Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:12 Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur fyrir okkur og að fá þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í. Að skora var svo bara frábært," sagði Björn í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var ekki fallegur leikur, en við unnum þetta á baráttunni og liðsandanum. Mér fannst við standa saman og eiga þetta skilið." Björn segir að þeir hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði mikil barátta og Björn var sáttur við framlag framherjana. „Við vissum þetta fyrir leikinn að þetta yrði vinnsla allan leikinn og svo er ég auðvitað í miðju undirbúningstímabili núna þannig að ég var alveg búinn þegar ég fór útaf."Þessi treyja verður sannarlega minjagripur.Vísir/E. Stefán„Mér fannst við Viðar vera duglegir þarna frammi og ég gerði mitt," en missti hann aldrei sjónar á boltanum þegar hann fylgdi á eftir skoti Gylfa og skoraði sitt fyrsta mark? Sjá einnig: Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið „Nei, ég sá skotið hjá Gylfa og ég vonaði að það færi inn, en ég var alltaf klár. Þú veist að Gylfi skýtur á fjær þarna þá ertu kominn og pikkar honum inn." Þessi sigur var gífurlega mikilvægur fyrir liðið og stöðuna í riðlinum, en Björn segir að leikmenn ætli að fara sér hægt í framhaldinu. „Við tökum einn dag í einu. Við tökum næsta leik í júní og það verður stórleikur. Við gerum okkar besta," en liðið mætir Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Blaðamaður Vísis gat ekki sleppt Birni án þess að spyrja hann út í stafsetningarvilluna á búningi hans. Það var einu s-i ofaukið á búningnum - þar sem stóð Sigurðarsson en átti auðvitað að vera Sigurðarson. „Ég tók ekki eftir því," sagði Björn Bergmann og hló mikið: „Ég tek hana með mér heim!" HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur fyrir okkur og að fá þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í. Að skora var svo bara frábært," sagði Björn í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var ekki fallegur leikur, en við unnum þetta á baráttunni og liðsandanum. Mér fannst við standa saman og eiga þetta skilið." Björn segir að þeir hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði mikil barátta og Björn var sáttur við framlag framherjana. „Við vissum þetta fyrir leikinn að þetta yrði vinnsla allan leikinn og svo er ég auðvitað í miðju undirbúningstímabili núna þannig að ég var alveg búinn þegar ég fór útaf."Þessi treyja verður sannarlega minjagripur.Vísir/E. Stefán„Mér fannst við Viðar vera duglegir þarna frammi og ég gerði mitt," en missti hann aldrei sjónar á boltanum þegar hann fylgdi á eftir skoti Gylfa og skoraði sitt fyrsta mark? Sjá einnig: Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið „Nei, ég sá skotið hjá Gylfa og ég vonaði að það færi inn, en ég var alltaf klár. Þú veist að Gylfi skýtur á fjær þarna þá ertu kominn og pikkar honum inn." Þessi sigur var gífurlega mikilvægur fyrir liðið og stöðuna í riðlinum, en Björn segir að leikmenn ætli að fara sér hægt í framhaldinu. „Við tökum einn dag í einu. Við tökum næsta leik í júní og það verður stórleikur. Við gerum okkar besta," en liðið mætir Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Blaðamaður Vísis gat ekki sleppt Birni án þess að spyrja hann út í stafsetningarvilluna á búningi hans. Það var einu s-i ofaukið á búningnum - þar sem stóð Sigurðarsson en átti auðvitað að vera Sigurðarson. „Ég tók ekki eftir því," sagði Björn Bergmann og hló mikið: „Ég tek hana með mér heim!"
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08