Sjáðu eldræðu Sveinbjörns: Hefur setið í mér í heilt ár það sem var sagt í Körfuboltakvöldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2017 10:00 Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta, var einn hamingjusamasti maður landsins í gærkvöldi þegar liðið hans komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sex ár. ÍR hefur undanfarin fimm ár hafnað í 9.-10. sæti og misst af úrslitakeppninni en í gær vann liðið Keflavík í frábærum, framlengdum leik í Hertz-hellinum. ÍR er nú búið að vinna sjö í röð á heimavelli og mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum mótsins. „Ég má til með að koma einu að, Kiddi. Það hefur setið í mér í heilt ár það sem annað hvort þú eða Jonni sögðuð í settinu í fyrra; að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í settinu á morgun,“ sagði Sveinbjörn við Kristinn Friðriksson, sérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, eftir leikinn í gær en hann var að skrifa um leikinn fyrir Vísi. Það var ekki Kristinn sem talaði um meðalmennsku ÍR heldur Jón Halldór Eðvaldsson. Hann fór reyndar lengra en það og sagði að það væri viðbjóðslegt að horfa upp á meðalmennskuna hjá félaginu eftir að það missti af úrslitakeppninni fimmta árið í röð.„Þeir eru á höfuðborgarsvæðinu. Takið bara hina gaurana á höfuðborgarsvæðinu sem eru ekki að fá tækifæri og látið þá spila. Hættið þessari meðalmennsku. Náið ykkur í almennilega leikmenn og gerið þetta almennilega,“ sagði Jón Halldór meðal annars. ÍR gerði eins og Jón Halldór kallaði eftir og bætti við sig sterkum leikmönnum. Því miður náðu fæstir þeirra að hjálpa mikið til á tímabilinu vegna meiðsla og annarra ástæðna en þrátt fyrir skakkaföllin er ÍR komið í úrslitakeppnina og Sveinbjörn er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Þetta lið er svo fjarri því að vera þjakað af meðalmennsku. Þú sérð best að í þetta lið vantar fjóra menn; Stefán Karel [Torfason], Hjalta [Friðriksson], Kidda [Kristinn Marinósson] og Tedda [Vilhjálm Theodór Jónsson] sem fór í vetur,“ sagði Sveinbjörn. „Það er ekkert lið í þessari deild sem má við því að missa fjóra mjög öfluga leikmenn. Við erum að standast þetta og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon [Örn Hjálmarsson], Sæþór [Elmar Kristjánsson] og Sigurkarl [Róbertsson] einna helst sem eru að koma inn í þetta. Þeir hugsanlega hefðu annars ekki fengið tækifæri.“ „Munið það að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn Claessen. Það er hægt að lofa því að Jón Halldór Eðvaldsson mun fara yfir þetta með hinum sérfræðingum Domino´s-Körfuboltakvölds sem verður í beinni frá Viking Brugghúsi klukkan 21.15 í kvöld.Meðalmennskan var ekki mikil hjá ÍR í gær og fögnuðurinn svakalegur.vísir/stefán Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta, var einn hamingjusamasti maður landsins í gærkvöldi þegar liðið hans komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sex ár. ÍR hefur undanfarin fimm ár hafnað í 9.-10. sæti og misst af úrslitakeppninni en í gær vann liðið Keflavík í frábærum, framlengdum leik í Hertz-hellinum. ÍR er nú búið að vinna sjö í röð á heimavelli og mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum mótsins. „Ég má til með að koma einu að, Kiddi. Það hefur setið í mér í heilt ár það sem annað hvort þú eða Jonni sögðuð í settinu í fyrra; að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í settinu á morgun,“ sagði Sveinbjörn við Kristinn Friðriksson, sérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, eftir leikinn í gær en hann var að skrifa um leikinn fyrir Vísi. Það var ekki Kristinn sem talaði um meðalmennsku ÍR heldur Jón Halldór Eðvaldsson. Hann fór reyndar lengra en það og sagði að það væri viðbjóðslegt að horfa upp á meðalmennskuna hjá félaginu eftir að það missti af úrslitakeppninni fimmta árið í röð.„Þeir eru á höfuðborgarsvæðinu. Takið bara hina gaurana á höfuðborgarsvæðinu sem eru ekki að fá tækifæri og látið þá spila. Hættið þessari meðalmennsku. Náið ykkur í almennilega leikmenn og gerið þetta almennilega,“ sagði Jón Halldór meðal annars. ÍR gerði eins og Jón Halldór kallaði eftir og bætti við sig sterkum leikmönnum. Því miður náðu fæstir þeirra að hjálpa mikið til á tímabilinu vegna meiðsla og annarra ástæðna en þrátt fyrir skakkaföllin er ÍR komið í úrslitakeppnina og Sveinbjörn er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Þetta lið er svo fjarri því að vera þjakað af meðalmennsku. Þú sérð best að í þetta lið vantar fjóra menn; Stefán Karel [Torfason], Hjalta [Friðriksson], Kidda [Kristinn Marinósson] og Tedda [Vilhjálm Theodór Jónsson] sem fór í vetur,“ sagði Sveinbjörn. „Það er ekkert lið í þessari deild sem má við því að missa fjóra mjög öfluga leikmenn. Við erum að standast þetta og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon [Örn Hjálmarsson], Sæþór [Elmar Kristjánsson] og Sigurkarl [Róbertsson] einna helst sem eru að koma inn í þetta. Þeir hugsanlega hefðu annars ekki fengið tækifæri.“ „Munið það að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn Claessen. Það er hægt að lofa því að Jón Halldór Eðvaldsson mun fara yfir þetta með hinum sérfræðingum Domino´s-Körfuboltakvölds sem verður í beinni frá Viking Brugghúsi klukkan 21.15 í kvöld.Meðalmennskan var ekki mikil hjá ÍR í gær og fögnuðurinn svakalegur.vísir/stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti