Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2017 18:54 Um helmingur þeirra ferða sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Um þetta var meðal annars fjallað í fréttaskýringu á Stöð 2 í gærkvöldi.Um 50 prósent ferða afbókaðar Rannveig Snorradóttir er forstjóri og eigandi Obeo Travel sem er ferðaheildsala staðsett í Noregi. Obeo selur pakkaferðir til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja þær ferðir áfram til ferðamanna og hefur Ísland verið vinsælasti áfangastaður fyrirtækisins undanfarin ár.Hvernig hefur gengið hjá ykkur undanfarin ár að bóka til Íslands? „Það hefur gengið rosalega vel. Síðasti vetur, eða núna 2016-2017, gekk alveg vonum framar. Norðurljósin voru alveg að standa fyrir sínu,” segir Rannveig.Hvernig hafa bókanir fyrir sumarið og næsta sumar gengið? „Þetta er búið að vera margra mánaða ferli að undirbúa sumarið. Að búa til tilboð og bóka pláss á Íslandi hefur reynst tiltölulega erfitt en okkur hefur tekist það. Okkar viðskiptavinir hafa verið að vinna í því í vetur að selja í þessar ferðir,” segir Rannveig. Salan hafi gengið vel en undanfarnar vikur hafi borist margar afbókanir.Veistu hversu margar afbókanir þetta eru hlutfallslega? „Í augnablikinu myndi ég segja að við séum farin að missa næstum 50 prósent af því sem við höfðum bókað. Og erum hrædd um að þetta sé bara byrjunin,” segir Rannveig.Allt of dýrt Skýringin á þessum afbókunum sé alltaf sú sama – verðlag er of óstöðugt og ferðirnar of dýrar.Hvaða viðbrögð fáið þið hjá ykkar viðskiptavinum þegar að þið gefið upp verð fyrir Ísland? „Sjokk. Eigum við ekki bara að orða það þannig. Það eru sérstaklega einstaklingar, þeir hreinlega trúa ekki hvað það getur verið dýrt að skreppa eina helgi til Íslands.”En hvað er það sem er svona dýrt? Fargjöldin, maturinn, gistingin? „Þetta er allt, blanda af öllu,” segir Rannveig.Meiri áhersla á Skandinavíu Hún segir viðskiptavini Obeo farna að leggja meiri áherslu á aðra áfangastaði í Skandinavíu í stað Íslands. „Nú munum við setja meiri kraft í Skandinavíu. Og við erum núna til dæmis að selja ferðir til Namibíu og það er mjög áhugavert að ferðirnar okkar til Namibíu eru minnst helmingi ódýrari heldur en til Íslands. Þannig að það verður auðvelt fyrir okkur að selja þann áfangastað. Þannig að við þurfum bara að ákveða hvaða fókus við tökum sem fyrirtæki,” segir Rannveig. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Um helmingur þeirra ferða sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Um þetta var meðal annars fjallað í fréttaskýringu á Stöð 2 í gærkvöldi.Um 50 prósent ferða afbókaðar Rannveig Snorradóttir er forstjóri og eigandi Obeo Travel sem er ferðaheildsala staðsett í Noregi. Obeo selur pakkaferðir til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja þær ferðir áfram til ferðamanna og hefur Ísland verið vinsælasti áfangastaður fyrirtækisins undanfarin ár.Hvernig hefur gengið hjá ykkur undanfarin ár að bóka til Íslands? „Það hefur gengið rosalega vel. Síðasti vetur, eða núna 2016-2017, gekk alveg vonum framar. Norðurljósin voru alveg að standa fyrir sínu,” segir Rannveig.Hvernig hafa bókanir fyrir sumarið og næsta sumar gengið? „Þetta er búið að vera margra mánaða ferli að undirbúa sumarið. Að búa til tilboð og bóka pláss á Íslandi hefur reynst tiltölulega erfitt en okkur hefur tekist það. Okkar viðskiptavinir hafa verið að vinna í því í vetur að selja í þessar ferðir,” segir Rannveig. Salan hafi gengið vel en undanfarnar vikur hafi borist margar afbókanir.Veistu hversu margar afbókanir þetta eru hlutfallslega? „Í augnablikinu myndi ég segja að við séum farin að missa næstum 50 prósent af því sem við höfðum bókað. Og erum hrædd um að þetta sé bara byrjunin,” segir Rannveig.Allt of dýrt Skýringin á þessum afbókunum sé alltaf sú sama – verðlag er of óstöðugt og ferðirnar of dýrar.Hvaða viðbrögð fáið þið hjá ykkar viðskiptavinum þegar að þið gefið upp verð fyrir Ísland? „Sjokk. Eigum við ekki bara að orða það þannig. Það eru sérstaklega einstaklingar, þeir hreinlega trúa ekki hvað það getur verið dýrt að skreppa eina helgi til Íslands.”En hvað er það sem er svona dýrt? Fargjöldin, maturinn, gistingin? „Þetta er allt, blanda af öllu,” segir Rannveig.Meiri áhersla á Skandinavíu Hún segir viðskiptavini Obeo farna að leggja meiri áherslu á aðra áfangastaði í Skandinavíu í stað Íslands. „Nú munum við setja meiri kraft í Skandinavíu. Og við erum núna til dæmis að selja ferðir til Namibíu og það er mjög áhugavert að ferðirnar okkar til Namibíu eru minnst helmingi ódýrari heldur en til Íslands. Þannig að það verður auðvelt fyrir okkur að selja þann áfangastað. Þannig að við þurfum bara að ákveða hvaða fókus við tökum sem fyrirtæki,” segir Rannveig.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira