Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2017 21:30 Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Það voru gerðar áhugaverðar breytingar á íslenska liðinu því Jón Daði Böðvarsson missti óvænt sæti sitt í liðinu. Frammi voru þeir Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru svo í hjarta varnarinnar þó svo Kári sé búinn að vera meiddur og Ragnar lítið spilað. Þeir hafa þó aldrei svikið landsliðið og alltaf traustir þar saman. Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki beint af krafti. Leikmenn voru silkislakir og yfirvegaðir og það vantaði alla ákefð í liðið. Heimamenn komu aftur á móti brjálaðir til leiks, pressuðu íslenska liðið en þó án þess að skapa sér veruleg færi. Maður fékk á tilfinninguna að íslenska liðið ætlaði að leyfa heimamönnum að blása og taka svo yfir leikinn þegar mesti móðurinn væri af þeim. Þegar þú ert með Gylfa Þór Sigurðsson í þínu liði er það góð hugmynd. Það var nefnilega Gylfi sem sá til þess að íslenska liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Á 25. mínútu átti Gylfi gott skot að marki sem markvörður Kósóvó varði út í teiginn. Þar beið Björn Bergmann Sigurðarson og hann gat ekki annað en skorað í tómt markið. Hans fyrsta landsliðsmark og um leið varð hann fjórði bróðirinn í fjölskyldunni sem skorar A-landsliðsmark. Það hafa hálfbræður hans Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir einnig gert. Markið kom þó nokkuð gegn gangi leiksins en fjórum mínútum áður hafði Kósóvó átti skot í slá. Íslendingum var alveg sama. 1-0 fyrir okkur. Tæpum tíu mínútum síðar átti Gylfi algjöra gullsendingu inn í teiginn á Birki Má Sævarsson. Varnarmaður heimamanna braut á Birki og víti réttilega dæmt. Gylfi steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. 2-0 fyrir Ísland og gæði Gylfa Þórs voru munurinn á liðunum. Kósóvarnir tóku það ekki í mál að gefast upp og þeir hófu síðari hálfleik af krafti. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks var mark tekið af þeim og það færði þeim bara enn meiri kraft. Fjórum mínútum síðar var Kósóvó búið að minnka muninn með skallamarki. Ari Freyr missti af Nuhiu og hann skoraði með fínum skalla í markið. Spenna komin í leikinn. Kósóvar seldu sig dýrt en strákarnir okkar héldu þeim vel frá markinu og voru ekkert að taka allt of miklar áhættur í sókninni. Þetta var kannski ekki fallegur sigur hjá íslenska liðinu en að því er ekki spurt. Liðið gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera gegn hættulegum andstæðingi og sótti þrjú afar dýrmæt stig. Munurinn í liðunum lá í snilld Gylfa Sigurðssonar þegar upp var staðið. Hann skoraði annað markið og glæsisending hans varð þess valdandi að liðið fékk víti. Hann átti líka skotið þar sem fyrra markið kom upp úr. Það voru fleiri góðir í liðinu og vörnin hélt eftir erfiða byrjun í upphafi síðari hálfleiks. Aron batt liðið saman og skipulagið hélt nokkuð vel. Íslenska liðið var ekki að spila sinn besta leik en tók þrjú stig og það er gríðarlegur styrkleiki. Þrjú stig í pokann og áfram gakk í næsta leik. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Það voru gerðar áhugaverðar breytingar á íslenska liðinu því Jón Daði Böðvarsson missti óvænt sæti sitt í liðinu. Frammi voru þeir Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru svo í hjarta varnarinnar þó svo Kári sé búinn að vera meiddur og Ragnar lítið spilað. Þeir hafa þó aldrei svikið landsliðið og alltaf traustir þar saman. Íslenska liðið byrjaði leikinn ekki beint af krafti. Leikmenn voru silkislakir og yfirvegaðir og það vantaði alla ákefð í liðið. Heimamenn komu aftur á móti brjálaðir til leiks, pressuðu íslenska liðið en þó án þess að skapa sér veruleg færi. Maður fékk á tilfinninguna að íslenska liðið ætlaði að leyfa heimamönnum að blása og taka svo yfir leikinn þegar mesti móðurinn væri af þeim. Þegar þú ert með Gylfa Þór Sigurðsson í þínu liði er það góð hugmynd. Það var nefnilega Gylfi sem sá til þess að íslenska liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Á 25. mínútu átti Gylfi gott skot að marki sem markvörður Kósóvó varði út í teiginn. Þar beið Björn Bergmann Sigurðarson og hann gat ekki annað en skorað í tómt markið. Hans fyrsta landsliðsmark og um leið varð hann fjórði bróðirinn í fjölskyldunni sem skorar A-landsliðsmark. Það hafa hálfbræður hans Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir einnig gert. Markið kom þó nokkuð gegn gangi leiksins en fjórum mínútum áður hafði Kósóvó átti skot í slá. Íslendingum var alveg sama. 1-0 fyrir okkur. Tæpum tíu mínútum síðar átti Gylfi algjöra gullsendingu inn í teiginn á Birki Má Sævarsson. Varnarmaður heimamanna braut á Birki og víti réttilega dæmt. Gylfi steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. 2-0 fyrir Ísland og gæði Gylfa Þórs voru munurinn á liðunum. Kósóvarnir tóku það ekki í mál að gefast upp og þeir hófu síðari hálfleik af krafti. Á þriðju mínútu síðari hálfleiks var mark tekið af þeim og það færði þeim bara enn meiri kraft. Fjórum mínútum síðar var Kósóvó búið að minnka muninn með skallamarki. Ari Freyr missti af Nuhiu og hann skoraði með fínum skalla í markið. Spenna komin í leikinn. Kósóvar seldu sig dýrt en strákarnir okkar héldu þeim vel frá markinu og voru ekkert að taka allt of miklar áhættur í sókninni. Þetta var kannski ekki fallegur sigur hjá íslenska liðinu en að því er ekki spurt. Liðið gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera gegn hættulegum andstæðingi og sótti þrjú afar dýrmæt stig. Munurinn í liðunum lá í snilld Gylfa Sigurðssonar þegar upp var staðið. Hann skoraði annað markið og glæsisending hans varð þess valdandi að liðið fékk víti. Hann átti líka skotið þar sem fyrra markið kom upp úr. Það voru fleiri góðir í liðinu og vörnin hélt eftir erfiða byrjun í upphafi síðari hálfleiks. Aron batt liðið saman og skipulagið hélt nokkuð vel. Íslenska liðið var ekki að spila sinn besta leik en tók þrjú stig og það er gríðarlegur styrkleiki. Þrjú stig í pokann og áfram gakk í næsta leik.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira