Kári: Nú er bara að vinna Króata Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:25 Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. „Mér er létt. Þetta var mjög erfiður leikur og við vissum það fyrirfram," sagði Kári í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn ytra í kvöld. „Við vissum að við urðum að vinna þennan leik hér í kvöld til þess að vera í einhverju stríði að vinna riðlinn. Ég var mjög ánægður að ná að klára þetta." „Mér fannst við ekki byrja leikinn nægilega vel, en við komumst svo inn í hann og skoruðum tvö góð mörk. Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn." „Síðan byrjum við síðari hálfleikinn aftur illa og við hleypum þeim inn í leikinn á frekar slæman hátt. Þeir fá nokkur færi á undan, eru rangstæðir og við vorum að bjóða hættunni heim með að vera með allt niðrum okkur þarna." Hvorki Kári né samherji hans í miðri vörninni, Ragnar Sigurðsson, hafa verið að spila mikið að undanförnu, en Kári segir að hann og Ragnar hafi spilað það oft saman að það skipti ekki ölllu. „Við náðum að halda út og það var eina sem skiptir máli. Ég og Raggi erum orðnir mjög vanir að spila saman. Það er allt mjög þægilegt á milli okkar." „Það sem gerist þegar þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá ertu lengur að taka ákvarðanir. Það vottaði fyrir því í leiknum hjá okkur, en þetta er oftast bara lítil atriði sem koma ekki að sök." Ísland lenti i smá erfiðleikum með Atdhe Nuhiu, en Kári hafði spilað við hann áður í ensku B-deildinni. Hann segir hann erfiðan viðureignar. „Ég hef spilað við hann áður í ensku deildinni. Hann er mjög erfiður viðureignar og það er spurning hvort við leggjum þetta upp öðruvísi næst þegar við spilum á móti honum. Það er erfitt að eiga við svona stóra og sterka stráka og fórna einum úr öftustu línu til þess að eiga við hann." Mark Kósóvó kom snemma í síðari hálfleik og Kári rifjaði það aðeins upp fyrir okkur hvernig það kom fyrir hans sjónir í vörninni. „Við erum að verjast fyrirgjöfum endalaust og náum að hreinsa tvisvar held ég, en svo berst boltinn aftur út. Við náum ekki að setja pressu á fyrirgjöfina og stóri strákurinn festir sig á Ara. Góð fyrirgjöf og vel klárað." „Þetta var bara erfiður leikur. Það er langt síðan við spiluðum saman og það vottaði fyrir því. Einnig vorum við með einhverja fjarri góðu gamni og þetta er hörkulið. Lið eiga eftir að tapa stigum hér og það er alveg ljóst. Við vörðumst ágætlega, en það er verst að halda ekki hreinu." „Nú er bara að vinna Króatana heima í sumar," sagði Kári kokhraustur að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Sjá meira
Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. „Mér er létt. Þetta var mjög erfiður leikur og við vissum það fyrirfram," sagði Kári í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn ytra í kvöld. „Við vissum að við urðum að vinna þennan leik hér í kvöld til þess að vera í einhverju stríði að vinna riðlinn. Ég var mjög ánægður að ná að klára þetta." „Mér fannst við ekki byrja leikinn nægilega vel, en við komumst svo inn í hann og skoruðum tvö góð mörk. Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn." „Síðan byrjum við síðari hálfleikinn aftur illa og við hleypum þeim inn í leikinn á frekar slæman hátt. Þeir fá nokkur færi á undan, eru rangstæðir og við vorum að bjóða hættunni heim með að vera með allt niðrum okkur þarna." Hvorki Kári né samherji hans í miðri vörninni, Ragnar Sigurðsson, hafa verið að spila mikið að undanförnu, en Kári segir að hann og Ragnar hafi spilað það oft saman að það skipti ekki ölllu. „Við náðum að halda út og það var eina sem skiptir máli. Ég og Raggi erum orðnir mjög vanir að spila saman. Það er allt mjög þægilegt á milli okkar." „Það sem gerist þegar þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá ertu lengur að taka ákvarðanir. Það vottaði fyrir því í leiknum hjá okkur, en þetta er oftast bara lítil atriði sem koma ekki að sök." Ísland lenti i smá erfiðleikum með Atdhe Nuhiu, en Kári hafði spilað við hann áður í ensku B-deildinni. Hann segir hann erfiðan viðureignar. „Ég hef spilað við hann áður í ensku deildinni. Hann er mjög erfiður viðureignar og það er spurning hvort við leggjum þetta upp öðruvísi næst þegar við spilum á móti honum. Það er erfitt að eiga við svona stóra og sterka stráka og fórna einum úr öftustu línu til þess að eiga við hann." Mark Kósóvó kom snemma í síðari hálfleik og Kári rifjaði það aðeins upp fyrir okkur hvernig það kom fyrir hans sjónir í vörninni. „Við erum að verjast fyrirgjöfum endalaust og náum að hreinsa tvisvar held ég, en svo berst boltinn aftur út. Við náum ekki að setja pressu á fyrirgjöfina og stóri strákurinn festir sig á Ara. Góð fyrirgjöf og vel klárað." „Þetta var bara erfiður leikur. Það er langt síðan við spiluðum saman og það vottaði fyrir því. Einnig vorum við með einhverja fjarri góðu gamni og þetta er hörkulið. Lið eiga eftir að tapa stigum hér og það er alveg ljóst. Við vörðumst ágætlega, en það er verst að halda ekki hreinu." „Nú er bara að vinna Króatana heima í sumar," sagði Kári kokhraustur að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Sjá meira
Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08