Skýrsla Kidda Gun: Bekkurinn hjá Keflavík eins og hárlaus mannapi í Himalaya-fjöllum Kristinn G. Friðriksson skrifar 31. mars 2017 10:30 Darri Hilmarsson spilaði stórvel. vísir/ernir Það voru þeir sem gerðu sér vonir um að þessi sería milli KR og Keflavíkur yrði eitthvað til að gera veður útaf; spennuþrungin rimma með fyrirheit um glansandi leik beggja liða, þar sem baráttan yrði í algleymingi og úrslitin réðust í oddaleik. Þessum röddum svöruðu KR-ingar á mjög svo afgerandi hátt í gærkveldi þegar Keflvíkingar mættu í DHL-höllina (ég ætti kannski að segja, þegar nokkrir Keflvíkingar mættu … því það liggur ljóst fyrir að Keflvíkingar mættu einfaldlega ekki með fullskipað lið; lykilmenn þess hefðu allt eins getað verið setið heima, slík var frammistaðan).Gangur og ógöngur leiks Keflvíkingar náðu að halda í við KR-liðið í fyrsta fjórðung en á engum tímapunkti í þeim leikhluta leit liðið vel út gerandi það. Amin Stevens hélt liðinu á floti sóknarlega án þess þó að sóknin gengi mjög vel hjá liðinu. Allar aðgerðir KR voru mun áreynsluminni og þrátt fyrir að leiða aðeins með þremur stigum eftir fyrstu tíu mínúturnar þá var fyrsti hluti lúmskur fyrirboði þess sem kom í seinni hálfleiknum. Liðin skiptust á forystu tíu sinnum í fyrri hálfleiknum og ég er viss um að sumir keflvískir hafa haldið að útaf því hafi leikurinn verið í járnum; svo var hinsvegar ekki. KR hafði alltaf betri tök á öllum sínum aðgerðum í fyrri hálfleik, sem og aðgerðum gestanna að sunnan. Keflvíkingar náðu aldrei að spila sinn leik eða komast í það sóknarflæði sem einkennt hefur leik liðsins að undanförnu; liðið hitti fyrir ofjarl sinn á öllum sviðum og lykilmenn liðsins, fyrir utan Stevens, gátu einfaldlega ekki athafnað sig að einhverju ráði, hvorki sóknarlega né varnarlega. Veggur og velta Keflvíkinga, sem hefur beinlínis matað liðið í vetur, var tekin úr umferð með frábærum varnarleik KR. Stevens komst lítið áleiðis í kerfinu (þrátt fyrir að hafa skorað 25 stig í leiknum) og þurfti að hafa mikið fyrir sínu. Hörður Axel Vilhjálmsson átti einfaldlega sinn versta leik í vetur – tók oft léleg skot uppúr hindruninni ásamt því að vera algjörlega laus við þá sköpunargleði og áræðni upp að körfu sem hefur einkennt hans bestu leiki. Þrátt fyrir að veggur og velta hafi ekki verið að virka fyrir liðið þá hitti Keflavík úr nokkrum þristum – Ágúst Orrason átti ágæta innkomu og setti tvo slíka í fyrri hálfleik - og náðu að hnoða inn nokkrum stigum sem gáfu tálsýnina að leikur liðsins þyrfti aðeins smá lagfæringu í hálfleik. Þetta vil ég meina að hafi verið ákveðin veruleikafirring því mjög snemma leiks sást að liðsheildin var ekki að virka; andrúmsloftið í liðinu; getuleysið í vörn og vanmátturinn í sókn gegn varnarskipulagi KR var áberandi.Philip Alawoya reynir að troða.vísir/ernirTálsýn sem varð að martröð Keflvíkingar þurftu mjög nauðsynlega að hefja seinni hálfleikinn eins og að liðið hefði snarbatnað inní klefanum; flugbeitt og tilbúið að snúa við blaðinu og mæta KR eins og karlmenn. Darri Hilmarsson skorar; Reggie Dupree fær dæmdan á sig ruðning en setur svo þrist og munurinn fjögur stig. Á næstu átta mínútum tóku KR-ingar sig hinsvegar til og gerðu útum leikinn og horfðu aldrei í baksýnisspegilinn. Staðan fyrir fjórða hluta 71-55 – KR vann þriðja hluta 25-14 og alveg hreint útilokað að teikna upp mynd sem gaf til kynna að þessi þróun myndi snúast við. Fjórði hluti var í raun bara formsatriði að spila; KR hafði öll völd á vellinum og gat leyft sér að slaka á. Eftir að hafa náð tuttugu og eins stigs forskoti kom stutt áhlaup frá gestunum, dauðakippir í raun, en þá smelltu KR-ingar aftur í gír og gerðu vonir þeirra allra bjartsýnustu að engu. Sigurinn aldrei í hættu og m.a.s. Amin Stevens gat ekki rönd við reist, en hann skoraði ekki nema átta stig í seinni hálfleik. KR-liðið var svo áberandi betra í þessum leik að Keflvíkingar hljóta, og verða, að hafa þungar áhyggjur; munurinn var sláandi.Friðrik Ingi og Reggie Dupree ræðast við.vísir/ernirKeflavík keflað Það skiptir litlu hvar drepið er niður í leik Keflavíkur, niðurstaðan er skelfileg. Veggur og velta liðsins var tekin úr umferð og það sem eftir stóð var mjög bitlaust, tilviljunarkennt og innihaldslaust. Þessi staðreynd um sóknarleik liðsins átti samt ekki að vera aðalatriðið í þessum leik. Varnarleikurinn átti að vera megin fókus liðsins en hann náði aldrei að hafa hemil á þeim mörgu og þungu sóknarvopnum sem KR mættu með til leiks; sex leikmenn KR skora tíu stig eða meira. KR-ingar áttu alltaf svör við vörn gestanna, sem sýndi verulega góðar hliðar í einvígi sínu við Tindastól. Varnarleikur Keflavík hafði ekkert plan B og kannski ekkert skrítið þar sem niðurstaðan í leiknum var flestum kunn alltof snemma í leiknum. Friðrik Ingi, þjálfari Keflavíkur, hefði í raun alveg mátt taka byrjunarliðið útaf þegar átta mínútur voru eftir og hvílt. Það fór ekki framhjá neinum að byrjunarliðið var í fullkomnu þroti og hefði bara gott af því að hvílast. Hörður Axel, Guðmundur Jónsson og Magnús Már Traustason voru allir sérlega daprir. Þetta eru samt ekki verstu tíðindin því það sem þarf að hafa áhyggjur af er liðsheildin og hvernig hún brást við þeirri vörn sem KR setti á vegg og veltu Keflavíkur. Sókn Keflavíkur var skákuð og mátuð snemma og svörin voru engin, heldur tvístraðist liðið í höfuðáttirnar fjórar, með Stevens aleinan í miðju stormsins að vinna vinnuna sína. Það er galið að heyra sjálfan sig segja að hann hafi ekki átt sinn besta leik – maðurinn skoraði 25 stig, tók 24 fráköst, fiskaði 10 villur, gaf 4 stoðsendingar og skilaði 43 framlagspunktum af 72 liðsins! En hann átti ekki sinn besta leik. Hörður Axel er foringi þessa liðs og þegar hann spilar vel eru yfirgnæfandi líkur að liðsheildin virki vel. Hann náði aldrei að nýta sér sóknarvopnin sem skapast iðulega í vegg og veltu-kerfi liðsins og í stað þess að breyta eitthvað til þá var reynt að hjakka í sama farinu og ekkert breyttist.Ágúst Orrason setti niður tvo þrista.vísir/ernirByrjunarlið og bekkur Hvaða valkosti hefur Keflvík til breytinga? Bekkurinn býður ekki uppá neitt sem hægt að kalla „leikbreyti”(e. gamechanger) og þess vegna verður liðið, þ.e. byrjunarliðið, að fara í skotgrafirnar og finna svör í sínum varnarleik, ásamt því að finna aðrar sóknarleiðir. Álagið á byrjunarliðinu er algjörlega fáránlegt og alveg klárt mál að Keflavíkurliðið hefur enga burði til þess að halda út fimm leikja seríu með KR. Af þeim 200 mínútum sem í boði voru í gær spilaði byrjunarlið Keflavíkur 168,49 mínútur! Hjá KR var talan 138 og þótti mér Finnur Stefánsson, þjálfari KR, nokkuð spar á sína varamenn í gær. Það einfaldlega stenst ekki skoðun að ætla Keflavíkurliðinu sigur í þessu einvígi þegar þessa jöfnu verður að leggja til grundvallar slíkri fullyrðingu. Byrjunarlið Keflavíkur er vissulega gott en slíkt tal á heima í fantasíu því það er ekki nóg að spila á sex mönnum í seríu gegn KR. Ef byrjunarliðið spilar ekki vel er valkostir liðsins uppurnir. Bekkurinn hjá Keflavík lítur út eins og hárlaus mannapi í Himanlaya-fjöllum; varnarlaus, á meðan KR-bekkurinn lítur út eins og kafloðin silfurbaksgórilla barmafull af testósteróni! Það er ekki hægt að líkja þessu saman og það sást alltof augljóslega í gær; bekkur KR skoraði 32 stig og skilaði 40 framlagspunktum. Keflavíkurbekkur skilaði 8 stigum og 3 framlagspunktum.Pavel Ermonlinskij átti góðan leik.vísir/ernirÞað KRaumaði í KR Þrátt fyrir kæruleysislegt yfirbragð í varnarleik sínum í fyrri hálfleik og níu tapaða bolta (17 í heild) virtist liðið alltaf vera með fullkomna stjórn á öllum sínum aðgerðum og aðgerðum mótherjans. Leikgleðin, einbeitingin og ákefðin voru langt fyrir ofan allt sem Keflvíkingar komu með til leiks. Sóknin var frábær og að henni komu allir leikmenn sem voru inná hverju sinni. Leikmenn fundu veikleika, nýttu sér þá og tóku sinn tíma þegar á þurfti. Þegar tækifærin gáfust hlupu KR hraðaupphlaup. Hraða leiksins var alfarið stjórnað af KR, sem gat skipt um gír eins og rallýökumaður. Varnarleikur liðsins á vegg og veltu Keflavíkur var mjög góður, líklega það besta sem hefur sést gegn liðinu á árinu. Færslur eftir skiptingar á hindrunum voru góðar, önnur hjálpin góð og virtist engu máli skipta hver lenti á hverjum, alltaf þurfti mótherjinn að hafa mikið fyrir sínu. Þetta var hinn fullkomni leikur fyrir KR til þess að keyra sig almennilega í gang í leit sinni að fjórða Íslandsmeistaratitli. Áran yfir liðinu var sú meistaraára sem fylgt hefur liðinu síðustu ár. Darri Hilmarsson átti næstum fullkominn leik, hitti úr öllum sínum skotum, skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og skilaði 28 framlagspunktum! Þórir Þorbjarnarson átti frábæra innkomu af bekknum, sem og Sigurður Þorvaldsson; Brynjar Björnsson og Jón Arnór Stefánsson voru traustir og Pavel Ermolinski stjórnaði leiknum af stakri snilld. Þegar þessi mannskapur spilar svona er ekkert lið sem getur átt við hann. Yfirburðirnir voru algerir og liðsheildin hreint geggjuð. Þeir sem halda því fram að Keflavík hafi verið inní leiknum í fyrri hálfleik eru á villigötum; KR hélt um taumana frá byrjun og stýrði atburðarrásinni, svo ég vitni í Fannar Ólafsson, „Gleymdu hugmyndinni!“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana KR rúllaði yfir Keflavík, 90-71, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 30. mars 2017 20:45 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Það voru þeir sem gerðu sér vonir um að þessi sería milli KR og Keflavíkur yrði eitthvað til að gera veður útaf; spennuþrungin rimma með fyrirheit um glansandi leik beggja liða, þar sem baráttan yrði í algleymingi og úrslitin réðust í oddaleik. Þessum röddum svöruðu KR-ingar á mjög svo afgerandi hátt í gærkveldi þegar Keflvíkingar mættu í DHL-höllina (ég ætti kannski að segja, þegar nokkrir Keflvíkingar mættu … því það liggur ljóst fyrir að Keflvíkingar mættu einfaldlega ekki með fullskipað lið; lykilmenn þess hefðu allt eins getað verið setið heima, slík var frammistaðan).Gangur og ógöngur leiks Keflvíkingar náðu að halda í við KR-liðið í fyrsta fjórðung en á engum tímapunkti í þeim leikhluta leit liðið vel út gerandi það. Amin Stevens hélt liðinu á floti sóknarlega án þess þó að sóknin gengi mjög vel hjá liðinu. Allar aðgerðir KR voru mun áreynsluminni og þrátt fyrir að leiða aðeins með þremur stigum eftir fyrstu tíu mínúturnar þá var fyrsti hluti lúmskur fyrirboði þess sem kom í seinni hálfleiknum. Liðin skiptust á forystu tíu sinnum í fyrri hálfleiknum og ég er viss um að sumir keflvískir hafa haldið að útaf því hafi leikurinn verið í járnum; svo var hinsvegar ekki. KR hafði alltaf betri tök á öllum sínum aðgerðum í fyrri hálfleik, sem og aðgerðum gestanna að sunnan. Keflvíkingar náðu aldrei að spila sinn leik eða komast í það sóknarflæði sem einkennt hefur leik liðsins að undanförnu; liðið hitti fyrir ofjarl sinn á öllum sviðum og lykilmenn liðsins, fyrir utan Stevens, gátu einfaldlega ekki athafnað sig að einhverju ráði, hvorki sóknarlega né varnarlega. Veggur og velta Keflvíkinga, sem hefur beinlínis matað liðið í vetur, var tekin úr umferð með frábærum varnarleik KR. Stevens komst lítið áleiðis í kerfinu (þrátt fyrir að hafa skorað 25 stig í leiknum) og þurfti að hafa mikið fyrir sínu. Hörður Axel Vilhjálmsson átti einfaldlega sinn versta leik í vetur – tók oft léleg skot uppúr hindruninni ásamt því að vera algjörlega laus við þá sköpunargleði og áræðni upp að körfu sem hefur einkennt hans bestu leiki. Þrátt fyrir að veggur og velta hafi ekki verið að virka fyrir liðið þá hitti Keflavík úr nokkrum þristum – Ágúst Orrason átti ágæta innkomu og setti tvo slíka í fyrri hálfleik - og náðu að hnoða inn nokkrum stigum sem gáfu tálsýnina að leikur liðsins þyrfti aðeins smá lagfæringu í hálfleik. Þetta vil ég meina að hafi verið ákveðin veruleikafirring því mjög snemma leiks sást að liðsheildin var ekki að virka; andrúmsloftið í liðinu; getuleysið í vörn og vanmátturinn í sókn gegn varnarskipulagi KR var áberandi.Philip Alawoya reynir að troða.vísir/ernirTálsýn sem varð að martröð Keflvíkingar þurftu mjög nauðsynlega að hefja seinni hálfleikinn eins og að liðið hefði snarbatnað inní klefanum; flugbeitt og tilbúið að snúa við blaðinu og mæta KR eins og karlmenn. Darri Hilmarsson skorar; Reggie Dupree fær dæmdan á sig ruðning en setur svo þrist og munurinn fjögur stig. Á næstu átta mínútum tóku KR-ingar sig hinsvegar til og gerðu útum leikinn og horfðu aldrei í baksýnisspegilinn. Staðan fyrir fjórða hluta 71-55 – KR vann þriðja hluta 25-14 og alveg hreint útilokað að teikna upp mynd sem gaf til kynna að þessi þróun myndi snúast við. Fjórði hluti var í raun bara formsatriði að spila; KR hafði öll völd á vellinum og gat leyft sér að slaka á. Eftir að hafa náð tuttugu og eins stigs forskoti kom stutt áhlaup frá gestunum, dauðakippir í raun, en þá smelltu KR-ingar aftur í gír og gerðu vonir þeirra allra bjartsýnustu að engu. Sigurinn aldrei í hættu og m.a.s. Amin Stevens gat ekki rönd við reist, en hann skoraði ekki nema átta stig í seinni hálfleik. KR-liðið var svo áberandi betra í þessum leik að Keflvíkingar hljóta, og verða, að hafa þungar áhyggjur; munurinn var sláandi.Friðrik Ingi og Reggie Dupree ræðast við.vísir/ernirKeflavík keflað Það skiptir litlu hvar drepið er niður í leik Keflavíkur, niðurstaðan er skelfileg. Veggur og velta liðsins var tekin úr umferð og það sem eftir stóð var mjög bitlaust, tilviljunarkennt og innihaldslaust. Þessi staðreynd um sóknarleik liðsins átti samt ekki að vera aðalatriðið í þessum leik. Varnarleikurinn átti að vera megin fókus liðsins en hann náði aldrei að hafa hemil á þeim mörgu og þungu sóknarvopnum sem KR mættu með til leiks; sex leikmenn KR skora tíu stig eða meira. KR-ingar áttu alltaf svör við vörn gestanna, sem sýndi verulega góðar hliðar í einvígi sínu við Tindastól. Varnarleikur Keflavík hafði ekkert plan B og kannski ekkert skrítið þar sem niðurstaðan í leiknum var flestum kunn alltof snemma í leiknum. Friðrik Ingi, þjálfari Keflavíkur, hefði í raun alveg mátt taka byrjunarliðið útaf þegar átta mínútur voru eftir og hvílt. Það fór ekki framhjá neinum að byrjunarliðið var í fullkomnu þroti og hefði bara gott af því að hvílast. Hörður Axel, Guðmundur Jónsson og Magnús Már Traustason voru allir sérlega daprir. Þetta eru samt ekki verstu tíðindin því það sem þarf að hafa áhyggjur af er liðsheildin og hvernig hún brást við þeirri vörn sem KR setti á vegg og veltu Keflavíkur. Sókn Keflavíkur var skákuð og mátuð snemma og svörin voru engin, heldur tvístraðist liðið í höfuðáttirnar fjórar, með Stevens aleinan í miðju stormsins að vinna vinnuna sína. Það er galið að heyra sjálfan sig segja að hann hafi ekki átt sinn besta leik – maðurinn skoraði 25 stig, tók 24 fráköst, fiskaði 10 villur, gaf 4 stoðsendingar og skilaði 43 framlagspunktum af 72 liðsins! En hann átti ekki sinn besta leik. Hörður Axel er foringi þessa liðs og þegar hann spilar vel eru yfirgnæfandi líkur að liðsheildin virki vel. Hann náði aldrei að nýta sér sóknarvopnin sem skapast iðulega í vegg og veltu-kerfi liðsins og í stað þess að breyta eitthvað til þá var reynt að hjakka í sama farinu og ekkert breyttist.Ágúst Orrason setti niður tvo þrista.vísir/ernirByrjunarlið og bekkur Hvaða valkosti hefur Keflvík til breytinga? Bekkurinn býður ekki uppá neitt sem hægt að kalla „leikbreyti”(e. gamechanger) og þess vegna verður liðið, þ.e. byrjunarliðið, að fara í skotgrafirnar og finna svör í sínum varnarleik, ásamt því að finna aðrar sóknarleiðir. Álagið á byrjunarliðinu er algjörlega fáránlegt og alveg klárt mál að Keflavíkurliðið hefur enga burði til þess að halda út fimm leikja seríu með KR. Af þeim 200 mínútum sem í boði voru í gær spilaði byrjunarlið Keflavíkur 168,49 mínútur! Hjá KR var talan 138 og þótti mér Finnur Stefánsson, þjálfari KR, nokkuð spar á sína varamenn í gær. Það einfaldlega stenst ekki skoðun að ætla Keflavíkurliðinu sigur í þessu einvígi þegar þessa jöfnu verður að leggja til grundvallar slíkri fullyrðingu. Byrjunarlið Keflavíkur er vissulega gott en slíkt tal á heima í fantasíu því það er ekki nóg að spila á sex mönnum í seríu gegn KR. Ef byrjunarliðið spilar ekki vel er valkostir liðsins uppurnir. Bekkurinn hjá Keflavík lítur út eins og hárlaus mannapi í Himanlaya-fjöllum; varnarlaus, á meðan KR-bekkurinn lítur út eins og kafloðin silfurbaksgórilla barmafull af testósteróni! Það er ekki hægt að líkja þessu saman og það sást alltof augljóslega í gær; bekkur KR skoraði 32 stig og skilaði 40 framlagspunktum. Keflavíkurbekkur skilaði 8 stigum og 3 framlagspunktum.Pavel Ermonlinskij átti góðan leik.vísir/ernirÞað KRaumaði í KR Þrátt fyrir kæruleysislegt yfirbragð í varnarleik sínum í fyrri hálfleik og níu tapaða bolta (17 í heild) virtist liðið alltaf vera með fullkomna stjórn á öllum sínum aðgerðum og aðgerðum mótherjans. Leikgleðin, einbeitingin og ákefðin voru langt fyrir ofan allt sem Keflvíkingar komu með til leiks. Sóknin var frábær og að henni komu allir leikmenn sem voru inná hverju sinni. Leikmenn fundu veikleika, nýttu sér þá og tóku sinn tíma þegar á þurfti. Þegar tækifærin gáfust hlupu KR hraðaupphlaup. Hraða leiksins var alfarið stjórnað af KR, sem gat skipt um gír eins og rallýökumaður. Varnarleikur liðsins á vegg og veltu Keflavíkur var mjög góður, líklega það besta sem hefur sést gegn liðinu á árinu. Færslur eftir skiptingar á hindrunum voru góðar, önnur hjálpin góð og virtist engu máli skipta hver lenti á hverjum, alltaf þurfti mótherjinn að hafa mikið fyrir sínu. Þetta var hinn fullkomni leikur fyrir KR til þess að keyra sig almennilega í gang í leit sinni að fjórða Íslandsmeistaratitli. Áran yfir liðinu var sú meistaraára sem fylgt hefur liðinu síðustu ár. Darri Hilmarsson átti næstum fullkominn leik, hitti úr öllum sínum skotum, skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og skilaði 28 framlagspunktum! Þórir Þorbjarnarson átti frábæra innkomu af bekknum, sem og Sigurður Þorvaldsson; Brynjar Björnsson og Jón Arnór Stefánsson voru traustir og Pavel Ermolinski stjórnaði leiknum af stakri snilld. Þegar þessi mannskapur spilar svona er ekkert lið sem getur átt við hann. Yfirburðirnir voru algerir og liðsheildin hreint geggjuð. Þeir sem halda því fram að Keflavík hafi verið inní leiknum í fyrri hálfleik eru á villigötum; KR hélt um taumana frá byrjun og stýrði atburðarrásinni, svo ég vitni í Fannar Ólafsson, „Gleymdu hugmyndinni!“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana KR rúllaði yfir Keflavík, 90-71, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 30. mars 2017 20:45 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana KR rúllaði yfir Keflavík, 90-71, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 30. mars 2017 20:45