Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 12:30 „Þetta er því miður eitthvað sem við höfum verið með áhyggjur af í nokkurn tíma og að sama skapi hlutur sem við höfum verið að ræða um við félögin.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, um innherjaupplýsingar sem leikmenn í Domino´s-deild karla láta af hendi til tveggja manna sem síðan selja þær á veðmálaáskriftasíðu sinni. Vísir fjallaði um málið í morgun. „Hagræðing úrslita er það sem við höfum mestar áhyggjur af en það virðist ekki tengjast þessu. Það er samt alvarlegt þegar verið er að hafa samband við leikmenn deildarinnar til að geta staðið sig betur í veðmálastarfsemi,“ segir Hannes. „Þetta tengist allt saman þessari miklu vá sem vofir yfir íþróttahreyfingunni sem við höfum til dæmis talað um á fundi með leikmönnum og foreldrum yngri landsliða.“ Það er ekki að ástæðulausu að KKÍ ræði þessi málefni við yngri kynslóðina. Fyrir nokkrum árum komst það upp að leikmanni U16 ára landsliðs Íslands var boðin nýjasta tegund snjallsíma fyrir að brenna af vítaskoti í landsleik. „Það er töluvert um að verið sé að veðja á yngri landsliðin. Við ræðum þetta alltaf á fundi á milli jóla og nýárs með leikmönnum og foreldrum. Þar snýst ein glæran einungis um það að láta okkur vita af einhver hefur samband við krakkana sem teljast óeðlileg samskipti,“ segir Hannes. Hannes segir hagræðingu úrslita ekki eiga við í tilvikinu sem Vísir skrifaði um í morgun en þetta sé eitthvað sem KKÍ þurfi að taka alvarlega fyrir og spyrja sig hvaða reglur sé hægt að móta fyrir félögin og leikmennina. „Veðmál eru komin til að vera. Það er enginn svo barnalegur að halda að svo sé ekki. Þess vegna þarf körfuboltafólk að passa sig alveg ofboðslega mikið,“ segir formaðurinn. „Ég hvet alla, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnarmenn, að gefa sem minnstar upplýsingar um sín lið ef einhver hefur samband. Á einhverjum tímapunkti getur þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið persónulega eða þeirra lið,“ segir Hannes S. Jónsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
„Þetta er því miður eitthvað sem við höfum verið með áhyggjur af í nokkurn tíma og að sama skapi hlutur sem við höfum verið að ræða um við félögin.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, um innherjaupplýsingar sem leikmenn í Domino´s-deild karla láta af hendi til tveggja manna sem síðan selja þær á veðmálaáskriftasíðu sinni. Vísir fjallaði um málið í morgun. „Hagræðing úrslita er það sem við höfum mestar áhyggjur af en það virðist ekki tengjast þessu. Það er samt alvarlegt þegar verið er að hafa samband við leikmenn deildarinnar til að geta staðið sig betur í veðmálastarfsemi,“ segir Hannes. „Þetta tengist allt saman þessari miklu vá sem vofir yfir íþróttahreyfingunni sem við höfum til dæmis talað um á fundi með leikmönnum og foreldrum yngri landsliða.“ Það er ekki að ástæðulausu að KKÍ ræði þessi málefni við yngri kynslóðina. Fyrir nokkrum árum komst það upp að leikmanni U16 ára landsliðs Íslands var boðin nýjasta tegund snjallsíma fyrir að brenna af vítaskoti í landsleik. „Það er töluvert um að verið sé að veðja á yngri landsliðin. Við ræðum þetta alltaf á fundi á milli jóla og nýárs með leikmönnum og foreldrum. Þar snýst ein glæran einungis um það að láta okkur vita af einhver hefur samband við krakkana sem teljast óeðlileg samskipti,“ segir Hannes. Hannes segir hagræðingu úrslita ekki eiga við í tilvikinu sem Vísir skrifaði um í morgun en þetta sé eitthvað sem KKÍ þurfi að taka alvarlega fyrir og spyrja sig hvaða reglur sé hægt að móta fyrir félögin og leikmennina. „Veðmál eru komin til að vera. Það er enginn svo barnalegur að halda að svo sé ekki. Þess vegna þarf körfuboltafólk að passa sig alveg ofboðslega mikið,“ segir formaðurinn. „Ég hvet alla, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnarmenn, að gefa sem minnstar upplýsingar um sín lið ef einhver hefur samband. Á einhverjum tímapunkti getur þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið persónulega eða þeirra lið,“ segir Hannes S. Jónsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti