Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 14:00 „Ég hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Snæfells í Domino´s-deildinni í körfubolta um innherjaupplýsingarnar sem veðmálasíðan B-Ball Bets safnar til að auka sigurlíkur sínar og áskrifenda sinna þegar veðjað er á leiki deildarinnar.Vísir fjallaði í morgun um síðuna en að henni standa tveir menn sem hringja í leikmenn liðanna í Domino´s-deildinni til að fá upplýsingar um leikmannahópana og fleira sem getur hjálpað þeim að græða peninga.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það eru náttúrlega veðmálasíður út um allan heim en ég vissi ekki að það eru menn sem hringja til að fá upplýsingar og svo selja þær. Það getur alveg komið í bakið á mönnum að gera svona,“ segir Ingi Þór. „Menn gera auðvitað allt til að fá upplýsingar þegar peningar eru í húfi. Veðmálaáhugi er fylgifiskur allra íþrótta.“ Eins og gefur að skilja hefur Ingi Þór, sem þjálfari, lítinn húmor fyrir því að heyra að leikmenn, hvort sem það eru hans strákar eða leikmenn annara liða, séu að láta af hendi mikilvægar upplýsingar. „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig. Körfuboltaleikur, eins og aðrar íþróttagreinar, er bara skák og því minna sem mótherjinn veit því betra. Það er alveg sama þó þeir láti upplýsingarnar ekki leka í hitt liðið. Þetta eru viðkvæmar upplýsingar og það að gefa upp eins lítið og hægt er,“ segir Ingi Þór sem sjálfur er ekkert að veðja. „Ég veit hvað Lengjan er og svo sé ég stundum Bet-eitthvað. Ég spila bara Lottó. Ég var með þrjá rétta síðast og fékk 777 krónur. Það dugar fyrir hálfum miða í viðbót,“ segir Ingi Þór Steinþórsson léttur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
„Ég hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Snæfells í Domino´s-deildinni í körfubolta um innherjaupplýsingarnar sem veðmálasíðan B-Ball Bets safnar til að auka sigurlíkur sínar og áskrifenda sinna þegar veðjað er á leiki deildarinnar.Vísir fjallaði í morgun um síðuna en að henni standa tveir menn sem hringja í leikmenn liðanna í Domino´s-deildinni til að fá upplýsingar um leikmannahópana og fleira sem getur hjálpað þeim að græða peninga.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það eru náttúrlega veðmálasíður út um allan heim en ég vissi ekki að það eru menn sem hringja til að fá upplýsingar og svo selja þær. Það getur alveg komið í bakið á mönnum að gera svona,“ segir Ingi Þór. „Menn gera auðvitað allt til að fá upplýsingar þegar peningar eru í húfi. Veðmálaáhugi er fylgifiskur allra íþrótta.“ Eins og gefur að skilja hefur Ingi Þór, sem þjálfari, lítinn húmor fyrir því að heyra að leikmenn, hvort sem það eru hans strákar eða leikmenn annara liða, séu að láta af hendi mikilvægar upplýsingar. „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig. Körfuboltaleikur, eins og aðrar íþróttagreinar, er bara skák og því minna sem mótherjinn veit því betra. Það er alveg sama þó þeir láti upplýsingarnar ekki leka í hitt liðið. Þetta eru viðkvæmar upplýsingar og það að gefa upp eins lítið og hægt er,“ segir Ingi Þór sem sjálfur er ekkert að veðja. „Ég veit hvað Lengjan er og svo sé ég stundum Bet-eitthvað. Ég spila bara Lottó. Ég var með þrjá rétta síðast og fékk 777 krónur. Það dugar fyrir hálfum miða í viðbót,“ segir Ingi Þór Steinþórsson léttur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45
Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30