Leikmaðurinn sem Barcelona má ekki vera án og hann heitir ekki Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 08:30 Samuel Umtiti í hópi leikmanna Barcelona. Vísir/Getty Barcelona tapaði í spænsku deildinni um helgina og náði þar með ekki að fylgja eftir mögnuðum sigri sínum á Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku. Lionel Messi var með Barcelona í leiknum en liðið saknaði hinsvegar Brasilíumannsins Neymar og franska varnarmannsins Samuel Umtiti. Neymar átti stórleik á móti Paris Saint Germain og hefði örugglega getað búið eitthvað til í sókninni en tölfræðin sýnir þó að mikilvægi Samuel Umtiti í vörninni er kannski enn meira þrátt fyrir að hann sé á sínu fyrsta ári. Neymar auglýsir hæfileika sína í næstum því hverjum leik en færri taka kannski eftir frammistöðu Samuel Umtiti sem virðist þó hafa mikil áhrif á gengi liðsins. Bæði mörkin sem Barcelona fékk á sig í tapinu á móti Deportivo La Coruna komu eftir föst leikatriði og þar hefði Samuel Umtiti getað bjargað miklu. Barcelona keypti hinn 23 ára gamla Samuel Umtiti í sumar fyrir 25 milljón evrur frá Olympique Lyonnais. Tölfræði Barcelona með og án Samuel Umtiti í spænsku deildinni í vetur er hreinlega sláandi. Liðið hefur unnið alla sextán leikina með hann innanborðs en aðeins tvo af ellefu án hans. En hver er ástæðan? Leikstíll Barcelona-liðsins hefur mikið um það að segja. Það er nefnilega ekki fyrir hver sem er að spila í Barcelona-vörninni enda þarf viðkomandi varnarmanni að líða einstaklega vel með boltann og geta spilað honum vel frá sér. Samuel Umtiti smellpassar þarna inn í Barca liðið því hann hjálpar liðinu að verjast í háloftunum um leið og hann er mjög öruggur með boltann. Umtiti hefur sýnd veikleikamerki eins og í 4-0 tapinu í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain og í 2-1 tapi á móti Athletic Bilbao í spænska bikarnum en það eru undantekningarnar. Frammistaða Samuel Umtiti á fyrsta ári og það að hann er aðeins 23 ára gamall bendir til þess að þarna sé á ferðinni framtíðarleiðtogi Barcelona-varnarinnar næstu árin. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Barcelona tapaði í spænsku deildinni um helgina og náði þar með ekki að fylgja eftir mögnuðum sigri sínum á Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku. Lionel Messi var með Barcelona í leiknum en liðið saknaði hinsvegar Brasilíumannsins Neymar og franska varnarmannsins Samuel Umtiti. Neymar átti stórleik á móti Paris Saint Germain og hefði örugglega getað búið eitthvað til í sókninni en tölfræðin sýnir þó að mikilvægi Samuel Umtiti í vörninni er kannski enn meira þrátt fyrir að hann sé á sínu fyrsta ári. Neymar auglýsir hæfileika sína í næstum því hverjum leik en færri taka kannski eftir frammistöðu Samuel Umtiti sem virðist þó hafa mikil áhrif á gengi liðsins. Bæði mörkin sem Barcelona fékk á sig í tapinu á móti Deportivo La Coruna komu eftir föst leikatriði og þar hefði Samuel Umtiti getað bjargað miklu. Barcelona keypti hinn 23 ára gamla Samuel Umtiti í sumar fyrir 25 milljón evrur frá Olympique Lyonnais. Tölfræði Barcelona með og án Samuel Umtiti í spænsku deildinni í vetur er hreinlega sláandi. Liðið hefur unnið alla sextán leikina með hann innanborðs en aðeins tvo af ellefu án hans. En hver er ástæðan? Leikstíll Barcelona-liðsins hefur mikið um það að segja. Það er nefnilega ekki fyrir hver sem er að spila í Barcelona-vörninni enda þarf viðkomandi varnarmanni að líða einstaklega vel með boltann og geta spilað honum vel frá sér. Samuel Umtiti smellpassar þarna inn í Barca liðið því hann hjálpar liðinu að verjast í háloftunum um leið og hann er mjög öruggur með boltann. Umtiti hefur sýnd veikleikamerki eins og í 4-0 tapinu í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain og í 2-1 tapi á móti Athletic Bilbao í spænska bikarnum en það eru undantekningarnar. Frammistaða Samuel Umtiti á fyrsta ári og það að hann er aðeins 23 ára gamall bendir til þess að þarna sé á ferðinni framtíðarleiðtogi Barcelona-varnarinnar næstu árin.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira