Ingi Þór: Skandall að Haukar séu að berjast við fall Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2017 21:39 Ingi Þór og félagar bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla. vísir/eyþór Snæfell bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla í karla. En hvað vantaði upp á gegn Haukum í kvöld að mati Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara liðsins? „Það vantaði svolítið mikið upp á. Mér fannst byrjunarliðið í heild sinni svolítið flatt á meðan þeir voru tilbúnir og vel stemmdir,“ sagði Ingi Þór eftir leik. „Við sættum okkur við að vera fyrir utan þriggja stiga línuna og sóttum ekki á körfuna. Um leið og við gerðum það var þetta jafn leikur. Byrjunin sat í okkur og það var slæmt að missa þá tvisvar frá sér. Munurinn var líka of mikill í fráköstunum, þeir voru miklu grimmari í þeim.“ Snæfell skoraði níu fyrstu stig 3. leikhluta og náði að minnka muninn í þrjú stig, 53-30. Nær komust gestirnir þó ekki. „Við gerðum mistök í færslum og þeir skoruðu svona stemmningskörfur,“ sagði Ingi Þór og beindi talinu að liði Hauka. „Það er skandall á hvaða stað þetta lið er í töflunni. Þeir eru með tvo Kana og fullt af gríðarlega góðum körfuboltamönnum. Það er skandall að þeir séu að berjast við fall, það er bara asnalegt. Ég ber virðingu fyrir strákunum í þessu liði og þeir eru miklu betri í körfubolta en þeir sýna,“ sagði Ingi sem sagði allt havaríið í kringum skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, ekki hafa haft áhrif á sína menn í aðdraganda leiksins. „Nei nei, við vorum bara komnir til að skila körfubolta við Hauka. Ég er búinn að tjá mig um það. Eins og ég sagði, persónulega myndi mér aldrei detta í hug að gera þetta. Menn verða svo að meta hvort þetta sé diss. En við nýttum okkur það ekki,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 102-83 | Haukar komnir upp úr fallsæti Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. 3. mars 2017 21:45 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Snæfell bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Domino's deild karla í karla. En hvað vantaði upp á gegn Haukum í kvöld að mati Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara liðsins? „Það vantaði svolítið mikið upp á. Mér fannst byrjunarliðið í heild sinni svolítið flatt á meðan þeir voru tilbúnir og vel stemmdir,“ sagði Ingi Þór eftir leik. „Við sættum okkur við að vera fyrir utan þriggja stiga línuna og sóttum ekki á körfuna. Um leið og við gerðum það var þetta jafn leikur. Byrjunin sat í okkur og það var slæmt að missa þá tvisvar frá sér. Munurinn var líka of mikill í fráköstunum, þeir voru miklu grimmari í þeim.“ Snæfell skoraði níu fyrstu stig 3. leikhluta og náði að minnka muninn í þrjú stig, 53-30. Nær komust gestirnir þó ekki. „Við gerðum mistök í færslum og þeir skoruðu svona stemmningskörfur,“ sagði Ingi Þór og beindi talinu að liði Hauka. „Það er skandall á hvaða stað þetta lið er í töflunni. Þeir eru með tvo Kana og fullt af gríðarlega góðum körfuboltamönnum. Það er skandall að þeir séu að berjast við fall, það er bara asnalegt. Ég ber virðingu fyrir strákunum í þessu liði og þeir eru miklu betri í körfubolta en þeir sýna,“ sagði Ingi sem sagði allt havaríið í kringum skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, ekki hafa haft áhrif á sína menn í aðdraganda leiksins. „Nei nei, við vorum bara komnir til að skila körfubolta við Hauka. Ég er búinn að tjá mig um það. Eins og ég sagði, persónulega myndi mér aldrei detta í hug að gera þetta. Menn verða svo að meta hvort þetta sé diss. En við nýttum okkur það ekki,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 102-83 | Haukar komnir upp úr fallsæti Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. 3. mars 2017 21:45 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 102-83 | Haukar komnir upp úr fallsæti Haukar komust upp úr fallsæti í Domino's deild karla eftir 102-83 sigur á Snæfelli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. 3. mars 2017 21:45
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins