„Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 07:00 Íslenska landsliðið og starfsfólk KSÍ stilltu sér upp fyrir myndatöku en liðið æfði í fyrsta sinn í gær í Parma á Ítalíu. vísir/eiríkur stefán „Þetta er frábært. Það er gleðidagur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason glaðbeittur fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma. Allir leikmenn íslenska landsliðsins æfðu í mislitum sokkum á æfingu í Parma og starfsliðið skartaði einnig mislitum sokkum. Tilefnið var alþjóðlegur dagur fólks með Downs-heilkennið. Ólafur á fimm ára son, Viktor Skúla, sem er með Downs-heilkenni og þegar hann stakk upp á því að þetta yrði gert var því vel tekið innan hópsins. „Þetta stendur mér nærri. Við þurfum öll að fagna fjölbreytileikanum og það breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn fyrir rétt tæpum sex árum síðan,“ segir hann.Ólafur Ingi Skúlasonvísir/gettySamkvæmt tölum af vef Landspítalans sést að allar konur, sem fengu staðfest árið 2014 að þær gengju með barn með Downs-heilkenni, létu eyða fóstrinu. Það er skimað fyrir litningagöllum í ómskoðun þegar meðgangan er orðin tólf vikur. „Það hefur verið í umræðunni með fóstureyðingar og annað þessu tengt. Ég held að það þurfi því að fræða fólk um þetta og svona dagar hjálpa til með það.“ Hann segir að það sé alltaf eitthvað um fordóma gagnvart fólki með Downs. „Ég held að það hafi mikið áunnist síðustu 5-10 ár og það er mikil vakning í samfélaginu. Það er þökk sé svona dögum þar sem málefni minnihlutahópa eru tekin upp og fólk aðeins frætt um þetta heilkenni.“ Ólafur Ingi leikur með Karabükspor í Tyrklandi og er kominn aftur í landsliðið eftir smá fjarveru en mikil meiðsli herja á landsliðshópinn. Liðið leikur gegn Kósóvó á föstudag í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Hann segir að eftir að Viktor Skúli hafi komið í heiminn sé gleðin ríkjandi á heimilinu. „Mitt líf er miklu ríkara en það var áður en við eignuðumst strákinn. Það þarf að fræða fólkið um hvað lífið er yndislegt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
„Þetta er frábært. Það er gleðidagur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason glaðbeittur fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma. Allir leikmenn íslenska landsliðsins æfðu í mislitum sokkum á æfingu í Parma og starfsliðið skartaði einnig mislitum sokkum. Tilefnið var alþjóðlegur dagur fólks með Downs-heilkennið. Ólafur á fimm ára son, Viktor Skúla, sem er með Downs-heilkenni og þegar hann stakk upp á því að þetta yrði gert var því vel tekið innan hópsins. „Þetta stendur mér nærri. Við þurfum öll að fagna fjölbreytileikanum og það breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn fyrir rétt tæpum sex árum síðan,“ segir hann.Ólafur Ingi Skúlasonvísir/gettySamkvæmt tölum af vef Landspítalans sést að allar konur, sem fengu staðfest árið 2014 að þær gengju með barn með Downs-heilkenni, létu eyða fóstrinu. Það er skimað fyrir litningagöllum í ómskoðun þegar meðgangan er orðin tólf vikur. „Það hefur verið í umræðunni með fóstureyðingar og annað þessu tengt. Ég held að það þurfi því að fræða fólk um þetta og svona dagar hjálpa til með það.“ Hann segir að það sé alltaf eitthvað um fordóma gagnvart fólki með Downs. „Ég held að það hafi mikið áunnist síðustu 5-10 ár og það er mikil vakning í samfélaginu. Það er þökk sé svona dögum þar sem málefni minnihlutahópa eru tekin upp og fólk aðeins frætt um þetta heilkenni.“ Ólafur Ingi leikur með Karabükspor í Tyrklandi og er kominn aftur í landsliðið eftir smá fjarveru en mikil meiðsli herja á landsliðshópinn. Liðið leikur gegn Kósóvó á föstudag í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Hann segir að eftir að Viktor Skúli hafi komið í heiminn sé gleðin ríkjandi á heimilinu. „Mitt líf er miklu ríkara en það var áður en við eignuðumst strákinn. Það þarf að fræða fólkið um hvað lífið er yndislegt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00