Innlent

„Dálítil“ lægð nálgast landið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lægðin hangir yfir landinu á morgun með breytilegri vindátt og má búast við einhverri vætu í flestum landshlutum
Lægðin hangir yfir landinu á morgun með breytilegri vindátt og má búast við einhverri vætu í flestum landshlutum vísir/vilhelm
Reikna má með að dragi úr vindi í dag eftir því sem líður á daginn. Suðlæg átt er á landinu í dag og er gert ráð fyrir að skýjað verði með köflum og stöku skúrir eða slydduél um landið sunnanvert. Léttir til víða um landið norðanvert.

Þá nálgast „dálítil lægð“ landið í kvöld og rignir sunnan- og austantil á landinu í nótt eins og segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægðin hangir yfir landinu á morgun með breytilegri vindátt og má búast við einhverri vætu í flestum landshlutum. Kólnar á mánudag með vaxandi suðvestanátt með éljagangi.

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg átt 8-15 með morgninum. Víða dálítil rigning eða skúrir. Dregur úr vindi þegar líður á daginn, léttir víða til um landið norðanvert, en stöku skúrir eða slydduél syðra. Austan 8-13 og rigning sunnan- og austantil í nótt. Fremur hæg breytileg átt á morgun og dálítil væta af og til í flestum landshlutum. Hiti 0 til 7 stig að deginum, en víða frost í nótt.

Á sunnudag:

Suðlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta af og til í flestum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig að deginum.

Á mánudag:

Suðlæg átt 5-13 og úrkomulítið, en gengur í hvassa suðvestanátt um landið sunnan- og vestanvert með éljum síðdegis og kólnar í veðri.

Á þriðjudag:

Vestlæg átt, 8-15 og éljagangur, en þurrt og bjart að mestu austanlands. Vægt frost, en yfirleitt frostlaust við sjóinn að deginum.

Á miðvikudag:

Suðlæg átt og él á víð og dreif, en líkur á snjókomu suðaustantil um kvöldið. Kólnar lítið eitt.

Á fimmtudag og föstudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt og víða él, einkum norðaustantil. Fremur kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×