Lagerbäck valdi samherja Ragnars sem næsta fyrirliða Noregs Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2017 13:00 Lars Lagerbäck fann norska Aron Einar. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta sem hefur tekið að sér það vandasama verkefni að þjálfa Noreg næstu árin, er búinn að finna næsta fyrirliða norska landsliðsins. Lagerbäck valdi Stefan Johansen, miðjumann Fulham í ensku B-deildinni, til að bera fyrirliðabandið í sinni stjórnartíð en leikmenn norska liðsins klöppuðu fyrir nýja fyrirliðanum þegar þetta var tilkynnt á æfingu í morgun. TV2 greinir frá.Sjá einnig:Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Stefan Johansen er 26 ára gamall leikmaður sem varð meistari með Strömsgodset árið 2013 en sama ár var hann valinn besti miðjumaður deildarinnar sem og að hljóta útnefninguna besti leikmaður Noregs. Hann fylgdi þjálfara sínum Ronney Deila til Celtic í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann fagnaði skoska meistaratitlinum í þrígang áður en Fulham keypti hann fyrir yfirstandandi leiktíð. Þar er hann samherji íslenska landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar. Johansen er af flestum talinn besti leikmaður Noregs í dag en hann á að baki 33 landsleiki og þrjú mörk. Eitt þeirra skoraði hann á móti Íslandi í 3-2 sigri í vináttuleik í júní á síðasta ári. „Það er enginn meiri náttúrlegur leiðtogi en Johansen í norska liðinu núna. Þetta er góður kostur. Hann er góður utan vallar og talar tungumál sem fólk skilur. Það er mjög eðlilegt að hann fékk þetta hlutverk,“ segir Jesper Mathiesen, sérfræðingur TV2. Johansen leiðir norska liðið í fyrsta sinn út á völlinn í Belfast þegar það mætir Norður-Írlandi á sunnudagskvöldið en fyrsti leikur Lars Lagerbäck sem þjálfari norska landsliðsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta sem hefur tekið að sér það vandasama verkefni að þjálfa Noreg næstu árin, er búinn að finna næsta fyrirliða norska landsliðsins. Lagerbäck valdi Stefan Johansen, miðjumann Fulham í ensku B-deildinni, til að bera fyrirliðabandið í sinni stjórnartíð en leikmenn norska liðsins klöppuðu fyrir nýja fyrirliðanum þegar þetta var tilkynnt á æfingu í morgun. TV2 greinir frá.Sjá einnig:Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Stefan Johansen er 26 ára gamall leikmaður sem varð meistari með Strömsgodset árið 2013 en sama ár var hann valinn besti miðjumaður deildarinnar sem og að hljóta útnefninguna besti leikmaður Noregs. Hann fylgdi þjálfara sínum Ronney Deila til Celtic í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann fagnaði skoska meistaratitlinum í þrígang áður en Fulham keypti hann fyrir yfirstandandi leiktíð. Þar er hann samherji íslenska landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar. Johansen er af flestum talinn besti leikmaður Noregs í dag en hann á að baki 33 landsleiki og þrjú mörk. Eitt þeirra skoraði hann á móti Íslandi í 3-2 sigri í vináttuleik í júní á síðasta ári. „Það er enginn meiri náttúrlegur leiðtogi en Johansen í norska liðinu núna. Þetta er góður kostur. Hann er góður utan vallar og talar tungumál sem fólk skilur. Það er mjög eðlilegt að hann fékk þetta hlutverk,“ segir Jesper Mathiesen, sérfræðingur TV2. Johansen leiðir norska liðið í fyrsta sinn út á völlinn í Belfast þegar það mætir Norður-Írlandi á sunnudagskvöldið en fyrsti leikur Lars Lagerbäck sem þjálfari norska landsliðsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira