Handbolti

Hættar hjá Val eftir brottrekstur þjálfarans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eva Björk hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Val.
Eva Björk hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Val. vísir/stefán
Lið Vals í Olís-deild kvenna í handbolta er tveimur leikmönnum fátækari eftir þær Eva Björk Hlöðversdóttir og Kristine Håheim Vike hættu hjá félaginu.

Þetta staðfesti Stefán Karlsson, stjórnarmaður Vals, í samtali við handboltavefinn fimmeinn.is.

Eva Björk og Kristine hættu hjá Val í kjölfar brottreksturs þjálfarans Alfreðs Finnssonar.

Eva Björk er eiginkona Alfreðs og Kristine mikill vinur þeirra hjóna en hún spilaði undir stjórn Alfreðs hjá norska liðinu Volda.

Valur er í 6. sæti Olís-deildar kvenna þegar tvær umferðir eru eftir. Valskonur eiga eftir að mæta Stjörnunni og Haukum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×