Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2017 18:54 Um helmingur þeirra ferða sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Um þetta var meðal annars fjallað í fréttaskýringu á Stöð 2 í gærkvöldi.Um 50 prósent ferða afbókaðar Rannveig Snorradóttir er forstjóri og eigandi Obeo Travel sem er ferðaheildsala staðsett í Noregi. Obeo selur pakkaferðir til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja þær ferðir áfram til ferðamanna og hefur Ísland verið vinsælasti áfangastaður fyrirtækisins undanfarin ár.Hvernig hefur gengið hjá ykkur undanfarin ár að bóka til Íslands? „Það hefur gengið rosalega vel. Síðasti vetur, eða núna 2016-2017, gekk alveg vonum framar. Norðurljósin voru alveg að standa fyrir sínu,” segir Rannveig.Hvernig hafa bókanir fyrir sumarið og næsta sumar gengið? „Þetta er búið að vera margra mánaða ferli að undirbúa sumarið. Að búa til tilboð og bóka pláss á Íslandi hefur reynst tiltölulega erfitt en okkur hefur tekist það. Okkar viðskiptavinir hafa verið að vinna í því í vetur að selja í þessar ferðir,” segir Rannveig. Salan hafi gengið vel en undanfarnar vikur hafi borist margar afbókanir.Veistu hversu margar afbókanir þetta eru hlutfallslega? „Í augnablikinu myndi ég segja að við séum farin að missa næstum 50 prósent af því sem við höfðum bókað. Og erum hrædd um að þetta sé bara byrjunin,” segir Rannveig.Allt of dýrt Skýringin á þessum afbókunum sé alltaf sú sama – verðlag er of óstöðugt og ferðirnar of dýrar.Hvaða viðbrögð fáið þið hjá ykkar viðskiptavinum þegar að þið gefið upp verð fyrir Ísland? „Sjokk. Eigum við ekki bara að orða það þannig. Það eru sérstaklega einstaklingar, þeir hreinlega trúa ekki hvað það getur verið dýrt að skreppa eina helgi til Íslands.”En hvað er það sem er svona dýrt? Fargjöldin, maturinn, gistingin? „Þetta er allt, blanda af öllu,” segir Rannveig.Meiri áhersla á Skandinavíu Hún segir viðskiptavini Obeo farna að leggja meiri áherslu á aðra áfangastaði í Skandinavíu í stað Íslands. „Nú munum við setja meiri kraft í Skandinavíu. Og við erum núna til dæmis að selja ferðir til Namibíu og það er mjög áhugavert að ferðirnar okkar til Namibíu eru minnst helmingi ódýrari heldur en til Íslands. Þannig að það verður auðvelt fyrir okkur að selja þann áfangastað. Þannig að við þurfum bara að ákveða hvaða fókus við tökum sem fyrirtæki,” segir Rannveig. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira
Um helmingur þeirra ferða sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Um þetta var meðal annars fjallað í fréttaskýringu á Stöð 2 í gærkvöldi.Um 50 prósent ferða afbókaðar Rannveig Snorradóttir er forstjóri og eigandi Obeo Travel sem er ferðaheildsala staðsett í Noregi. Obeo selur pakkaferðir til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja þær ferðir áfram til ferðamanna og hefur Ísland verið vinsælasti áfangastaður fyrirtækisins undanfarin ár.Hvernig hefur gengið hjá ykkur undanfarin ár að bóka til Íslands? „Það hefur gengið rosalega vel. Síðasti vetur, eða núna 2016-2017, gekk alveg vonum framar. Norðurljósin voru alveg að standa fyrir sínu,” segir Rannveig.Hvernig hafa bókanir fyrir sumarið og næsta sumar gengið? „Þetta er búið að vera margra mánaða ferli að undirbúa sumarið. Að búa til tilboð og bóka pláss á Íslandi hefur reynst tiltölulega erfitt en okkur hefur tekist það. Okkar viðskiptavinir hafa verið að vinna í því í vetur að selja í þessar ferðir,” segir Rannveig. Salan hafi gengið vel en undanfarnar vikur hafi borist margar afbókanir.Veistu hversu margar afbókanir þetta eru hlutfallslega? „Í augnablikinu myndi ég segja að við séum farin að missa næstum 50 prósent af því sem við höfðum bókað. Og erum hrædd um að þetta sé bara byrjunin,” segir Rannveig.Allt of dýrt Skýringin á þessum afbókunum sé alltaf sú sama – verðlag er of óstöðugt og ferðirnar of dýrar.Hvaða viðbrögð fáið þið hjá ykkar viðskiptavinum þegar að þið gefið upp verð fyrir Ísland? „Sjokk. Eigum við ekki bara að orða það þannig. Það eru sérstaklega einstaklingar, þeir hreinlega trúa ekki hvað það getur verið dýrt að skreppa eina helgi til Íslands.”En hvað er það sem er svona dýrt? Fargjöldin, maturinn, gistingin? „Þetta er allt, blanda af öllu,” segir Rannveig.Meiri áhersla á Skandinavíu Hún segir viðskiptavini Obeo farna að leggja meiri áherslu á aðra áfangastaði í Skandinavíu í stað Íslands. „Nú munum við setja meiri kraft í Skandinavíu. Og við erum núna til dæmis að selja ferðir til Namibíu og það er mjög áhugavert að ferðirnar okkar til Namibíu eru minnst helmingi ódýrari heldur en til Íslands. Þannig að það verður auðvelt fyrir okkur að selja þann áfangastað. Þannig að við þurfum bara að ákveða hvaða fókus við tökum sem fyrirtæki,” segir Rannveig.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira