Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Njarðvík 92-85 | Rosalega mikilvægur sigur hjá Þór Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. mars 2017 21:45 Tryggvi Hlinason er lykilmaður í liði Þórs. Vísir Þór frá Akureyri steig stórt skref í átt að úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld eftir sjö stiga sigur á Njarðvík, 92-85, í lokaleik 20. umferðar í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þórsarar eru með 20 stig ásamt þremur öðrum liðum í fimmta til áttunda sæti deildarinnar. Njarðvíkingar sitja eftir í níunda sæti með 18 stig en eru núna verri innbyrðis á móti flestum liðum í kringum sig. Þórsarar byrjuðu betur og voru tólf stigum yfir í hálfleik, 48-36, en Njarðvíkingum tókst að jafna leikinn með frábærum þriðja leikhluta. Liðin skiptust á því að hafa forystuna í fjórða leikhluta en heimamenn voru sterkari í lokin og tryggðu sér rosalega mikilvægan sigur. George Beamon skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Þór í kvöld og Darrel Keith Lewis var með 24 sig. Tryggvi Snær Hlinason bætti við 14 stigum og 8 fráköstum og Ragnar Helgi Friðriksson gaf 10 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og Myron Dempsey var með 18 stig. Björn Kristjánsson skoraði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar og Jóhann Árni Ólafsson var með 13 stig.Af hverju vann Þór? Þórsarar voru betri í fyrri hálfleik og leiða leikinn með tólf stigum í leikhléi. Þeir mættu hinsvegar seint til leiks í síðari hálfleik sem hleypti gestunum inn í leikinn og vel það. Síðasti leikhluti var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni. Í raun hefði sigurinn getað dottið hvorum megin sem var en mögulega fór of mikil orka í þriðja leikhlutann hjá Njarðvíkingum og því áttu heimamenn meira eftir á tanknum. Þá verður að minnast á atvinnumenn Njarðvíkinga sem bregðast liðinu sínu í tvígang í fjórða leikhluta. Jeremy Atkinson og Myron Dempsey sóttu sér báðir tæknivillu á afar barnalegan hátt á mikilvægum augnablikum í leiknum.Bestu menn vallarins Þegar upp var staðið má segja að George Beamon hafi verið munurinn á annars afar jöfnum liðum Þórs og Njarðvíkur í kvöld. Beamon lýkur leik sem langstigahæsti maður vallarins með 33 stig og tekur þar að auki 13 fráköst. Þegar Þórsarar voru í vandræðum leituðu þeir til hans og hann svaraði oftast kallinu. Spilaði hverja einustu sekúndu leiksins í þokkabót. Þó Ragnar Helgi Friðriksson hafi aðeins skilað tveim stigum á töfluna gaf hann 10 stoðsendingar og stjórnaði sóknarleik Þórs reglulega vel. Njarðvík vantaði mann sem þeir gátu leitað til þegar þeir voru í vandræðum. Logi Gunnarsson átti sína spretti og sama má segja um Björn Kristjánsson og Myron Dempsey.Hvað gekk illa? Þórsarar voru á löngum köflum í algjöru rugli varnarlega, þá sérstaklega þegar kom að fráköstum enda taka Njarðvíkingar alls átján sóknarfráköst í leiknum. Hefðu þeir hitt á Njarðvíkinga í aðeins betra formi í skotunum sínum hefði það getað reynst dýrkeypt.Tölfræði sem vakti athygli Þórsarar fara tuttugu og átta sinnum á vítalínuna en það skilar þeim þó aðeins fjórtán stigum. Njarðvíkingar eru sömuleiðis með 50% vítanýtingu en þeir skora úr fimm af tíu vítaskotum sínum.Benedikt: Brjálaður yfir byrjuninni í síðari hálfleik Það var engu líkara en þungu fargi væri létt af Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Þórs, í leikslok. „Þetta eru gríðarlega mikilvæg tvö stig sem eiga eftir að telja gríðarlega í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Mér fannst við vera betri aðilinn í fyrri hálfleik en ég er brjálaður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það er algjörlega úti í hött hvernig við nálgumst þriðja leikhluta. Við þurftum að hafa fyrir því að ná taktinum aftur en sem betur fer tókst það," segir Benedikt sem á erfitt með að átta sig á því af hverju leikmenn hans léku jafn illa og raun bar vitni í upphafi síðari hálfleiks. „Ég skil þetta ekki. Við vorum búnir að vera að tala um að stíga út skotmann. Ég eyddi hálfleiknum mínum í að tala um þetta og í fyrstu sókn stígur kaninn minn ekki út og þeir ná enn einu sóknarfrákastinu. Ég á eftir að pirra mig eitthvað á þessu í kvöld en ég verð líka að hrósa mínum leikmönnum fyrir góðar 30 mínútur hérna í kvöld." George Beamon var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í kvöld. „Það er langt síðan hann hefur spilað jafn vel sóknarlega. Við erum búnir að vera að bíða eftir þessu. Hann er búinn að vera ekki nógu öflugur í sókninni í mörgum leikjum. Ég geri miklar kröfur til minna erlendu leikmanna. Hann er duglegur í vörninni en þarf oft að vera klárari," segir Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Þór frá Akureyri steig stórt skref í átt að úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld eftir sjö stiga sigur á Njarðvík, 92-85, í lokaleik 20. umferðar í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þórsarar eru með 20 stig ásamt þremur öðrum liðum í fimmta til áttunda sæti deildarinnar. Njarðvíkingar sitja eftir í níunda sæti með 18 stig en eru núna verri innbyrðis á móti flestum liðum í kringum sig. Þórsarar byrjuðu betur og voru tólf stigum yfir í hálfleik, 48-36, en Njarðvíkingum tókst að jafna leikinn með frábærum þriðja leikhluta. Liðin skiptust á því að hafa forystuna í fjórða leikhluta en heimamenn voru sterkari í lokin og tryggðu sér rosalega mikilvægan sigur. George Beamon skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Þór í kvöld og Darrel Keith Lewis var með 24 sig. Tryggvi Snær Hlinason bætti við 14 stigum og 8 fráköstum og Ragnar Helgi Friðriksson gaf 10 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og Myron Dempsey var með 18 stig. Björn Kristjánsson skoraði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar og Jóhann Árni Ólafsson var með 13 stig.Af hverju vann Þór? Þórsarar voru betri í fyrri hálfleik og leiða leikinn með tólf stigum í leikhléi. Þeir mættu hinsvegar seint til leiks í síðari hálfleik sem hleypti gestunum inn í leikinn og vel það. Síðasti leikhluti var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni. Í raun hefði sigurinn getað dottið hvorum megin sem var en mögulega fór of mikil orka í þriðja leikhlutann hjá Njarðvíkingum og því áttu heimamenn meira eftir á tanknum. Þá verður að minnast á atvinnumenn Njarðvíkinga sem bregðast liðinu sínu í tvígang í fjórða leikhluta. Jeremy Atkinson og Myron Dempsey sóttu sér báðir tæknivillu á afar barnalegan hátt á mikilvægum augnablikum í leiknum.Bestu menn vallarins Þegar upp var staðið má segja að George Beamon hafi verið munurinn á annars afar jöfnum liðum Þórs og Njarðvíkur í kvöld. Beamon lýkur leik sem langstigahæsti maður vallarins með 33 stig og tekur þar að auki 13 fráköst. Þegar Þórsarar voru í vandræðum leituðu þeir til hans og hann svaraði oftast kallinu. Spilaði hverja einustu sekúndu leiksins í þokkabót. Þó Ragnar Helgi Friðriksson hafi aðeins skilað tveim stigum á töfluna gaf hann 10 stoðsendingar og stjórnaði sóknarleik Þórs reglulega vel. Njarðvík vantaði mann sem þeir gátu leitað til þegar þeir voru í vandræðum. Logi Gunnarsson átti sína spretti og sama má segja um Björn Kristjánsson og Myron Dempsey.Hvað gekk illa? Þórsarar voru á löngum köflum í algjöru rugli varnarlega, þá sérstaklega þegar kom að fráköstum enda taka Njarðvíkingar alls átján sóknarfráköst í leiknum. Hefðu þeir hitt á Njarðvíkinga í aðeins betra formi í skotunum sínum hefði það getað reynst dýrkeypt.Tölfræði sem vakti athygli Þórsarar fara tuttugu og átta sinnum á vítalínuna en það skilar þeim þó aðeins fjórtán stigum. Njarðvíkingar eru sömuleiðis með 50% vítanýtingu en þeir skora úr fimm af tíu vítaskotum sínum.Benedikt: Brjálaður yfir byrjuninni í síðari hálfleik Það var engu líkara en þungu fargi væri létt af Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Þórs, í leikslok. „Þetta eru gríðarlega mikilvæg tvö stig sem eiga eftir að telja gríðarlega í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Mér fannst við vera betri aðilinn í fyrri hálfleik en ég er brjálaður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það er algjörlega úti í hött hvernig við nálgumst þriðja leikhluta. Við þurftum að hafa fyrir því að ná taktinum aftur en sem betur fer tókst það," segir Benedikt sem á erfitt með að átta sig á því af hverju leikmenn hans léku jafn illa og raun bar vitni í upphafi síðari hálfleiks. „Ég skil þetta ekki. Við vorum búnir að vera að tala um að stíga út skotmann. Ég eyddi hálfleiknum mínum í að tala um þetta og í fyrstu sókn stígur kaninn minn ekki út og þeir ná enn einu sóknarfrákastinu. Ég á eftir að pirra mig eitthvað á þessu í kvöld en ég verð líka að hrósa mínum leikmönnum fyrir góðar 30 mínútur hérna í kvöld." George Beamon var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í kvöld. „Það er langt síðan hann hefur spilað jafn vel sóknarlega. Við erum búnir að vera að bíða eftir þessu. Hann er búinn að vera ekki nógu öflugur í sókninni í mörgum leikjum. Ég geri miklar kröfur til minna erlendu leikmanna. Hann er duglegur í vörninni en þarf oft að vera klárari," segir Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira