Ekki hjálpa Þórlindur Kjartansson skrifar 10. mars 2017 07:00 Ég þekki vel til ungrar stúlku sem ólst upp við það sem smábarn að vera stöðugt boðin aðstoð við allt mögulegt sem hún tók sér fyrir hendur. Þessi sífellda og óumbeðna aðstoð varð til þess að jafnvel áður en hún gat með orðum beðið um að borða eða drekka lærði hún að segja: „Ekki hjálpa.“ Þegar hún var niðursokkin í eitthvert dundur og sá annað foreldrið skyndilega nálgast—jafnvel þótt það væri úr dágóðri fjarlægð—hrökk hún við, herti svo svip sinn, rétti upp lófann eins og til þess að stöðva aðvífandi ökutæki og hrópaði með öllum þeim myndugleik sem er á valdi tæplega tveggja ára gamals barns: „Nei! Ekki hjálpa.“Þú ert of lítill Þetta er ekki óvenjulegt. Eftir að smábörn læra að segja „mamma“, „pabbi“ og „detta“ líður yfirleitt ekki á löngu þangað til þau eru farin að segja „ég get sjálf“. Þau eru—eins og ungviði allra dýra—áhugasöm um að læra að bjarga sér og reyna því af veikum en vaxandi mætti að framkvæma upp á eigin spýtur allar þær daglegu athafnir sem máli skipta í lífsbaráttunni. Helsta fyrirstaðan sem börnin okkar mæta í þessum metnaði sínum eru foreldrarnir. Þegar lítil börn gera tilraunir til þess að drekka sjálf, hella í glös, borða með skeið, fara í skóna sína eða setja bíllykil í svissinn og reyna að stinga af undan ofríkinu, þá má bóka að foreldri vomi einhvers staðar yfir með yfirþyrmandi áhyggjur af því að barnið sulli niður, meiði sig eða sé einfaldlega of lengi að gera það sem það ætlar sér. Þetta er óþolandi fyrir börnin og það er sjaldan sem þau gráta sárar heldur en einmitt þegar foreldrarnir grípa fram fyrir hendurnar á þeim áður en þau gefast sjálf upp. Þótt foreldrar fari oftast mjúklega að þessari afskiptasemi þá telja jafnvel örlítil kríli sig sjá í gegnum þau. Börnin taka hjálpinni sjaldnast vel og líta aldrei þannig á að góður hugur eða gæska sé á bak við þessa óumbeðnu aðstoð. Þvert á móti þá grunar mig að heilarnir í þessum litlu hausum séu bullsjóðandi af heiftúðugum samsæriskenningum um raunverulegan tilgang foreldranna með „hjálpseminni“. Pínulítil börn eiga það jafnvel til að beita því óyndisúrræði að láta sem minnst fyrir sér fara til þess að fá frið fyrir afskiptaseminni. Foreldrar eru þá fljótir að kveikja á perunni og álykta undantekningarlaust—og réttilega—að barnið sé að gera eitthvað sem það „ætti ekki að vera að gera“. Þegar foreldrarnir koma svo loks að barninu sallarólegu að klippa sundur myndaalbúm og peningaseðla—og grípa í taumana með tilheyrandi æsingi og formælingum—þá verður barnið ekki bara hrætt, heldur hundsvekkt yfir að ekki hafi tekist að leika á fangaverði umhyggjufangelsisins.Ræktum í okkur þrjóskuna Þegar við eldumst lærum við að það er okkur öllum nauðsynlegt að læra að þiggja hjálp annarra og að veita öðrum hjálp án skuldbindingar. En því miður þá eigum við líka til, eftir því sem við fullorðnumst, að bæla niður í okkur hina eðlislægu þörf til þess að reyna til þrautar sjálf áður en við biðjum um hjálp. Þar með kæfum við þann eiginleika sem einna mestu ræður um hvernig okkur gengur að takast á við lífsins þrautir. Það er nefnilega einungis með því að takast á við sífellt erfiðari verkefni, og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana, sem okkur tekst smám saman að öðlast færni og skilning á flóknum viðfangsefnum. En jafnvel þrátt fyrir góðan vilja þá getum við ekki allt. Okkur eru gefnir ólíkir kostir og öll þurfum við að kljást við ýmsa annmarka. Við þurfum líka öll að mæta óréttlæti, heimsku og tillitsleysi—þótt vissulega sé það í mjög mismiklum mæli. Og öll njótum við einhverra forréttinda og forgjafar; og öll stöndum við á ýmsum sviðum höllum fæti. Við áttum okkur á því smám saman að engum tekst að láta alla drauma sína rætast. En það þýðir svo sannarlega ekki að við séum ekki öll fær um að láta suma þeirra verða að veruleika.Að finna sitt strik Það er sama í hverju afrek og árangur lífsins er fólginn—það er líklegt að fólkið sem nær að kreista sem mest út úr lífinu eigi það sameiginlegt að láta frekar styrkleika sína og kosti skilgreina sig en sé ekki of upptekið af veikleikum sínum eða því hversu óréttlátt lífið getur verið. Og líklega er einnig hollast að kæra sig mest kollóttan um hvað öðrum kann að finnast um mann. Þeir eru eflaust ekki margir sem hafa velt fyrir sér spurningunni: „Hvað ætli Megas taki mikið í réttstöðulyftu?“ Þetta er vegna þess að það skiptir nákvæmlega engu máli. Og það er algjörlega óhugsandi að Megas hafi áhyggjur af því hvað öðrum kann að finnast um getu hans í ólympískum lyftingum. Maður þarf ekki að vera fullkominn til að öðlast fullkomnun. Það stendur í valdi okkar sjálfra að gera það sem við getum til þess að verða hamingjusamir einstaklingar og gagnlegir fyrir fjölskyldur okkar, vini og samfélag. Og það er líka skylda okkar að leita stuðnings og hjálpar til þess að ná því markmiði þegar við þurfum á því að halda.Innri og ytri hindranir Utanaðkomandi hindranir eru oftast ekki það sem þvælist mest fyrir okkur. Það er nefnilega oftast ekki þrátt fyrir erfiðleika sem fólk finnur sitt rétta strik í lífinu; heldur einmitt vegna þeirra. Vissulega þurfum við oft hjálp—og það er nauðsynlegt að vera fær um að þiggja af auðmýkt og með þakklæti stuðning og leiðsögn annarra—en það er ekki síður mikilvægt að við ræktum þann innbyggða járnvilja sem okkur er gefinn til þess að reyna sjálf að sigrast á því mótlæti sem lífið lætur okkur þola. Þegar við mætum fyrirstöðu í lífinu ættum við að taka litlu börnin til fyrirmyndar og segja fyrst „ekki hjálpa“ og sjá hversu langt við komumst af eigin rammleik. Það er oftast lengra en við héldum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég þekki vel til ungrar stúlku sem ólst upp við það sem smábarn að vera stöðugt boðin aðstoð við allt mögulegt sem hún tók sér fyrir hendur. Þessi sífellda og óumbeðna aðstoð varð til þess að jafnvel áður en hún gat með orðum beðið um að borða eða drekka lærði hún að segja: „Ekki hjálpa.“ Þegar hún var niðursokkin í eitthvert dundur og sá annað foreldrið skyndilega nálgast—jafnvel þótt það væri úr dágóðri fjarlægð—hrökk hún við, herti svo svip sinn, rétti upp lófann eins og til þess að stöðva aðvífandi ökutæki og hrópaði með öllum þeim myndugleik sem er á valdi tæplega tveggja ára gamals barns: „Nei! Ekki hjálpa.“Þú ert of lítill Þetta er ekki óvenjulegt. Eftir að smábörn læra að segja „mamma“, „pabbi“ og „detta“ líður yfirleitt ekki á löngu þangað til þau eru farin að segja „ég get sjálf“. Þau eru—eins og ungviði allra dýra—áhugasöm um að læra að bjarga sér og reyna því af veikum en vaxandi mætti að framkvæma upp á eigin spýtur allar þær daglegu athafnir sem máli skipta í lífsbaráttunni. Helsta fyrirstaðan sem börnin okkar mæta í þessum metnaði sínum eru foreldrarnir. Þegar lítil börn gera tilraunir til þess að drekka sjálf, hella í glös, borða með skeið, fara í skóna sína eða setja bíllykil í svissinn og reyna að stinga af undan ofríkinu, þá má bóka að foreldri vomi einhvers staðar yfir með yfirþyrmandi áhyggjur af því að barnið sulli niður, meiði sig eða sé einfaldlega of lengi að gera það sem það ætlar sér. Þetta er óþolandi fyrir börnin og það er sjaldan sem þau gráta sárar heldur en einmitt þegar foreldrarnir grípa fram fyrir hendurnar á þeim áður en þau gefast sjálf upp. Þótt foreldrar fari oftast mjúklega að þessari afskiptasemi þá telja jafnvel örlítil kríli sig sjá í gegnum þau. Börnin taka hjálpinni sjaldnast vel og líta aldrei þannig á að góður hugur eða gæska sé á bak við þessa óumbeðnu aðstoð. Þvert á móti þá grunar mig að heilarnir í þessum litlu hausum séu bullsjóðandi af heiftúðugum samsæriskenningum um raunverulegan tilgang foreldranna með „hjálpseminni“. Pínulítil börn eiga það jafnvel til að beita því óyndisúrræði að láta sem minnst fyrir sér fara til þess að fá frið fyrir afskiptaseminni. Foreldrar eru þá fljótir að kveikja á perunni og álykta undantekningarlaust—og réttilega—að barnið sé að gera eitthvað sem það „ætti ekki að vera að gera“. Þegar foreldrarnir koma svo loks að barninu sallarólegu að klippa sundur myndaalbúm og peningaseðla—og grípa í taumana með tilheyrandi æsingi og formælingum—þá verður barnið ekki bara hrætt, heldur hundsvekkt yfir að ekki hafi tekist að leika á fangaverði umhyggjufangelsisins.Ræktum í okkur þrjóskuna Þegar við eldumst lærum við að það er okkur öllum nauðsynlegt að læra að þiggja hjálp annarra og að veita öðrum hjálp án skuldbindingar. En því miður þá eigum við líka til, eftir því sem við fullorðnumst, að bæla niður í okkur hina eðlislægu þörf til þess að reyna til þrautar sjálf áður en við biðjum um hjálp. Þar með kæfum við þann eiginleika sem einna mestu ræður um hvernig okkur gengur að takast á við lífsins þrautir. Það er nefnilega einungis með því að takast á við sífellt erfiðari verkefni, og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana, sem okkur tekst smám saman að öðlast færni og skilning á flóknum viðfangsefnum. En jafnvel þrátt fyrir góðan vilja þá getum við ekki allt. Okkur eru gefnir ólíkir kostir og öll þurfum við að kljást við ýmsa annmarka. Við þurfum líka öll að mæta óréttlæti, heimsku og tillitsleysi—þótt vissulega sé það í mjög mismiklum mæli. Og öll njótum við einhverra forréttinda og forgjafar; og öll stöndum við á ýmsum sviðum höllum fæti. Við áttum okkur á því smám saman að engum tekst að láta alla drauma sína rætast. En það þýðir svo sannarlega ekki að við séum ekki öll fær um að láta suma þeirra verða að veruleika.Að finna sitt strik Það er sama í hverju afrek og árangur lífsins er fólginn—það er líklegt að fólkið sem nær að kreista sem mest út úr lífinu eigi það sameiginlegt að láta frekar styrkleika sína og kosti skilgreina sig en sé ekki of upptekið af veikleikum sínum eða því hversu óréttlátt lífið getur verið. Og líklega er einnig hollast að kæra sig mest kollóttan um hvað öðrum kann að finnast um mann. Þeir eru eflaust ekki margir sem hafa velt fyrir sér spurningunni: „Hvað ætli Megas taki mikið í réttstöðulyftu?“ Þetta er vegna þess að það skiptir nákvæmlega engu máli. Og það er algjörlega óhugsandi að Megas hafi áhyggjur af því hvað öðrum kann að finnast um getu hans í ólympískum lyftingum. Maður þarf ekki að vera fullkominn til að öðlast fullkomnun. Það stendur í valdi okkar sjálfra að gera það sem við getum til þess að verða hamingjusamir einstaklingar og gagnlegir fyrir fjölskyldur okkar, vini og samfélag. Og það er líka skylda okkar að leita stuðnings og hjálpar til þess að ná því markmiði þegar við þurfum á því að halda.Innri og ytri hindranir Utanaðkomandi hindranir eru oftast ekki það sem þvælist mest fyrir okkur. Það er nefnilega oftast ekki þrátt fyrir erfiðleika sem fólk finnur sitt rétta strik í lífinu; heldur einmitt vegna þeirra. Vissulega þurfum við oft hjálp—og það er nauðsynlegt að vera fær um að þiggja af auðmýkt og með þakklæti stuðning og leiðsögn annarra—en það er ekki síður mikilvægt að við ræktum þann innbyggða járnvilja sem okkur er gefinn til þess að reyna sjálf að sigrast á því mótlæti sem lífið lætur okkur þola. Þegar við mætum fyrirstöðu í lífinu ættum við að taka litlu börnin til fyrirmyndar og segja fyrst „ekki hjálpa“ og sjá hversu langt við komumst af eigin rammleik. Það er oftast lengra en við héldum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun