Segja drög að frumvarpi um rafrettur illa undirbúin og skorta rök Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. mars 2017 21:58 "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um drög að frumvarpi um rafrettur. Vísir/Getty „Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um drög að frumvarpi um rafrettur. Félagið telur skorta rök fyrir „viðurhlutamiklu inngripi í athafnafrelsi fólks, sem felist í banni við notkun rafretta á tilteknum stöðum.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. FA hefur sent velferðarráðuneytinu umsögn um drögin. Þar bendir félagið á að með frumvarpinu eigi að innleiða hluta af tilskipun Evrópusambandsins. „Engin greinargerð fylgi hins vegar frumvarpsdrögunum og því sé engin leið að sjá hvaða greinar frumvarpsins eigi rætur að rekja til Evróputilskipunar. Félagið rifjar upp og tekur undir nýlega gagnrýni ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur, sem átelur að við samningu lagafrumvarpa sem varða regluverk atvinnulífsins sé greiningu á hugsanlegum íþyngjandi áhrifum reglna mjög ábótavant.“ Í öðru lagi segir félagið að mjög skiptar skoðanir séu um rafsígarettur, meðal annars meðal lækna. „Telur FA að afstaða ráðuneytisins verði að byggja á haldbærum rökum þar sem vísindaleg gögn um rafsígarettur og áhrif þeirra eru lögð til grundvallar,“ segir í umsögninni. „Lýðheilsurök eru fyrir því að notkun rafsígarettna afstýri heilsutjóni, með því að reykingamenn hætti að reykja og færi sig yfir í notkun þeirra í staðinn. Jafnframt eru rök fyrir því að það kunni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu að ungt fólk sem byrjar að fikta við rafsígarettur leiðist síðar út í tóbaksreykingar. Ekkert hefur komið fram um það hvernig þessi rök voru vegin saman áður en ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu sem fram kemur í frumvarpinu.“ Þá gagnrýnir félagið að lagt sé til að sömu takmarkanir verði á notkun rafsígaretta og reyktóbaks og óheimilt að nota þær á tilteknum stöðum. „Bann á tiltekinni háttsemi er viðurhlutamikið inngrip í athafnafrelsi manna sem verður að byggja á fullnægjandi gögnum. Varla er ástæða til að banna notkun rafsígaretta í tilteknum rýmum nema sýnt sé fram á að hún valdi fólki í rýminu sambærilegum skaða og tóbaksreykingar. Þá má velta því upp hvaða rök standi til þess að hindra sýnileika rafsígaretta og áfyllingaríláta í verslunum, eins og lagt er til í 5. gr. frumvarpsins, meðan t.d. nikótíntyggjó, sem gegnir sama hlutverki þ.e. að aðstoða fólk við að hætta að reykja, er sýnilegt viðskiptavinum. Hér líkt og í öðrum málum verður að gæta jafnræðis og meðalhófs.“ Loks fer FA fram á að verði frumvarpsdrögin að lögum verði gefinn mun lengri aðlögunartími fyrir innflytjendur og seljendur rafsígaretta en þar er gert ráð fyrir, svo fyrirtækin geti gert áætlanir í samræmi við nýtt regluverk. Rafrettur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
„Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um drög að frumvarpi um rafrettur. Félagið telur skorta rök fyrir „viðurhlutamiklu inngripi í athafnafrelsi fólks, sem felist í banni við notkun rafretta á tilteknum stöðum.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. FA hefur sent velferðarráðuneytinu umsögn um drögin. Þar bendir félagið á að með frumvarpinu eigi að innleiða hluta af tilskipun Evrópusambandsins. „Engin greinargerð fylgi hins vegar frumvarpsdrögunum og því sé engin leið að sjá hvaða greinar frumvarpsins eigi rætur að rekja til Evróputilskipunar. Félagið rifjar upp og tekur undir nýlega gagnrýni ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur, sem átelur að við samningu lagafrumvarpa sem varða regluverk atvinnulífsins sé greiningu á hugsanlegum íþyngjandi áhrifum reglna mjög ábótavant.“ Í öðru lagi segir félagið að mjög skiptar skoðanir séu um rafsígarettur, meðal annars meðal lækna. „Telur FA að afstaða ráðuneytisins verði að byggja á haldbærum rökum þar sem vísindaleg gögn um rafsígarettur og áhrif þeirra eru lögð til grundvallar,“ segir í umsögninni. „Lýðheilsurök eru fyrir því að notkun rafsígarettna afstýri heilsutjóni, með því að reykingamenn hætti að reykja og færi sig yfir í notkun þeirra í staðinn. Jafnframt eru rök fyrir því að það kunni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu að ungt fólk sem byrjar að fikta við rafsígarettur leiðist síðar út í tóbaksreykingar. Ekkert hefur komið fram um það hvernig þessi rök voru vegin saman áður en ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu sem fram kemur í frumvarpinu.“ Þá gagnrýnir félagið að lagt sé til að sömu takmarkanir verði á notkun rafsígaretta og reyktóbaks og óheimilt að nota þær á tilteknum stöðum. „Bann á tiltekinni háttsemi er viðurhlutamikið inngrip í athafnafrelsi manna sem verður að byggja á fullnægjandi gögnum. Varla er ástæða til að banna notkun rafsígaretta í tilteknum rýmum nema sýnt sé fram á að hún valdi fólki í rýminu sambærilegum skaða og tóbaksreykingar. Þá má velta því upp hvaða rök standi til þess að hindra sýnileika rafsígaretta og áfyllingaríláta í verslunum, eins og lagt er til í 5. gr. frumvarpsins, meðan t.d. nikótíntyggjó, sem gegnir sama hlutverki þ.e. að aðstoða fólk við að hætta að reykja, er sýnilegt viðskiptavinum. Hér líkt og í öðrum málum verður að gæta jafnræðis og meðalhófs.“ Loks fer FA fram á að verði frumvarpsdrögin að lögum verði gefinn mun lengri aðlögunartími fyrir innflytjendur og seljendur rafsígaretta en þar er gert ráð fyrir, svo fyrirtækin geti gert áætlanir í samræmi við nýtt regluverk.
Rafrettur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira