Leik lokið: Stjarnan - ÍR 75-68 | Endurkoma ÍR-inga dugði næstum því Kristinn Geir Friðriksson í Ásgarði skrifar 16. mars 2017 21:15 Justin Shouse kom til baka inn í Stjörnuliðið og skilaði 17 stigum á 22 mínútum. Vísir/Hanna Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan vann leikinn 75-68 eftir æsispennandi lokamínútur en ÍR-inga höfðu unnið upp sautján stiga forystu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan, sem endaði í 2.sæti fékk heimavallarréttinn gegn ÍR sem lenti í 7.sæti. ÍR-ingar hafa ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2011 mættu fullir sjálfstraust í Garðabæinn og gáfu heimamönnum ekkert eftir í baráttu og eljusemi. Leikurinn var skemmtilegur, spennandi og gríðarlega baráttumikill. Heimamönnum í Stjörnunni tókst að sigra að lokum en alveg ljóst eftir þennan fyrsta leik í seríunni að hún mun verða hin mesta skemmtun og líklega eitthvað blóðug. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks en missti einbeitingu undir lok fyrsta hluta og hleypti ÍR aftur inní leikinn. Stjörnumenn náðu svo aftur undirtökum í leiknum og héldu ÍR í tíu stigum í öðrum hluta og hálfleikstölur 49-32 fyrir heimamenn. Þarna héldu flestir að Stjarnan væri kominn með það kverkatak sem þyrfti til að kæfa andstæðinginn en ÍR var á öðru máli og setti allt í lás í sínum varnarleik og Stjarnan skoraði aðeins sjö stig í þriðja hluta gegn sextán frá gestunum. Lokafjórðungur var gríðarlega spennandi og aðeins klaufalegar sóknaraðgerðir gestanna sem kostuðu liðið sigurinn á lokamínútum leiksins. Það má alveg segja að ÍR-ingar hafi einfaldlega kastað sigurmöguleikanum frá sér. Lokatölur 75-68. Hjá ÍR var Quincy Cole bestur en hann skoraði 15 stig og tók 18 fráköst, en var samt langt frá sínu besta sóknarlega en það má segja um allt ÍR-liðið. Matthías Sigurðarson átti ágæta spretti en var aldrei með nægilega góða stjórn á sínu liði. Hann skoraði 16, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson góður með 19 stig og 14 fráköst. Justin Shouse, sem snéri aftur eftir langt hlé kom mjög vel inní leikinn og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst (Gaf enga stoðsendingu í leiknum! Sem gæti mögulega verið fyrsti stoðsendingalausi leikur kappans frá upphafi!). Anthony Odunsi var einnig góður og skoraði 18 og tók 8 fráköst, gaf jafnmargar stoðsendingar og Shouse! Leikurinn veit á gott fyrir þessa úrslitarimmu og ljóst að Hertz-hellirinn verður trylltur næsta laugardag kl. 16 þegar liðin mætast í öðrum leik sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-ÍR 75-68 (25-22, 24-10, 7-16, 19-20)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/14 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Justin Shouse 17/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 15/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 12/18 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan vann leikinn 75-68 eftir æsispennandi lokamínútur en ÍR-inga höfðu unnið upp sautján stiga forystu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan, sem endaði í 2.sæti fékk heimavallarréttinn gegn ÍR sem lenti í 7.sæti. ÍR-ingar hafa ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2011 mættu fullir sjálfstraust í Garðabæinn og gáfu heimamönnum ekkert eftir í baráttu og eljusemi. Leikurinn var skemmtilegur, spennandi og gríðarlega baráttumikill. Heimamönnum í Stjörnunni tókst að sigra að lokum en alveg ljóst eftir þennan fyrsta leik í seríunni að hún mun verða hin mesta skemmtun og líklega eitthvað blóðug. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks en missti einbeitingu undir lok fyrsta hluta og hleypti ÍR aftur inní leikinn. Stjörnumenn náðu svo aftur undirtökum í leiknum og héldu ÍR í tíu stigum í öðrum hluta og hálfleikstölur 49-32 fyrir heimamenn. Þarna héldu flestir að Stjarnan væri kominn með það kverkatak sem þyrfti til að kæfa andstæðinginn en ÍR var á öðru máli og setti allt í lás í sínum varnarleik og Stjarnan skoraði aðeins sjö stig í þriðja hluta gegn sextán frá gestunum. Lokafjórðungur var gríðarlega spennandi og aðeins klaufalegar sóknaraðgerðir gestanna sem kostuðu liðið sigurinn á lokamínútum leiksins. Það má alveg segja að ÍR-ingar hafi einfaldlega kastað sigurmöguleikanum frá sér. Lokatölur 75-68. Hjá ÍR var Quincy Cole bestur en hann skoraði 15 stig og tók 18 fráköst, en var samt langt frá sínu besta sóknarlega en það má segja um allt ÍR-liðið. Matthías Sigurðarson átti ágæta spretti en var aldrei með nægilega góða stjórn á sínu liði. Hann skoraði 16, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson góður með 19 stig og 14 fráköst. Justin Shouse, sem snéri aftur eftir langt hlé kom mjög vel inní leikinn og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst (Gaf enga stoðsendingu í leiknum! Sem gæti mögulega verið fyrsti stoðsendingalausi leikur kappans frá upphafi!). Anthony Odunsi var einnig góður og skoraði 18 og tók 8 fráköst, gaf jafnmargar stoðsendingar og Shouse! Leikurinn veit á gott fyrir þessa úrslitarimmu og ljóst að Hertz-hellirinn verður trylltur næsta laugardag kl. 16 þegar liðin mætast í öðrum leik sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-ÍR 75-68 (25-22, 24-10, 7-16, 19-20)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/14 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Justin Shouse 17/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 15/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 12/18 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira