Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. mars 2017 21:26 Grímur Sæmundsson á fundinum í dag. Vísir/Eyþór Ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar, en breytingin á að taka gildi í júlí á næsta ári. Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með þessa tillögu og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. Á fundinum var samþykkt harðorð ályktun þar sem fundarmenn mótmæltu harðlega þessum skattahækkunum ríkisstjórnarinnar. Í henni segir meðal annars að mikil gengisstyrking og kostnaðarhækkanir stefni nú þegar afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu í mikla hættu. „Ferðaþjónustan er grunnstoð í íslensku atvinnulífi og með óyfirveguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er vegið að framtíðarmöguleikum greinarinnar og íslensku efnahagslífi,“ segir í ályktuninni. Um klukkan sex fóru forystumenn samtakanna á fund fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra í fjármálaráðuneytinu. „Þetta er ekki í neinu samráði við greinina, það er ekkert samráð við okkur haft. Þessu er skellt fram í tengslum við ríkisfjármálaáætlun sem á að leggja fram á morgun. Það er ljóst að álögur á greinina munu aukast um 16 til 20 milljarða á ári, 2019 þegar þessar breytingar eru að fullu komnar til framkvæmda. Og ég spyr bara hvaða atvinnugrein á að standa undir slíkum auknum álögum,“ segir Grímur Sæmundsson, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.Þið hafið verið að funda með fjármálaráðherra, hefur hann sýnt þessum kröfum ykkar skilning? „Við vorum hér á fundi með fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra. Þar sem við gagnrýndum þetta samráðsleysi og að það sé opnað á að það sé reynt að vinna í þessum málum í samvinnu við greinina eins og við höfum horft til að gert væri. Þess vegna vorum við að setja á stofn stjórnstöð ferðamála á sínum tíma til að þróa nýja starfshætti milli stjórnvalda og atvinnulífsins og okkur finnst þetta ekki vera í samræmi við þau áform.“Viljið þið fá meiri frest áður en þessi skattur verður lagður á, eða viljið þið bara alls ekki að hann verði hækkaður? „Númer eitt væri að það væri gerð einhver greining á áhrifum þessara áforma á greinina. Það liggur engin greining fyrir að hálfu fjármálaráðherra eða ferðamálaráðherra á því hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtæki í greininni. Það liggur alveg fyrir að við erum að horfa til þess að það verður engin fjárfesting á landsbyggðinni, menn fara ekki í fjárfestingar þar. Gististaðirnir, það eru enn skekktari samkeppnisstaða heldur en nú er vegna leyfislausrar starfsemi og lítil og minni fyrirtæki þau munu fara mjög halloka í þessu.Ályktun samtakanna í heild sinni:Reiðarslag fyrir ferðaþjónustuVerði virðisaukaskattur á ferðaþjónustu tvöfaldaður eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa boðað mun það hafa í för með sér grafalvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki og starfsfólk í ferðaþjónustu um land allt.Afleiðingarnar verða alvarlegastar fyrir landsbyggðina sem á nú þegar undir högg að sækja þegar kemur að ferðaþjónustu.Mikil gengisstyrking og kostnaðarhækkanir stefna nú þegar afkomu fyrirtækja í greininni í mikla hættu. Með boðuðum skattahækkunum ríkisstjórnarinnar versnar samkeppnishæfni Íslands til mikilla muna.Ferðaþjónustan er grunnstoð í íslensku atvinnulífi og með óyfirveguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er vegið að framtíðarmöguleikum greinarinnar og íslensku efnahagslífi.Ferðaþjónusta er í eðli sínu alþjóðleg atvinnugrein. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki starfa því á alþjóðlegum markaði og í samkeppni við erlenda áfangastaði þar sem ferðaþjónustan er almennt í lægri þrepum virðisaukaskattskerfisins. Það hefur sýnt sig að þau lönd sem eru t.a.m. með gististaði í efri skattþrepum hafa lotið í lægra haldi í samkeppni við aðra áfangastaði. Tillögur um hækkun á virðisaukaskatti vega þannig alvarlega að samkeppnishæfni Íslands.Þá lýsa Samtök ferðaþjónustunnar yfir miklum vonbrigðum með samráðsleysi stjórnvalda þegar kemur að eins umfangsmiklum breytingum og fyrirhugaðar hækkanir eru.Fjölmennur félagsfundur Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á ríkisstjórnina að láta af áformum um hækkun virðisaukaskatts á íslenska ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar, en breytingin á að taka gildi í júlí á næsta ári. Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með þessa tillögu og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. Á fundinum var samþykkt harðorð ályktun þar sem fundarmenn mótmæltu harðlega þessum skattahækkunum ríkisstjórnarinnar. Í henni segir meðal annars að mikil gengisstyrking og kostnaðarhækkanir stefni nú þegar afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu í mikla hættu. „Ferðaþjónustan er grunnstoð í íslensku atvinnulífi og með óyfirveguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er vegið að framtíðarmöguleikum greinarinnar og íslensku efnahagslífi,“ segir í ályktuninni. Um klukkan sex fóru forystumenn samtakanna á fund fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra í fjármálaráðuneytinu. „Þetta er ekki í neinu samráði við greinina, það er ekkert samráð við okkur haft. Þessu er skellt fram í tengslum við ríkisfjármálaáætlun sem á að leggja fram á morgun. Það er ljóst að álögur á greinina munu aukast um 16 til 20 milljarða á ári, 2019 þegar þessar breytingar eru að fullu komnar til framkvæmda. Og ég spyr bara hvaða atvinnugrein á að standa undir slíkum auknum álögum,“ segir Grímur Sæmundsson, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.Þið hafið verið að funda með fjármálaráðherra, hefur hann sýnt þessum kröfum ykkar skilning? „Við vorum hér á fundi með fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra. Þar sem við gagnrýndum þetta samráðsleysi og að það sé opnað á að það sé reynt að vinna í þessum málum í samvinnu við greinina eins og við höfum horft til að gert væri. Þess vegna vorum við að setja á stofn stjórnstöð ferðamála á sínum tíma til að þróa nýja starfshætti milli stjórnvalda og atvinnulífsins og okkur finnst þetta ekki vera í samræmi við þau áform.“Viljið þið fá meiri frest áður en þessi skattur verður lagður á, eða viljið þið bara alls ekki að hann verði hækkaður? „Númer eitt væri að það væri gerð einhver greining á áhrifum þessara áforma á greinina. Það liggur engin greining fyrir að hálfu fjármálaráðherra eða ferðamálaráðherra á því hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtæki í greininni. Það liggur alveg fyrir að við erum að horfa til þess að það verður engin fjárfesting á landsbyggðinni, menn fara ekki í fjárfestingar þar. Gististaðirnir, það eru enn skekktari samkeppnisstaða heldur en nú er vegna leyfislausrar starfsemi og lítil og minni fyrirtæki þau munu fara mjög halloka í þessu.Ályktun samtakanna í heild sinni:Reiðarslag fyrir ferðaþjónustuVerði virðisaukaskattur á ferðaþjónustu tvöfaldaður eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa boðað mun það hafa í för með sér grafalvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki og starfsfólk í ferðaþjónustu um land allt.Afleiðingarnar verða alvarlegastar fyrir landsbyggðina sem á nú þegar undir högg að sækja þegar kemur að ferðaþjónustu.Mikil gengisstyrking og kostnaðarhækkanir stefna nú þegar afkomu fyrirtækja í greininni í mikla hættu. Með boðuðum skattahækkunum ríkisstjórnarinnar versnar samkeppnishæfni Íslands til mikilla muna.Ferðaþjónustan er grunnstoð í íslensku atvinnulífi og með óyfirveguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er vegið að framtíðarmöguleikum greinarinnar og íslensku efnahagslífi.Ferðaþjónusta er í eðli sínu alþjóðleg atvinnugrein. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki starfa því á alþjóðlegum markaði og í samkeppni við erlenda áfangastaði þar sem ferðaþjónustan er almennt í lægri þrepum virðisaukaskattskerfisins. Það hefur sýnt sig að þau lönd sem eru t.a.m. með gististaði í efri skattþrepum hafa lotið í lægra haldi í samkeppni við aðra áfangastaði. Tillögur um hækkun á virðisaukaskatti vega þannig alvarlega að samkeppnishæfni Íslands.Þá lýsa Samtök ferðaþjónustunnar yfir miklum vonbrigðum með samráðsleysi stjórnvalda þegar kemur að eins umfangsmiklum breytingum og fyrirhugaðar hækkanir eru.Fjölmennur félagsfundur Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á ríkisstjórnina að láta af áformum um hækkun virðisaukaskatts á íslenska ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira