Bretar klesstu Rollsinn Stjórnarmaðurinn skrifar 12. mars 2017 11:00 Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokkslínur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evrópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabandalag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðnum, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðlanir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landamæri í einhverjum mæli. Fríverslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamælikvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðlegan félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokkslínur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evrópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabandalag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðnum, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðlanir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landamæri í einhverjum mæli. Fríverslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamælikvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðlegan félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur