Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 17:48 Fyrirliðinn Samir Ujkani og þjálfarinn Albert Bunjaki á fundinum í dag. Vísir/E. Stefán Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, hrósaði íslenska landsliðinu í hástert á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu á morgun. „Við vitum að við erum að fara að spila við lið sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi,“ sagði Bunjaki. „Við eigum því á liði sem er ekki líkt öðrum sem við höfum spilað við hingað til.“ Kósóvó er með eitt stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í undankeppni HM, sem er fyrsta alþjóðlega keppni sem liðið tekur þátt í. Kósóvó náði jafntefli gegn Finnlandi en tapaði fyrir Tyrklandi, Króatíu og Úkraínu. „Við þekkjum íslenska liðið vel. Það þarf ekki að kynna það sérstaklega enda þekkja allir velgengni þess á síðasta ári. Þeir fóru mjög hátt þá.“ „Þetta verður áhugaverður leikur enda að spila við Ísland í fyrsta sinn. Þetta verður ný reynsla fyrir okkur alla og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Hann segir að Ísland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum á morgun. „Miðað við þá reynslu og stöðugleika sem liðið hefur sýnt þá er það svo. Þetta er líka afar mikilvægur leikur fyrir annað sætið í riðlinum en við höfum séð að okkar lið hefur bætt sig með hverjum leik.“ Bunjaki vonast auðvitað til þess að hans menn nái góðum úrslitum á morgun. „Það er ekki langt í að við komum á óvart. Ég get sagt að við stefnum á jafntefli og jafnvel sigur. En ég býst líka að lukkan verði á okkar bandi en hana hefur skort í síðustu leikjum.“ Hann segir að landsliðsþjálfarar Íslands séu afar hógværir menn og tali af virðingu um andstæðinga sína. „Ísland er fyrirmynd fyrir svokölluð smærri lið í Evrópu. Miðað við frammistöðu Íslands á EM í sumar þá standa þeir okkur framar. En það er alltaf hægt að koma á óvart í fótbolta og við óskum þess að okkur takist það á morgun.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, hrósaði íslenska landsliðinu í hástert á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu á morgun. „Við vitum að við erum að fara að spila við lið sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi,“ sagði Bunjaki. „Við eigum því á liði sem er ekki líkt öðrum sem við höfum spilað við hingað til.“ Kósóvó er með eitt stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í undankeppni HM, sem er fyrsta alþjóðlega keppni sem liðið tekur þátt í. Kósóvó náði jafntefli gegn Finnlandi en tapaði fyrir Tyrklandi, Króatíu og Úkraínu. „Við þekkjum íslenska liðið vel. Það þarf ekki að kynna það sérstaklega enda þekkja allir velgengni þess á síðasta ári. Þeir fóru mjög hátt þá.“ „Þetta verður áhugaverður leikur enda að spila við Ísland í fyrsta sinn. Þetta verður ný reynsla fyrir okkur alla og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Hann segir að Ísland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum á morgun. „Miðað við þá reynslu og stöðugleika sem liðið hefur sýnt þá er það svo. Þetta er líka afar mikilvægur leikur fyrir annað sætið í riðlinum en við höfum séð að okkar lið hefur bætt sig með hverjum leik.“ Bunjaki vonast auðvitað til þess að hans menn nái góðum úrslitum á morgun. „Það er ekki langt í að við komum á óvart. Ég get sagt að við stefnum á jafntefli og jafnvel sigur. En ég býst líka að lukkan verði á okkar bandi en hana hefur skort í síðustu leikjum.“ Hann segir að landsliðsþjálfarar Íslands séu afar hógværir menn og tali af virðingu um andstæðinga sína. „Ísland er fyrirmynd fyrir svokölluð smærri lið í Evrópu. Miðað við frammistöðu Íslands á EM í sumar þá standa þeir okkur framar. En það er alltaf hægt að koma á óvart í fótbolta og við óskum þess að okkur takist það á morgun.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira