Handbolti

Fyrsta Meistaradeildartap Ljónanna á nýju ári var skellur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rhein-Neckar Löwen tapaði stórt í Meistaradeildinni í kvöld en liðið heimsótti þá lið Celje í Slóveníu.

Vörnin hjá Ljónunum var eins og gatasigti en liðið fékk á sig 37 mörk í þessum leik í kvöld og tapaði á einum með sex marka mun, 37-31.

Celje tók öll völd um miðjan fyrri hálfleik og var komið sjö mörkum yfir í hálfleik, 20-13.

Ljónin náði að minnka muninn í fjögur mörk í seinni hálfleiknum en nær komust þau ekki og Slóvenarnir unnu öruggan sigur.

Rhein-Neckar Löwen var búið að vinna þrjá fyrstu Meistaradeildarleiki sína á árinu 2017

Það hefur lítið gengið hjá Celje í Meistaradeildinni en liðið hefur nú unnið tvo síðustu heimaleiki sína á móti stórliðum KS Vive Kielce og Rhein-Neckar Löwen.

Rhein-Neckar Löwen vann fyrri leik liðanna með einu marki í Þýskalandi en sá leikur var spilaður í lok september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×