Hörður Björgvin: Ætlaði fyrst að setja boltann í markmannshornið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 22:53 Hörður Björgvin Magnússon var að vonum alsæll eftir að hafa tryggt Íslandi fyrsta sigurinn á Írlandi með sínu fyrsta landsliðsmarki. Hann skoraði þá með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. „Það var mikill léttir að ná sínu fyrsta marki fyrir landsliðið. Ég vil hrósa liðsheildinni, þetta sýnir hversu sterkir við erum. Við missum sterka leikmenn en það komu aðrir sterkir menn inn. Spilamennskan var mjög góð,“ sagði Hörður Björgvin í samtali við Vísi í kvöld. Hann segist að hafa fengið það hlutverk að taka aukaspyrnurnar í leiknum í kvöld. „Það var ákveðið fyrir leik. Þeir vita að ég get alveg tekið aukaspyrnur og hef tekið fyrir mitt félagslið. Það var gott að sýna að ég er sá sem er á hælunum á Gylfa að taka þessar aukaspyrnur. Það var gaman að skora,“ sagði Hörður Björgvin sem sneri boltann skemmtilega yfir varnarvegg Íranna. „Ég var mjög heppinn. Spyrnan hefði ekki mátt vera lægri, þá hefði boltinn örugglega farið í öxlina á einhverjum í veggnum. Ég hitti á milli hausanna á þeim. Veggurinn var ekkert rosalega vel upp stilltur. Ég ætlaði að skjóta í markmannshornið en svo sá ég hvernig þeir stilltu upp veggnum og ákvað að setja boltann yfir hann.“ Hörður Björgvin kvaðst ánægður með varnarleik Íslendinga sem réði vel við allar sóknaraðgerðir Íranna. „Þeir lágu vel á okkur í seinni hálfleik og við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir inn í hann. Við náðum að drepa tempóið hjá þeim. Okkar verkefni var að stoppa fyrirgjafirnar og þeirra skyndisóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi. Varnarleikurinn var mjög sterkur,“ sagði Hörður Björgvin að lokum. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon var að vonum alsæll eftir að hafa tryggt Íslandi fyrsta sigurinn á Írlandi með sínu fyrsta landsliðsmarki. Hann skoraði þá með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. „Það var mikill léttir að ná sínu fyrsta marki fyrir landsliðið. Ég vil hrósa liðsheildinni, þetta sýnir hversu sterkir við erum. Við missum sterka leikmenn en það komu aðrir sterkir menn inn. Spilamennskan var mjög góð,“ sagði Hörður Björgvin í samtali við Vísi í kvöld. Hann segist að hafa fengið það hlutverk að taka aukaspyrnurnar í leiknum í kvöld. „Það var ákveðið fyrir leik. Þeir vita að ég get alveg tekið aukaspyrnur og hef tekið fyrir mitt félagslið. Það var gott að sýna að ég er sá sem er á hælunum á Gylfa að taka þessar aukaspyrnur. Það var gaman að skora,“ sagði Hörður Björgvin sem sneri boltann skemmtilega yfir varnarvegg Íranna. „Ég var mjög heppinn. Spyrnan hefði ekki mátt vera lægri, þá hefði boltinn örugglega farið í öxlina á einhverjum í veggnum. Ég hitti á milli hausanna á þeim. Veggurinn var ekkert rosalega vel upp stilltur. Ég ætlaði að skjóta í markmannshornið en svo sá ég hvernig þeir stilltu upp veggnum og ákvað að setja boltann yfir hann.“ Hörður Björgvin kvaðst ánægður með varnarleik Íslendinga sem réði vel við allar sóknaraðgerðir Íranna. „Þeir lágu vel á okkur í seinni hálfleik og við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir inn í hann. Við náðum að drepa tempóið hjá þeim. Okkar verkefni var að stoppa fyrirgjafirnar og þeirra skyndisóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi. Varnarleikurinn var mjög sterkur,“ sagði Hörður Björgvin að lokum.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30
Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Landsliðsþjálfarinn var sáttur með frammistöðuna gegn Írlandi. 28. mars 2017 21:39