Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2017 17:30 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. Viðar Örn ræddi við Magnús Má Einarsson á Fótbolta.net og þar segist hann ekki hafa mætt ölvaður til Ítalíu en hafi verið að drekka áður en hann fór út á flugvöll. „Ég átti leik mjög seint á sunnudegi og átti að vera mættur á flugvöllinn klukkan 3 um nóttina. Vinir mínir voru í heimsókn og við fengum okkur örfáa bjóra eftir leikinn. Við mættum á flugvöllinn undir smá áhrifum og þar liggja mistökin hjá mér," sagði Viðar Örn í viðtalinu við fótbolta.net.Sjá einnig:Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn hefur beðist afsökunar á framferði sínum og þá viðurkennir hann að hann hafi verið barnalegur og gert þarna mistök. „Þarna voru 12 tímar mætingu hjá landsliðinu og ég var löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið. Það stendur í fyrirsögn að ég hafi mætt ölvaður til Ítalíu og það er rangt. Það er hins vegar barnalegt og mistök hjá mér að fá mér nokkra drykki rétt áður en ég er að mæta í mjög mikilvægan leik með landsliðinu," sagði Viðar Örn.Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund KSÍ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var spurður um þetta mál á blaðamannafundinum í dag og greindi hann frá því að hann hefði rétt þetta mál við Viðar. „Ég talaði við Heimi um að mér þætti þetta mjög leiðinlegt og baðst innilegrar afsökunar. Ég sagði við hann að þetta myndi ekki koma fyrir aftur," sagði Viðar Örn en það er hægt að lesa allt viðtalið við Viðar hér. Viðar Örn Kjartansson er heitasti framherji íslenska landsliðsins í dag en hann hefur raðað inn mörkum með liði Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. Viðar Örn ræddi við Magnús Má Einarsson á Fótbolta.net og þar segist hann ekki hafa mætt ölvaður til Ítalíu en hafi verið að drekka áður en hann fór út á flugvöll. „Ég átti leik mjög seint á sunnudegi og átti að vera mættur á flugvöllinn klukkan 3 um nóttina. Vinir mínir voru í heimsókn og við fengum okkur örfáa bjóra eftir leikinn. Við mættum á flugvöllinn undir smá áhrifum og þar liggja mistökin hjá mér," sagði Viðar Örn í viðtalinu við fótbolta.net.Sjá einnig:Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn hefur beðist afsökunar á framferði sínum og þá viðurkennir hann að hann hafi verið barnalegur og gert þarna mistök. „Þarna voru 12 tímar mætingu hjá landsliðinu og ég var löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið. Það stendur í fyrirsögn að ég hafi mætt ölvaður til Ítalíu og það er rangt. Það er hins vegar barnalegt og mistök hjá mér að fá mér nokkra drykki rétt áður en ég er að mæta í mjög mikilvægan leik með landsliðinu," sagði Viðar Örn.Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund KSÍ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var spurður um þetta mál á blaðamannafundinum í dag og greindi hann frá því að hann hefði rétt þetta mál við Viðar. „Ég talaði við Heimi um að mér þætti þetta mjög leiðinlegt og baðst innilegrar afsökunar. Ég sagði við hann að þetta myndi ekki koma fyrir aftur," sagði Viðar Örn en það er hægt að lesa allt viðtalið við Viðar hér. Viðar Örn Kjartansson er heitasti framherji íslenska landsliðsins í dag en hann hefur raðað inn mörkum með liði Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14
Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn