandaríska háskólaboltanum. Kristófer er kominn heim til þess að spila körfubolta með uppeldisfélagi sínu, KR, og verður með Vesturbæingum í leik tvö gegn Keflavík eftir helgi. Deildar- og bikarmeistararnir voru ekki árennilegir fyrir og með Kristófer innanborðs verða þeir enn líklegri en ella til að verða Íslandsmeistarar fjórða árið í röð.Kemur heim í toppformi „Úrslitakeppni Domino’s-deildarinnar verður úrslitakeppni númer tvö hjá mér,“ segir Kristófer léttur en hann var þá staddur í New Jersey að bíða eftir fluginu heim til Íslands. Það leyndi sér ekki að hann var orðinn mjög spenntur að komast heim. „Ég kem auðvitað heim í mjög góðu formi eftir tímabilið hérna úti. Það verður fínt að komast aftur heim í íslenskan körfubolta. Ég get ekki beðið eftir að byrja að spila aftur með KR. Það er mjög svekkjandi að missa af fyrsta leiknum og þurfa að fara beint í Sláturhúsið. Það verður samt mjög gaman líka.“ Það hafa verið sögusagnir ansi lengi um að Kristófer ætlaði sér að reyna að spila í úrslitakeppninni með KR. Hvorki hann né Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, hafa viljað staðfesta þær sögur en alltaf sagt að það sé möguleiki. Kristófer var byrjaður að undirbúa komu sína aftur í KR um síðustu jól.Langur undirbúningur „Ég ræddi þetta við Pál Kolbeinsson um jólin. Upprunalega planið var að ég myndi fljúga degi fyrr heim og næði því fyrsta leiknum gegn Keflavík. Við vorum ekki að reikna með að ég væri enn að spila á þessum tíma með skólanum mínum,“ segir Kristófer en þegar hann fór aftur út um áramótin sá hann til þess, í samráði við kennara sína, að hann gæti farið heim strax eftir körfuboltann og klárað námið sitt frá Íslandi. „Ég fór og hitti alla kennarana sem og námsráðgjafa og við settum upp þá daga sem ég myndi missa af þegar ég færi til Íslands. Það gekk upp að ég gæti farið heim og klárað námið þar. Skólinn var til í að vinna með mér sem var frábært. Þetta er búið að vera mikið plan og ekkert sem var ákveðið í síðustu viku. Við vildum samt ekki gefa neitt út of snemma. Höfum spilað smá póker.“Spilar með KR næsta vetur Þessi gríðarlega öflugi leikmaður er ekki bara að koma heim til þess að spila með KR í úrslitakeppninni núna heldur stefnir hann á að vera áfram í herbúðum KR næsta vetur. Svo ætlar hann að reyna að komast að erlendis. „Mig langar að komast heim og vera í eitt ár heima eftir fjögur ár úti. Mig langar að prófa að vera atvinnumaður í eitt ár heima og fókusera á að spila mína atvinnumannsstöðu áður en ég fer út. Nýta næsta vetur sem undirbúning fyrir atvinnumennskuna. Svo er líka gott að komast heim og vera þar aðeins. Hlaða batteríin áður en ég fer vonandi aftur út,“ segir Kristófer en hann segist vita að mörgum finnist fáránlegt að hann geti hoppað inn í lið KR í miðri úrslitakeppni en þannig séu reglurnar og því eðlilegt að hann nýti sér það. Hann vill spila fyrir KR. „Ég er bara að koma heim til að hjálpa mínu félagi. Ekki að það þurfi neitt sérstaklega hjálp enda liðið mjög sterkt. Ég er bara að koma til að hjálpa en ekki til að taka eitthvað yfir. Ég vil bara spila.“Yfirlýsing KR:Það er svo sannarlega gleðiefni að bjóða Kristófer Acox velkominn aftur heim í KR. Þessi uppaldi KR-ingur hefur heldur betur látið taka til sín í háskólaboltanum undanfarin ár og mun án efa styrkja þrefalda Íslandsmeistara KR.Kristófer lauk keppni í háskólaboltanum á miðvikudagskvöldið og þá var ljóst að hann væri allra ferða frjáls til að koma heim og leika með sínu uppeldisfélagi.Heimkoma Kristófers er svo sannarlega frábær fyrir úrslitakeppni Dominos deildar karla og ljóst að margir munu fylgjast grannt með keppninni. Bæði á leikjunum sjálfum og á Stöð 2 Sport og er þessi viðbót við KR liðið skemmtilegt krydd á frábæra keppni og umgjörð.Fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR og allra KR-inga þá bjóðum við Kristófer hjartanlega velkominn aftur heim.Böðvar E. GuðjónssonFormaður Meistaraflokksráðs KR
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana KR rúllaði yfir Keflavík, 90-71, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 30. mars 2017 20:45 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana KR rúllaði yfir Keflavík, 90-71, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 30. mars 2017 20:45