Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 17:48 Fyrirliðinn Samir Ujkani og þjálfarinn Albert Bunjaki á fundinum í dag. Vísir/E. Stefán Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, hrósaði íslenska landsliðinu í hástert á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu á morgun. „Við vitum að við erum að fara að spila við lið sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi,“ sagði Bunjaki. „Við eigum því á liði sem er ekki líkt öðrum sem við höfum spilað við hingað til.“ Kósóvó er með eitt stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í undankeppni HM, sem er fyrsta alþjóðlega keppni sem liðið tekur þátt í. Kósóvó náði jafntefli gegn Finnlandi en tapaði fyrir Tyrklandi, Króatíu og Úkraínu. „Við þekkjum íslenska liðið vel. Það þarf ekki að kynna það sérstaklega enda þekkja allir velgengni þess á síðasta ári. Þeir fóru mjög hátt þá.“ „Þetta verður áhugaverður leikur enda að spila við Ísland í fyrsta sinn. Þetta verður ný reynsla fyrir okkur alla og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Hann segir að Ísland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum á morgun. „Miðað við þá reynslu og stöðugleika sem liðið hefur sýnt þá er það svo. Þetta er líka afar mikilvægur leikur fyrir annað sætið í riðlinum en við höfum séð að okkar lið hefur bætt sig með hverjum leik.“ Bunjaki vonast auðvitað til þess að hans menn nái góðum úrslitum á morgun. „Það er ekki langt í að við komum á óvart. Ég get sagt að við stefnum á jafntefli og jafnvel sigur. En ég býst líka að lukkan verði á okkar bandi en hana hefur skort í síðustu leikjum.“ Hann segir að landsliðsþjálfarar Íslands séu afar hógværir menn og tali af virðingu um andstæðinga sína. „Ísland er fyrirmynd fyrir svokölluð smærri lið í Evrópu. Miðað við frammistöðu Íslands á EM í sumar þá standa þeir okkur framar. En það er alltaf hægt að koma á óvart í fótbolta og við óskum þess að okkur takist það á morgun.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, hrósaði íslenska landsliðinu í hástert á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu á morgun. „Við vitum að við erum að fara að spila við lið sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi,“ sagði Bunjaki. „Við eigum því á liði sem er ekki líkt öðrum sem við höfum spilað við hingað til.“ Kósóvó er með eitt stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í undankeppni HM, sem er fyrsta alþjóðlega keppni sem liðið tekur þátt í. Kósóvó náði jafntefli gegn Finnlandi en tapaði fyrir Tyrklandi, Króatíu og Úkraínu. „Við þekkjum íslenska liðið vel. Það þarf ekki að kynna það sérstaklega enda þekkja allir velgengni þess á síðasta ári. Þeir fóru mjög hátt þá.“ „Þetta verður áhugaverður leikur enda að spila við Ísland í fyrsta sinn. Þetta verður ný reynsla fyrir okkur alla og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Hann segir að Ísland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum á morgun. „Miðað við þá reynslu og stöðugleika sem liðið hefur sýnt þá er það svo. Þetta er líka afar mikilvægur leikur fyrir annað sætið í riðlinum en við höfum séð að okkar lið hefur bætt sig með hverjum leik.“ Bunjaki vonast auðvitað til þess að hans menn nái góðum úrslitum á morgun. „Það er ekki langt í að við komum á óvart. Ég get sagt að við stefnum á jafntefli og jafnvel sigur. En ég býst líka að lukkan verði á okkar bandi en hana hefur skort í síðustu leikjum.“ Hann segir að landsliðsþjálfarar Íslands séu afar hógværir menn og tali af virðingu um andstæðinga sína. „Ísland er fyrirmynd fyrir svokölluð smærri lið í Evrópu. Miðað við frammistöðu Íslands á EM í sumar þá standa þeir okkur framar. En það er alltaf hægt að koma á óvart í fótbolta og við óskum þess að okkur takist það á morgun.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira