Hörður tryggði fyrsta sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Hörður Björgvin Magnússon setur boltann smekklega yfir írska varnarvegginn og skorar sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið. vísir/getty Ísland vann 0-1 sigur á Írlandi á Aviva-vellinum í Dublin í gær, í fyrsta leik þjóðanna í 20 ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Íslands á Írlandi en hann kom í áttundu tilraun. Eina mark leiksins kom á 20. mínútu. Kjartan Henry fiskaði þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Venjulega kemur það í hlut Gylfa Þórs Sigurðssonar að taka aukaspyrnur á þessum stað en þar sem Swansea-maðurinn var ekki með í gær steig Hörður Björgvin Magnússon fram. Hann sveiflaði vinstri fætinum og setti boltann yfir varnarvegg Íra og í nærhornið, óverjandi fyrir Keiren Westwood, markvörð heimamanna. Glæsilegt mark og það fyrsta hjá Herði Björgvini fyrir íslenska landsliðið. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kósóvó á föstudaginn. Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru þeir einu sem héldu sætum sínum í byrjunarliðinu. Leikurinn í gær var heldur rislítill og lítið fyrir augað. Færin voru engin og boltinn var mikið í loftinu. Sigur Íslands var þó sanngjarn á erfiðum útivelli. Holningin á íslenska liðinu var góð og varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Jón Daði Böðvarsson og Kjartan Henry Finnbogason voru afar vinnusamir í fremstu víglínu og kantmennirnir Rúrik Gíslason og Aron Sigurðarson voru duglegir að hjálpa bakvörðunum. Aron átti líka ágætis spretti í fyrri hálfleik en minna fór fyrir Rúrik þegar íslenska liðið var með boltann. Sóknarleikur Íranna var einhæfur en það eina sem þeir buðu upp á voru endalausar fyrirgjafir sem íslensku miðverðirnir réðu vel við. Sverrir Ingi Ingason var gríðarlega öflugur og spilaði sinn besta landsleik til þessa. Líkt og í leiknum gegn Kósóvó gekk Íslandi heldur illa að halda boltanum innan liðsins. Þó brá fyrir einstaka samleiksköflum í fyrri hálfleik, þótt þeir hefðu mátt vera fleiri. Það var meiri kraftur í Írunum í seinni hálfleik en þeir ógnuðu ekki neitt. Bæði vantaði hugmyndaauðgi í sóknarleik þeirra og þá varðist íslenska liðið mjög vel. Til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið í leiknum. Heimir Hallgrímsson getur vel við unað eftir landsleikina tvo í vikunni. Báðir unnust þeir og varnarleikurinn í þeim var sterkur. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur þó oft verið betri. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Ísland vann 0-1 sigur á Írlandi á Aviva-vellinum í Dublin í gær, í fyrsta leik þjóðanna í 20 ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Íslands á Írlandi en hann kom í áttundu tilraun. Eina mark leiksins kom á 20. mínútu. Kjartan Henry fiskaði þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Venjulega kemur það í hlut Gylfa Þórs Sigurðssonar að taka aukaspyrnur á þessum stað en þar sem Swansea-maðurinn var ekki með í gær steig Hörður Björgvin Magnússon fram. Hann sveiflaði vinstri fætinum og setti boltann yfir varnarvegg Íra og í nærhornið, óverjandi fyrir Keiren Westwood, markvörð heimamanna. Glæsilegt mark og það fyrsta hjá Herði Björgvini fyrir íslenska landsliðið. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kósóvó á föstudaginn. Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru þeir einu sem héldu sætum sínum í byrjunarliðinu. Leikurinn í gær var heldur rislítill og lítið fyrir augað. Færin voru engin og boltinn var mikið í loftinu. Sigur Íslands var þó sanngjarn á erfiðum útivelli. Holningin á íslenska liðinu var góð og varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Jón Daði Böðvarsson og Kjartan Henry Finnbogason voru afar vinnusamir í fremstu víglínu og kantmennirnir Rúrik Gíslason og Aron Sigurðarson voru duglegir að hjálpa bakvörðunum. Aron átti líka ágætis spretti í fyrri hálfleik en minna fór fyrir Rúrik þegar íslenska liðið var með boltann. Sóknarleikur Íranna var einhæfur en það eina sem þeir buðu upp á voru endalausar fyrirgjafir sem íslensku miðverðirnir réðu vel við. Sverrir Ingi Ingason var gríðarlega öflugur og spilaði sinn besta landsleik til þessa. Líkt og í leiknum gegn Kósóvó gekk Íslandi heldur illa að halda boltanum innan liðsins. Þó brá fyrir einstaka samleiksköflum í fyrri hálfleik, þótt þeir hefðu mátt vera fleiri. Það var meiri kraftur í Írunum í seinni hálfleik en þeir ógnuðu ekki neitt. Bæði vantaði hugmyndaauðgi í sóknarleik þeirra og þá varðist íslenska liðið mjög vel. Til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið í leiknum. Heimir Hallgrímsson getur vel við unað eftir landsleikina tvo í vikunni. Báðir unnust þeir og varnarleikurinn í þeim var sterkur. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur þó oft verið betri.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira