Gætu misst Ólympíuréttindin ef þeir leysa ekki kvennamálin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2017 23:00 Það gildir ekki eitt yfir alla í Kasumigaseki golfklúbburinn í Japan og það gæti reynst honum dýrkeypt í baráttu hans fyrir að halda golfkeppni Ólympíuleikanna í Tókýó 2020. 220 konur eru að spila golf í klúbbnum en þær fá ekki að vera fullgildir meðlimir. Meðal því sem þær missa af er að fá að spila á vellinum á sunnudögum. Sá dagur er bara fyrir karlanna í Kasumigaseki. Karlarnir í Kasumigaseki fá hinsvegar ekki að komast upp með þetta mikið lengur ef þeir ætla að fá Ólympíuleikanna til sín eftir tæp fjögur ár. BBC segir frá. Alþjóðaólympíunefndin er nefnilega farin að skipta sér að málinu. „Við berum virðingu fyrir því að þetta er einkaklúbbur en stefna okkar er alveg skýr. Við förum ekki með keppnina í klúbb þar sem einhver mismunun er við lýði,“ sagði John Coates, varaforseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. John Coates bætti því þó við að hann búist ekki við að þurfa að leita að nýjum golfvelli fyrir keppnina. „Það er möguleika að fara annað en ég held að þetta reddist allt saman,“ sagði Coates. „Samkvæmt mínum skilningi þá eru viðræður í gangi við klúbbinn um að hann taki skrefið í rétta átt og útrými allri mismunun hjá sér. Við ættum að geta leyst þetta fyrir lok júní,“ sagði Coates. Kasumigaseki-golfvöllurinn hefur verið gestgjafi í mótum á hæsta stigi oftar en nokkur annar golfvöllur í Japan. Það kostar 57 þúsund pund að verða meðlimur, 7,6 milljónir íslenskra króna, og svo tæp 29 þúsund pund til viðbótar til að vera fullur meðlimir. Fullir meðlimir greiða því 86 þúsund pund eða 11,4 milljónir íslenskra króna. Það er því ekki fyrir hvern sem er að spila golf á Kasumigaseki. Golf Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Það gildir ekki eitt yfir alla í Kasumigaseki golfklúbburinn í Japan og það gæti reynst honum dýrkeypt í baráttu hans fyrir að halda golfkeppni Ólympíuleikanna í Tókýó 2020. 220 konur eru að spila golf í klúbbnum en þær fá ekki að vera fullgildir meðlimir. Meðal því sem þær missa af er að fá að spila á vellinum á sunnudögum. Sá dagur er bara fyrir karlanna í Kasumigaseki. Karlarnir í Kasumigaseki fá hinsvegar ekki að komast upp með þetta mikið lengur ef þeir ætla að fá Ólympíuleikanna til sín eftir tæp fjögur ár. BBC segir frá. Alþjóðaólympíunefndin er nefnilega farin að skipta sér að málinu. „Við berum virðingu fyrir því að þetta er einkaklúbbur en stefna okkar er alveg skýr. Við förum ekki með keppnina í klúbb þar sem einhver mismunun er við lýði,“ sagði John Coates, varaforseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. John Coates bætti því þó við að hann búist ekki við að þurfa að leita að nýjum golfvelli fyrir keppnina. „Það er möguleika að fara annað en ég held að þetta reddist allt saman,“ sagði Coates. „Samkvæmt mínum skilningi þá eru viðræður í gangi við klúbbinn um að hann taki skrefið í rétta átt og útrými allri mismunun hjá sér. Við ættum að geta leyst þetta fyrir lok júní,“ sagði Coates. Kasumigaseki-golfvöllurinn hefur verið gestgjafi í mótum á hæsta stigi oftar en nokkur annar golfvöllur í Japan. Það kostar 57 þúsund pund að verða meðlimur, 7,6 milljónir íslenskra króna, og svo tæp 29 þúsund pund til viðbótar til að vera fullur meðlimir. Fullir meðlimir greiða því 86 þúsund pund eða 11,4 milljónir íslenskra króna. Það er því ekki fyrir hvern sem er að spila golf á Kasumigaseki.
Golf Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira