Guðni lét til sín taka í Bergen: „Loksins fæ ég að gera eitthvað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2017 23:30 Hér má sjá þá Guðna Th. og Harald Noregskonung ásamt Elizu Reid, Sonju Noregsdrottningu og Hákoni Noregsprin á dögunum. Vísir/EPA Snjórinn sem tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid, í Bergen í Noregi í dag var bæði blautur og kaldur. Guðni fór um víðan völl í Bergen í dag og mundaði meðal annars fínustu öxi. „Alveg eins og veðrið heima,“ sagði Guðni um snjóinn áður en ferð hans og fylgdarliðs um norska sjávarannsóknarsetrið hófst. Í för með Guðna voru ásamt Haraldi V Noregskonungi, Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra og konsúll Íslands í Noregi, Kim Ingjærde. Guðni heimsótti meðal annars Háskólann í Bergen og í sjávarannsóknarsetrinu fræddust þjóðarleiðtogarnir tveir um makríl og nýjustu tækni við veiðar á honum. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Noregs hefur staðið yfir í þrjá daga en henni lauk í dag. Guðni heimsótti einnig Bryggjuhverfið í Bergen sem á rætur sínar að rekja til ársins 1350 og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar skoðaði Guðni og fylgdarlið meðal annars hvar verið er að vinna að endurgerð gamalla bygginga við bryggjuhverfið og fékk Guðni meðal annars að grípa í öxi. „Loksins fæ ég að gera eitthvað,“ sagði Guðni þá með bros á vör en myndir af ferð forsetahjónanna til Bergen má sjá á vef Bergens Avisen en Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, deildi þessari mynd af Guðna með öxina góðu í Bergen, fyrr í dag. Storfint besøk av president Guðni Th. Jóhannesson i Bergen https://t.co/fI0SJrDKeT pic.twitter.com/0DwuZsm2yg— Hermann Ingólfsson (@hingolfsson) March 23, 2017 Forseti Íslands Noregur Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30 Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Snjórinn sem tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid, í Bergen í Noregi í dag var bæði blautur og kaldur. Guðni fór um víðan völl í Bergen í dag og mundaði meðal annars fínustu öxi. „Alveg eins og veðrið heima,“ sagði Guðni um snjóinn áður en ferð hans og fylgdarliðs um norska sjávarannsóknarsetrið hófst. Í för með Guðna voru ásamt Haraldi V Noregskonungi, Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra og konsúll Íslands í Noregi, Kim Ingjærde. Guðni heimsótti meðal annars Háskólann í Bergen og í sjávarannsóknarsetrinu fræddust þjóðarleiðtogarnir tveir um makríl og nýjustu tækni við veiðar á honum. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Noregs hefur staðið yfir í þrjá daga en henni lauk í dag. Guðni heimsótti einnig Bryggjuhverfið í Bergen sem á rætur sínar að rekja til ársins 1350 og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar skoðaði Guðni og fylgdarlið meðal annars hvar verið er að vinna að endurgerð gamalla bygginga við bryggjuhverfið og fékk Guðni meðal annars að grípa í öxi. „Loksins fæ ég að gera eitthvað,“ sagði Guðni þá með bros á vör en myndir af ferð forsetahjónanna til Bergen má sjá á vef Bergens Avisen en Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, deildi þessari mynd af Guðna með öxina góðu í Bergen, fyrr í dag. Storfint besøk av president Guðni Th. Jóhannesson i Bergen https://t.co/fI0SJrDKeT pic.twitter.com/0DwuZsm2yg— Hermann Ingólfsson (@hingolfsson) March 23, 2017
Forseti Íslands Noregur Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30 Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58
Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30
Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18