Innlent

Nokkrir öflugir skjálftar í Bárðarbungu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu en engin merki eru um gosóróa á svæðinu nú.
Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu en engin merki eru um gosóróa á svæðinu nú. Vísir/Egill Aðalsteinsson.
„Já, það var smá hrina í morgun með nokkrum öflugum skjálftum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi.

Í morgun urðu fimm skjálftar í Bárðarbungu sem mældust stærri en þrír, sá stærsti var að stærð 4,1 og varð rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Bryndís segir að engin merki séu um gosóróa á svæðinu. Nokkuð hefur verið um svona hrinur í Bárðarbungu eftir að gosinu í henni lauk í upphafi árs 2015 og segir Bryndís að seinasta hrina hafi til að mynda verið um mánaðamótin janúar/febrúar.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni á vef Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×