Endurkoma Nokia STJÓRNARMAÐURINN skrifar 5. mars 2017 11:00 Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. Nokia er vissulega fjölbreytt fyrirtæki en farsímadeild félagsins var seld til Microsoft fyrir nokkrum árum. HDM Global er stofnað af gömlum Nokia-farsímakempum sem hyggjast reisa nafnið úr öskustónni. Auk þess að kaupa farsímahlutann af Microsoft hafa þeir einnig fengið leyfi hjá Nokia til að framleiða farsíma undir merkjum félagsins. Þegar markaðshlutdeild Nokia féll á nánast einni nóttu var það vegna nýrra og ferskra síma sem komu frá Apple og hinum ýmsu framleiðendum með stýrikerfið Android. Fallið var dramatískt með eindæmum en í árslok 2007 seldi Nokia annan hvern farsíma í heiminum. Fimm árum síðar var hlutfallið 3,5 prósent. Nokia var nátttröllið sem dagaði uppi. Þess vegna er nálgun Nokia nú að mörgu leyti forvitnileg. 3310 símanum er ætlað að höfða til þeirra sem vilja einfaldan síma, eða þeirra sem þurfa að hafa tvo. Síminn býður með öðrum orðum upp á afturhvarf til fortíðar. Sennilegt er að markhópurinn sé nokkuð stór. Þannig hefur það færst í aukana meðal voldugra í viðskiptalífinu í Bretlandi að vera einungis með gamlan Nokia síma sem aðeins ber símtöl og textaskilaboð. Þannig gefa þeir þau skilaboð að þeir séu ekki þrælar tölvupóstsins heldur ráði tíma sínum sjálfir. Phillip Green, eigandi Topshop, er sennilega þekktasta dæmið. Kannski er Nokia nú með puttann á púlsinum, rétt eins og þeir sváfu á verðinum fyrir um áratug? Getum við annars ekki öll verið sammála um að stundum sé nauðsynlegt að gefa snjallsímanum frí?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. Nokia er vissulega fjölbreytt fyrirtæki en farsímadeild félagsins var seld til Microsoft fyrir nokkrum árum. HDM Global er stofnað af gömlum Nokia-farsímakempum sem hyggjast reisa nafnið úr öskustónni. Auk þess að kaupa farsímahlutann af Microsoft hafa þeir einnig fengið leyfi hjá Nokia til að framleiða farsíma undir merkjum félagsins. Þegar markaðshlutdeild Nokia féll á nánast einni nóttu var það vegna nýrra og ferskra síma sem komu frá Apple og hinum ýmsu framleiðendum með stýrikerfið Android. Fallið var dramatískt með eindæmum en í árslok 2007 seldi Nokia annan hvern farsíma í heiminum. Fimm árum síðar var hlutfallið 3,5 prósent. Nokia var nátttröllið sem dagaði uppi. Þess vegna er nálgun Nokia nú að mörgu leyti forvitnileg. 3310 símanum er ætlað að höfða til þeirra sem vilja einfaldan síma, eða þeirra sem þurfa að hafa tvo. Síminn býður með öðrum orðum upp á afturhvarf til fortíðar. Sennilegt er að markhópurinn sé nokkuð stór. Þannig hefur það færst í aukana meðal voldugra í viðskiptalífinu í Bretlandi að vera einungis með gamlan Nokia síma sem aðeins ber símtöl og textaskilaboð. Þannig gefa þeir þau skilaboð að þeir séu ekki þrælar tölvupóstsins heldur ráði tíma sínum sjálfir. Phillip Green, eigandi Topshop, er sennilega þekktasta dæmið. Kannski er Nokia nú með puttann á púlsinum, rétt eins og þeir sváfu á verðinum fyrir um áratug? Getum við annars ekki öll verið sammála um að stundum sé nauðsynlegt að gefa snjallsímanum frí?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira