Landshópur Kósovó: Enginn Pepa en þrír nýir framherjar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. mars 2017 14:24 Avni Pepa hlaut ekki náð fyrir augum Albert Bunjaki, landsliðsþjálfara Kósovó. vísir/hanna Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, var ekki valinn í landsliðshóp Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 á föstudaginn. Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki. Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday. Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.Donis Avdijaj, leikmaður Schalke 04, er nýr í landsliðshópi Kósovó.vísir/gettyAvdijaj, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Schalke en gerði ágætis hluti sem lánsmaður hjá Sturm Graz þar sem hann skoraði 13 mörk í 45 leikjum. Avdijaj lék með yngri landsliðum Þýskalands og skoraði m.a. 10 mörk í 13 leikjum fyrir þýska U-17 ára landsliðið. Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013. Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára. Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:Markverðir: Samir Ujkani, Pisa Adis Nurković, Travnik Bledar Hajdini, TrepçaVarnarmenn: Fanol Përdedaj, 1860 Munich Leart Paqarada, Sandhausen Alban Pnishi, Grasshopper Amir Rrahman, Lokomotiva Benjamin Kololli, Lausanne-Sport Fidan Aliti, Slaven Belupo Mërgim Vojvoda, Mouscron Ardian Ismajli, Hajduk SplitMiðjumenn: Bernard Berisha, Terek Grozny Valon Berisha, Red Bull Salzburg Bersant Celina, Twente Milot Rashica, Vitesse Herolind Shala, Kasımpaşa Arber Zeneli, Heerenveen Hekuran Kryeziu, LuzernFramherjar: Vedat Muriqi, Gençlerbirliği Elba Rashani, Rosenborg Besart Berisha, Melbourne Victory Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday Donis Avdijaj, Schalke 04 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, var ekki valinn í landsliðshóp Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 á föstudaginn. Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki. Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday. Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.Donis Avdijaj, leikmaður Schalke 04, er nýr í landsliðshópi Kósovó.vísir/gettyAvdijaj, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Schalke en gerði ágætis hluti sem lánsmaður hjá Sturm Graz þar sem hann skoraði 13 mörk í 45 leikjum. Avdijaj lék með yngri landsliðum Þýskalands og skoraði m.a. 10 mörk í 13 leikjum fyrir þýska U-17 ára landsliðið. Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013. Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára. Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:Markverðir: Samir Ujkani, Pisa Adis Nurković, Travnik Bledar Hajdini, TrepçaVarnarmenn: Fanol Përdedaj, 1860 Munich Leart Paqarada, Sandhausen Alban Pnishi, Grasshopper Amir Rrahman, Lokomotiva Benjamin Kololli, Lausanne-Sport Fidan Aliti, Slaven Belupo Mërgim Vojvoda, Mouscron Ardian Ismajli, Hajduk SplitMiðjumenn: Bernard Berisha, Terek Grozny Valon Berisha, Red Bull Salzburg Bersant Celina, Twente Milot Rashica, Vitesse Herolind Shala, Kasımpaşa Arber Zeneli, Heerenveen Hekuran Kryeziu, LuzernFramherjar: Vedat Muriqi, Gençlerbirliği Elba Rashani, Rosenborg Besart Berisha, Melbourne Victory Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday Donis Avdijaj, Schalke 04
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40